Gafst upp á að bíða eftir dvalarleyfi: "Pabbi, ég er búin að fá nóg" Hrund Þórsdóttir skrifar 19. september 2013 18:30 Ellert Högni Jónsson býr í Vogunum ásamt filippeyskri konu sinni til átta ára. Allan þann tíma hafa þau barist fyrir því að fá dvalarleyfi hér á landi fyrir fósturdóttur hans, en hún hefur nú gefist upp á að bíða og er farin aftur til Filippseyja. Ellert og Marylyn hafa þrisvar sótt um dvalarleyfi fyrir Romylyn, eins og fram kom í umfjöllun mbl.is um málið í gærkvöldi, fyrst þegar hún var 15 ára. Að sögn Ellerts var fyrsta umsóknin afgreidd á átta mánuðum, næsta á átján og sú þriðja hefur tekið 14 mánuði. Samkvæmt lögum hafa stjórnvöld þrjá mánuði til að afgreiða umsóknir, að því gefnu að öll gögn hafi borist. Við þriðju umsóknina var óskað eftir því að Romylyn fengi að vera hérlendis þar til niðurstaða lægi fyrir og eftir að innanríkisráðuneytið breytti úrskurði Útlendingastofnunar var það heimilað. Hún hafði því verið á Íslandi í um tvö ár, þegar hún yfirgaf landið á föstudaginn. Þá höfðu þau svör borist frá Útlendingastofnun að enn vantaði gögn í málinu. „Þá sagði hún við mig, þegar ég var búinn að tala við Útlendingastofnun: Pabbi, ég er búin að fá nóg,“ segir Ellert. Romylyn treysti sér ekki til að kveðja átta ára systur sína, Unni Margréti, sem saknar hennar sárt. Að sögn Ellerts gat Romylyn, sem er lærð í öldrunarhjúkrunarfræði, sig varla hrært á meðan hún beið svara Útlendingastofnunar og mátti hún til dæmis ekki vinna þar sem hún hafði ekki kennitölu. Málið hefur haft gríðarleg áhrif á fjölskylduna. „Hér er bara búinn að vera grátur og sorg. Við getum ekki meira. Við verðum að enda þetta með því að fara og kæra þetta mál.“ Þau hyggjast kæra ríkið og Útlendingastofnun. „Við gefumst ekki upp. Við eigum bíl upp á tvær milljónir og erum búin að auglýsa hann. Söluandvirðið fer upp í kostnað við málaferli og þá verðum við búin að láta allt sem við áttum í þetta mál.“ Fjölskyldan óttast um Romylyn. „Ef við náum ekki að keyra þetta í gegn á stuttum tíma er ég hræddur um að við missum hana, því hún er á götunni í Manilla, það er bara ekkert öðruvísi,“ segir Ellert að lokum. Umsókn Romylyn er enn í vinnslu hjá Útlendingastofnun og er meðferðarhraði málsins eðlilegur af hálfu stofnunarinnar. Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Ellert Högni Jónsson býr í Vogunum ásamt filippeyskri konu sinni til átta ára. Allan þann tíma hafa þau barist fyrir því að fá dvalarleyfi hér á landi fyrir fósturdóttur hans, en hún hefur nú gefist upp á að bíða og er farin aftur til Filippseyja. Ellert og Marylyn hafa þrisvar sótt um dvalarleyfi fyrir Romylyn, eins og fram kom í umfjöllun mbl.is um málið í gærkvöldi, fyrst þegar hún var 15 ára. Að sögn Ellerts var fyrsta umsóknin afgreidd á átta mánuðum, næsta á átján og sú þriðja hefur tekið 14 mánuði. Samkvæmt lögum hafa stjórnvöld þrjá mánuði til að afgreiða umsóknir, að því gefnu að öll gögn hafi borist. Við þriðju umsóknina var óskað eftir því að Romylyn fengi að vera hérlendis þar til niðurstaða lægi fyrir og eftir að innanríkisráðuneytið breytti úrskurði Útlendingastofnunar var það heimilað. Hún hafði því verið á Íslandi í um tvö ár, þegar hún yfirgaf landið á föstudaginn. Þá höfðu þau svör borist frá Útlendingastofnun að enn vantaði gögn í málinu. „Þá sagði hún við mig, þegar ég var búinn að tala við Útlendingastofnun: Pabbi, ég er búin að fá nóg,“ segir Ellert. Romylyn treysti sér ekki til að kveðja átta ára systur sína, Unni Margréti, sem saknar hennar sárt. Að sögn Ellerts gat Romylyn, sem er lærð í öldrunarhjúkrunarfræði, sig varla hrært á meðan hún beið svara Útlendingastofnunar og mátti hún til dæmis ekki vinna þar sem hún hafði ekki kennitölu. Málið hefur haft gríðarleg áhrif á fjölskylduna. „Hér er bara búinn að vera grátur og sorg. Við getum ekki meira. Við verðum að enda þetta með því að fara og kæra þetta mál.“ Þau hyggjast kæra ríkið og Útlendingastofnun. „Við gefumst ekki upp. Við eigum bíl upp á tvær milljónir og erum búin að auglýsa hann. Söluandvirðið fer upp í kostnað við málaferli og þá verðum við búin að láta allt sem við áttum í þetta mál.“ Fjölskyldan óttast um Romylyn. „Ef við náum ekki að keyra þetta í gegn á stuttum tíma er ég hræddur um að við missum hana, því hún er á götunni í Manilla, það er bara ekkert öðruvísi,“ segir Ellert að lokum. Umsókn Romylyn er enn í vinnslu hjá Útlendingastofnun og er meðferðarhraði málsins eðlilegur af hálfu stofnunarinnar.
Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent