Bíða eftir útburði úr hitalausum íbúðum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 1. mars 2013 05:30 Nágrannarnir Danguole Visockiene og Jurijus Teteveras eru hér fyrir á miðri mynd fyrir framan heimili sitt síðustu árin og bíða þess að verða borin út. Fréttablaðið/Valli Íbúar í Vesturvör 27 í Kópavogi segjast nú bíða þess að verða varpað á dyr með allt sitt án þess að eiga í önnur hús að venda. Drómi keypti húsið í fyrra og hyggst rífa það niður. Íbúarnir segja heita vatnið ítrekað hafa verið tekið af húsinu í vetur. „Við höfum engan stað að fara á," segir Danguole Visockiene, einn þrettán íbúa sem standa nú frammi fyrir því að verða bornir út úr Vesturvör 27, jafnvel strax í dag samkvæmt viðvörunum frá leigusalanum. Danguole kveðst hafa búið í Vesturvör 27 frá því hún flutti til Íslands fyrir um sjö árum. Líkt og aðrir íbúar í húsinu fékk hún tilkynningu í fyrrahaust um að rýma ætti húsið vegna niðurrifs. Fyrir rúmu ári komst húsið í eigu Dróma hf. sem sýslar með eignir þrotabús SPRON. Danguole segir að íbúar hafi í vetur flutt úr fimm íbúðum af ellefu en að í sex íbúðum búi enn samtals tólf fullorðnir og eitt fimm ára barn. Þetta fólk er frá Litháen og Póllandi. „Ég hef ítrekað óskað eftir því við Félagsþjónustuna í Kópavogi að fá íbúð en mér er hafnað," segir Danguole og sýnir svar frá ráðgjafa- og íbúðadeild um að hún fái aðeins 17 punkta af þeim 24 sem þurfi til að uppfylla skilyrði til að fá félagslega íbúð. Hún kveðst vera óvinnufær um þessar mundir vegna veikinda. Hún lifi því af bótum frá Tryggingastofnun. „Hér í húsinu bjó kona sem þekkti konu hjá Félagsþjónustunni. Það tók hana bara 24 klukkustundir að fá þar íbúð. Okkur finnst það mjög óeðlilegt en fáum engar skýringar," segir Danguole sem aðspurð kveðst leita logandi ljósi að öðru húsnæði. „Margir leigusalar vilja fá leiguna greidda svart og þá eru ekki húsaleigubætur í boði. Aðrir vilja kannski 150 þúsund krónur á mánuði og það er engin leið að ég geti borgað það." Innifalið í leigunni sem íbúarnir borga er tiltekin upphæð fyrir heitt vatn. Danguole kveðst ávallt hafa staðið í skilum með greiðslur. Samt sem áður hafi heita vatnið ítrekað verið tekið af húsinu í vetur. Sömuleiðis hafi fulltrúi leigusalans ítrekað birst með hótanir og jafnvel sparkað göt í veggi. Nágranni Danguole í næstu íbúð er Jurijus Teterevas og kona hans og fimm ára barn sem þarfnast mikillar umönnunar vegna einhverfu. Jurijus er atvinnulaus. Hann segir þau, eins og Danguole, hafa reynt án árangurs að fá íbúð hjá Félagsþjónustunni, síðast í fyrradag. „Það virðast allar dyr vera okkur lokaðar. Við vitum ekki hvað við eigum að gera. Hvað eigum við að gera?" spyr Jurijus. ___________________________Viðbót 1.3. 2013 klukkan 12:00 - Athugasemd frá Dróma Vegna fréttar í Fréttablaðinu og á vefnum Visir.is varðandi hremminga íbúa að Vesturvör 27 í Kópavogi vill Drómi hf. koma því á framfæri að eignin, sem félagið eignaðist á síðasta ári, er ekki á forræði félagsins og Drómi því ekki leigusali. Íbúar sem þar búa eru á forræði þess leigutaka sem hafði eignina á leigu þegar Drómi eignaðist húsið ásamt öðrum á sama reit á fyrri hluta árs 2012. Til stóð að Drómi fengi eignirnar afhentar síðastliðið haust en það hefur dregist vegna erfiðleika leigusalans við að rýma umrædda eign. Vesturvör 27 er iðnaðarhúsnæði í mjög bágu ásigkomulagi þar sem innréttaðar hafa verið íbúðir á efri hæð þar sem áður voru skrifstofur. Er það mat Dróma að eignin sé ekki hæf til útleigu, til að mynda eru flóttaleiðir sem brunareglugerð kveður á um í ólagi. Drómi hefur ítrekað krafist þess gagnvart leigutaka að húsnæðið verði rýmt af þessum sökum. Nokkrum dögum eftir að Drómi eignaðist fasteignirnar að Vesturvör kviknaði eldur í ísskáp á neðri hæð Í bakhúsi að Vesturvör 27. Þar voru einnig ósamþykktar íbúðir í útleigu á efri hæð hússins og var fimm manns hætt komið, þar af eitt barn. Það hús hefur þegar verið rýmt. Strax eftir eldsvoðann var farið fram á að leigusalinn stöðvaði leigustarfsemina og skilaði eignunum til Dróma. Það hefur eins og áður kom fram dregist. Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Íbúar í Vesturvör 27 í Kópavogi segjast nú bíða þess að verða varpað á dyr með allt sitt án þess að eiga í önnur hús að venda. Drómi keypti húsið í fyrra og hyggst rífa það niður. Íbúarnir segja heita vatnið ítrekað hafa verið tekið af húsinu í vetur. „Við höfum engan stað að fara á," segir Danguole Visockiene, einn þrettán íbúa sem standa nú frammi fyrir því að verða bornir út úr Vesturvör 27, jafnvel strax í dag samkvæmt viðvörunum frá leigusalanum. Danguole kveðst hafa búið í Vesturvör 27 frá því hún flutti til Íslands fyrir um sjö árum. Líkt og aðrir íbúar í húsinu fékk hún tilkynningu í fyrrahaust um að rýma ætti húsið vegna niðurrifs. Fyrir rúmu ári komst húsið í eigu Dróma hf. sem sýslar með eignir þrotabús SPRON. Danguole segir að íbúar hafi í vetur flutt úr fimm íbúðum af ellefu en að í sex íbúðum búi enn samtals tólf fullorðnir og eitt fimm ára barn. Þetta fólk er frá Litháen og Póllandi. „Ég hef ítrekað óskað eftir því við Félagsþjónustuna í Kópavogi að fá íbúð en mér er hafnað," segir Danguole og sýnir svar frá ráðgjafa- og íbúðadeild um að hún fái aðeins 17 punkta af þeim 24 sem þurfi til að uppfylla skilyrði til að fá félagslega íbúð. Hún kveðst vera óvinnufær um þessar mundir vegna veikinda. Hún lifi því af bótum frá Tryggingastofnun. „Hér í húsinu bjó kona sem þekkti konu hjá Félagsþjónustunni. Það tók hana bara 24 klukkustundir að fá þar íbúð. Okkur finnst það mjög óeðlilegt en fáum engar skýringar," segir Danguole sem aðspurð kveðst leita logandi ljósi að öðru húsnæði. „Margir leigusalar vilja fá leiguna greidda svart og þá eru ekki húsaleigubætur í boði. Aðrir vilja kannski 150 þúsund krónur á mánuði og það er engin leið að ég geti borgað það." Innifalið í leigunni sem íbúarnir borga er tiltekin upphæð fyrir heitt vatn. Danguole kveðst ávallt hafa staðið í skilum með greiðslur. Samt sem áður hafi heita vatnið ítrekað verið tekið af húsinu í vetur. Sömuleiðis hafi fulltrúi leigusalans ítrekað birst með hótanir og jafnvel sparkað göt í veggi. Nágranni Danguole í næstu íbúð er Jurijus Teterevas og kona hans og fimm ára barn sem þarfnast mikillar umönnunar vegna einhverfu. Jurijus er atvinnulaus. Hann segir þau, eins og Danguole, hafa reynt án árangurs að fá íbúð hjá Félagsþjónustunni, síðast í fyrradag. „Það virðast allar dyr vera okkur lokaðar. Við vitum ekki hvað við eigum að gera. Hvað eigum við að gera?" spyr Jurijus. ___________________________Viðbót 1.3. 2013 klukkan 12:00 - Athugasemd frá Dróma Vegna fréttar í Fréttablaðinu og á vefnum Visir.is varðandi hremminga íbúa að Vesturvör 27 í Kópavogi vill Drómi hf. koma því á framfæri að eignin, sem félagið eignaðist á síðasta ári, er ekki á forræði félagsins og Drómi því ekki leigusali. Íbúar sem þar búa eru á forræði þess leigutaka sem hafði eignina á leigu þegar Drómi eignaðist húsið ásamt öðrum á sama reit á fyrri hluta árs 2012. Til stóð að Drómi fengi eignirnar afhentar síðastliðið haust en það hefur dregist vegna erfiðleika leigusalans við að rýma umrædda eign. Vesturvör 27 er iðnaðarhúsnæði í mjög bágu ásigkomulagi þar sem innréttaðar hafa verið íbúðir á efri hæð þar sem áður voru skrifstofur. Er það mat Dróma að eignin sé ekki hæf til útleigu, til að mynda eru flóttaleiðir sem brunareglugerð kveður á um í ólagi. Drómi hefur ítrekað krafist þess gagnvart leigutaka að húsnæðið verði rýmt af þessum sökum. Nokkrum dögum eftir að Drómi eignaðist fasteignirnar að Vesturvör kviknaði eldur í ísskáp á neðri hæð Í bakhúsi að Vesturvör 27. Þar voru einnig ósamþykktar íbúðir í útleigu á efri hæð hússins og var fimm manns hætt komið, þar af eitt barn. Það hús hefur þegar verið rýmt. Strax eftir eldsvoðann var farið fram á að leigusalinn stöðvaði leigustarfsemina og skilaði eignunum til Dróma. Það hefur eins og áður kom fram dregist.
Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira