"Maður vill styðja við bakið á þeim sem manni þykir vænt um" Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. mars 2013 11:37 Magnús Sigurbjörnsson, sigurvegari í Mottumars árið 2012, hvetur karlmenn til þess að sýna lit og ganga með mottu þennan óopinbera yfirvaraskeggsmánuð Íslendinga. Mottumars, árlegt átak Krabbameinsfélagsins, hófst í dag. Einstaklingar og fyrirtæki um allt land hafa frá árinu 2010 safnað mottu og fengið vini, ættingja og annað gott fólk til þess að heita á sig við mottusöfnun sína. Magnús Sigurbjörnsson stóð uppi sem sigurvegari í keppninni í fyrra. Magnús ætlaði sér upphaflega að safna eitt hundrað þúsund krónum og var hann fljótur að ná því markmiði sínu. „Ég held að ég hafi náð hundrað þúsund krónum innan fyrsta sólarhringins minnir mig," segir Magnús sem safnaði tæpri milljón áður en yfir lauk. „Það var góð barátta á milli mín og þess sem hafnaði í öðru sæti á lokadegi keppninnar. Þetta var orðið einhvers konar samkeppni sem Krabbameinsfélagið þakkar örugglega pent fyrir. Allir voru að dæla í okkur peningum síðustu mínúturnar. Það var bara partur af þessu og skemmtilegt," segir Magnús. Krabbamein hefur snert fjölskyldu Magnúsar líkt og svo margra annarra. Það var ekki síst ástæðan fyrir því að Magnús sló til og hóf mottusöfnun. Fannst mottan "lúkka" helvíti vel„Ég vildi styðja við gott og mikilvægt málefni fyrst og fremst. Báðir foreldrar mínir voru greindir með krabbamein á þessum tíma," segir Magnús og hlær aðspurður hvernig mottann fari honum. „Já, mér fannst mottan lúkka helvíti vel," segir Magnús sem ætlar að skarta mottu áður en mánuðurinn er úti. Jafnvel strax eftir helgi. „Ég þarf að safna aðeins meira til þess að hún verði góð," segir Magnús sem verður 26 ára á árinu. Hann segist vera með ágætan skeggvöxt. „Hann leynir á sér. Með aldrinum hefur komið meira í andlitið á manni. Vöxturinn er orðinn talsvert betri." Verðlaunin algjört aukaatriðiLíkt og í ár eru vegleg verðlaun fyrir sigurvegara í Mottumars. Magnús fékk flugferð í verðlaun í fyrra en segir verðlaunin algjört aukaatriði. „Algjörlega. Ég vissi ekki einu sinni hvað ég átti að segja þegar einhverri flugferð var hent í mann. Það er algjört aukaatriði sem maður á ekkert að vera að hugsa um," segir Magnús. Honum finnst Mottumars tilvalið tækifæri til þess að sýna í verki stuðning við vini og ættingja sem glíma við krabbamein. „Mér finnst það að mörgu leyti. Að maður styðji við bakið á því fólki og öllum Íslendingum sem glíma við krabbamein. Það er eitt sem maður leit á í þessu ferli öllu," segir Magnús og hvetur karlmenn til dáða. „Ég segi við karlmenn í landinu að það sé um að gera að raka á sig mottu í einn mánuð, sýna smá lit og styðja við gott og mikilvægt málefni. " Rætt var við Magnús í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrir tæpu ári þegar ljóst var að hann hefði staðið uppi sem sigurvegari í keppninni. Viðtalið má sjá í spilaranum fyrir ofan. Fjölmargir hafa skráð sig til leiks í Mottumars á heimasíðu keppninnar, www.mottumars.is. Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Magnús Sigurbjörnsson, sigurvegari í Mottumars árið 2012, hvetur karlmenn til þess að sýna lit og ganga með mottu þennan óopinbera yfirvaraskeggsmánuð Íslendinga. Mottumars, árlegt átak Krabbameinsfélagsins, hófst í dag. Einstaklingar og fyrirtæki um allt land hafa frá árinu 2010 safnað mottu og fengið vini, ættingja og annað gott fólk til þess að heita á sig við mottusöfnun sína. Magnús Sigurbjörnsson stóð uppi sem sigurvegari í keppninni í fyrra. Magnús ætlaði sér upphaflega að safna eitt hundrað þúsund krónum og var hann fljótur að ná því markmiði sínu. „Ég held að ég hafi náð hundrað þúsund krónum innan fyrsta sólarhringins minnir mig," segir Magnús sem safnaði tæpri milljón áður en yfir lauk. „Það var góð barátta á milli mín og þess sem hafnaði í öðru sæti á lokadegi keppninnar. Þetta var orðið einhvers konar samkeppni sem Krabbameinsfélagið þakkar örugglega pent fyrir. Allir voru að dæla í okkur peningum síðustu mínúturnar. Það var bara partur af þessu og skemmtilegt," segir Magnús. Krabbamein hefur snert fjölskyldu Magnúsar líkt og svo margra annarra. Það var ekki síst ástæðan fyrir því að Magnús sló til og hóf mottusöfnun. Fannst mottan "lúkka" helvíti vel„Ég vildi styðja við gott og mikilvægt málefni fyrst og fremst. Báðir foreldrar mínir voru greindir með krabbamein á þessum tíma," segir Magnús og hlær aðspurður hvernig mottann fari honum. „Já, mér fannst mottan lúkka helvíti vel," segir Magnús sem ætlar að skarta mottu áður en mánuðurinn er úti. Jafnvel strax eftir helgi. „Ég þarf að safna aðeins meira til þess að hún verði góð," segir Magnús sem verður 26 ára á árinu. Hann segist vera með ágætan skeggvöxt. „Hann leynir á sér. Með aldrinum hefur komið meira í andlitið á manni. Vöxturinn er orðinn talsvert betri." Verðlaunin algjört aukaatriðiLíkt og í ár eru vegleg verðlaun fyrir sigurvegara í Mottumars. Magnús fékk flugferð í verðlaun í fyrra en segir verðlaunin algjört aukaatriði. „Algjörlega. Ég vissi ekki einu sinni hvað ég átti að segja þegar einhverri flugferð var hent í mann. Það er algjört aukaatriði sem maður á ekkert að vera að hugsa um," segir Magnús. Honum finnst Mottumars tilvalið tækifæri til þess að sýna í verki stuðning við vini og ættingja sem glíma við krabbamein. „Mér finnst það að mörgu leyti. Að maður styðji við bakið á því fólki og öllum Íslendingum sem glíma við krabbamein. Það er eitt sem maður leit á í þessu ferli öllu," segir Magnús og hvetur karlmenn til dáða. „Ég segi við karlmenn í landinu að það sé um að gera að raka á sig mottu í einn mánuð, sýna smá lit og styðja við gott og mikilvægt málefni. " Rætt var við Magnús í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrir tæpu ári þegar ljóst var að hann hefði staðið uppi sem sigurvegari í keppninni. Viðtalið má sjá í spilaranum fyrir ofan. Fjölmargir hafa skráð sig til leiks í Mottumars á heimasíðu keppninnar, www.mottumars.is.
Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira