Reiknum dæmið um Kvikmyndasjóð Björn B. Björnsson skrifar 19. september 2013 06:00 Fréttir berast af því að ríkisstjórnin – eða einhverjir aðilar innan hennar – séu að hugleiða 400 milljóna króna niðurskurð á framlögum til Kvikmyndasjóðs á næsta ári. Með þessu væri verið að gera sömu mistök og síðasta ríkisstjórn gerði með því að kippa teppinu undan ört vaxandi atvinnugrein sem ungt fólk sækir í og skilar íslenskum menningarafurðum sem markaður er fyrir um allan heim. En er þetta skynsamleg stefna út frá krónum og aurum? Til er ítarleg skýrsla um alla kvikmyndaframleiðslu á Íslandi (2006-2010) sem sýnir okkur hvaða áhrif þessi niðurskurður hefði. Skoðum dæmið: 400 milljóna króna niðurskurður Kvikmyndasjóðs mun líka þýða sparnað í atvinnuvegaráðuneytinu vegna laga um endurgreiðslu til kvikmynda upp á 240 milljónir. Samtals mun ríkissjóður því spara 640 milljónir króna. Ef þessum 640 milljónum er hins vegar varið til kvikmyndagerðar munu framleiðendur bæta við þær innlendu fjármagni upp á 1.040 milljónir og draga til landsins erlent fjármagn upp á 1.120 milljónir, svo hér yrðu framleiddar kvikmyndir fyrir 2,8 milljarða króna. Einungis launaskattar í ríkissjóð af þessari framleiðslu næmu 670 milljónum eða nokkru hærri upphæð en þær 640 milljónir sem spöruðust. Þá eru ótaldar aðrar beinar og óbeinar tekjur ríkissjóðs af þessari starfsemi og þau efnahagslegu áhrif sem íslenskar kvikmyndir hafa á greinar eins og ferðamannaiðnaðinn. Það er því erfitt að sjá að þetta séu skynsamlegar hugmyndir út frá fjárhagslegu sjónarmiði. Hin hlið þessa máls og jafnvel enn mikilvægari er sú að með því að leggja fram þessa fjármuni fáum við íslenskar kvikmyndir, sjónvarpsþáttaraðir og heimildarmyndir sem auðga menningu okkar og eru mikilvægur þáttur í uppeldi og sjálfsmynd þjóðarinnar í myndheimi samtímans. Í umræðunni hefur því líka verið haldið fram að framlög til Kvikmyndasjóðs séu illa fjármögnuð. Sú fullyrðing stenst ekki skoðun því leiðréttingin sem síðasta ríkisstjórn gerði á framlögum til Kvikmyndasjóðs er fjármögnuð með arðgreiðslum af hlut ríkisins í bönkunum – sem skila sér með miklum ágætum eins og allir vita. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Fréttir berast af því að ríkisstjórnin – eða einhverjir aðilar innan hennar – séu að hugleiða 400 milljóna króna niðurskurð á framlögum til Kvikmyndasjóðs á næsta ári. Með þessu væri verið að gera sömu mistök og síðasta ríkisstjórn gerði með því að kippa teppinu undan ört vaxandi atvinnugrein sem ungt fólk sækir í og skilar íslenskum menningarafurðum sem markaður er fyrir um allan heim. En er þetta skynsamleg stefna út frá krónum og aurum? Til er ítarleg skýrsla um alla kvikmyndaframleiðslu á Íslandi (2006-2010) sem sýnir okkur hvaða áhrif þessi niðurskurður hefði. Skoðum dæmið: 400 milljóna króna niðurskurður Kvikmyndasjóðs mun líka þýða sparnað í atvinnuvegaráðuneytinu vegna laga um endurgreiðslu til kvikmynda upp á 240 milljónir. Samtals mun ríkissjóður því spara 640 milljónir króna. Ef þessum 640 milljónum er hins vegar varið til kvikmyndagerðar munu framleiðendur bæta við þær innlendu fjármagni upp á 1.040 milljónir og draga til landsins erlent fjármagn upp á 1.120 milljónir, svo hér yrðu framleiddar kvikmyndir fyrir 2,8 milljarða króna. Einungis launaskattar í ríkissjóð af þessari framleiðslu næmu 670 milljónum eða nokkru hærri upphæð en þær 640 milljónir sem spöruðust. Þá eru ótaldar aðrar beinar og óbeinar tekjur ríkissjóðs af þessari starfsemi og þau efnahagslegu áhrif sem íslenskar kvikmyndir hafa á greinar eins og ferðamannaiðnaðinn. Það er því erfitt að sjá að þetta séu skynsamlegar hugmyndir út frá fjárhagslegu sjónarmiði. Hin hlið þessa máls og jafnvel enn mikilvægari er sú að með því að leggja fram þessa fjármuni fáum við íslenskar kvikmyndir, sjónvarpsþáttaraðir og heimildarmyndir sem auðga menningu okkar og eru mikilvægur þáttur í uppeldi og sjálfsmynd þjóðarinnar í myndheimi samtímans. Í umræðunni hefur því líka verið haldið fram að framlög til Kvikmyndasjóðs séu illa fjármögnuð. Sú fullyrðing stenst ekki skoðun því leiðréttingin sem síðasta ríkisstjórn gerði á framlögum til Kvikmyndasjóðs er fjármögnuð með arðgreiðslum af hlut ríkisins í bönkunum – sem skila sér með miklum ágætum eins og allir vita.
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar