"Maður vill styðja við bakið á þeim sem manni þykir vænt um" Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. mars 2013 11:37 Magnús Sigurbjörnsson, sigurvegari í Mottumars árið 2012, hvetur karlmenn til þess að sýna lit og ganga með mottu þennan óopinbera yfirvaraskeggsmánuð Íslendinga. Mottumars, árlegt átak Krabbameinsfélagsins, hófst í dag. Einstaklingar og fyrirtæki um allt land hafa frá árinu 2010 safnað mottu og fengið vini, ættingja og annað gott fólk til þess að heita á sig við mottusöfnun sína. Magnús Sigurbjörnsson stóð uppi sem sigurvegari í keppninni í fyrra. Magnús ætlaði sér upphaflega að safna eitt hundrað þúsund krónum og var hann fljótur að ná því markmiði sínu. „Ég held að ég hafi náð hundrað þúsund krónum innan fyrsta sólarhringins minnir mig," segir Magnús sem safnaði tæpri milljón áður en yfir lauk. „Það var góð barátta á milli mín og þess sem hafnaði í öðru sæti á lokadegi keppninnar. Þetta var orðið einhvers konar samkeppni sem Krabbameinsfélagið þakkar örugglega pent fyrir. Allir voru að dæla í okkur peningum síðustu mínúturnar. Það var bara partur af þessu og skemmtilegt," segir Magnús. Krabbamein hefur snert fjölskyldu Magnúsar líkt og svo margra annarra. Það var ekki síst ástæðan fyrir því að Magnús sló til og hóf mottusöfnun. Fannst mottan "lúkka" helvíti vel„Ég vildi styðja við gott og mikilvægt málefni fyrst og fremst. Báðir foreldrar mínir voru greindir með krabbamein á þessum tíma," segir Magnús og hlær aðspurður hvernig mottann fari honum. „Já, mér fannst mottan lúkka helvíti vel," segir Magnús sem ætlar að skarta mottu áður en mánuðurinn er úti. Jafnvel strax eftir helgi. „Ég þarf að safna aðeins meira til þess að hún verði góð," segir Magnús sem verður 26 ára á árinu. Hann segist vera með ágætan skeggvöxt. „Hann leynir á sér. Með aldrinum hefur komið meira í andlitið á manni. Vöxturinn er orðinn talsvert betri." Verðlaunin algjört aukaatriðiLíkt og í ár eru vegleg verðlaun fyrir sigurvegara í Mottumars. Magnús fékk flugferð í verðlaun í fyrra en segir verðlaunin algjört aukaatriði. „Algjörlega. Ég vissi ekki einu sinni hvað ég átti að segja þegar einhverri flugferð var hent í mann. Það er algjört aukaatriði sem maður á ekkert að vera að hugsa um," segir Magnús. Honum finnst Mottumars tilvalið tækifæri til þess að sýna í verki stuðning við vini og ættingja sem glíma við krabbamein. „Mér finnst það að mörgu leyti. Að maður styðji við bakið á því fólki og öllum Íslendingum sem glíma við krabbamein. Það er eitt sem maður leit á í þessu ferli öllu," segir Magnús og hvetur karlmenn til dáða. „Ég segi við karlmenn í landinu að það sé um að gera að raka á sig mottu í einn mánuð, sýna smá lit og styðja við gott og mikilvægt málefni. " Rætt var við Magnús í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrir tæpu ári þegar ljóst var að hann hefði staðið uppi sem sigurvegari í keppninni. Viðtalið má sjá í spilaranum fyrir ofan. Fjölmargir hafa skráð sig til leiks í Mottumars á heimasíðu keppninnar, www.mottumars.is. Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Fleiri fréttir Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Sjá meira
Magnús Sigurbjörnsson, sigurvegari í Mottumars árið 2012, hvetur karlmenn til þess að sýna lit og ganga með mottu þennan óopinbera yfirvaraskeggsmánuð Íslendinga. Mottumars, árlegt átak Krabbameinsfélagsins, hófst í dag. Einstaklingar og fyrirtæki um allt land hafa frá árinu 2010 safnað mottu og fengið vini, ættingja og annað gott fólk til þess að heita á sig við mottusöfnun sína. Magnús Sigurbjörnsson stóð uppi sem sigurvegari í keppninni í fyrra. Magnús ætlaði sér upphaflega að safna eitt hundrað þúsund krónum og var hann fljótur að ná því markmiði sínu. „Ég held að ég hafi náð hundrað þúsund krónum innan fyrsta sólarhringins minnir mig," segir Magnús sem safnaði tæpri milljón áður en yfir lauk. „Það var góð barátta á milli mín og þess sem hafnaði í öðru sæti á lokadegi keppninnar. Þetta var orðið einhvers konar samkeppni sem Krabbameinsfélagið þakkar örugglega pent fyrir. Allir voru að dæla í okkur peningum síðustu mínúturnar. Það var bara partur af þessu og skemmtilegt," segir Magnús. Krabbamein hefur snert fjölskyldu Magnúsar líkt og svo margra annarra. Það var ekki síst ástæðan fyrir því að Magnús sló til og hóf mottusöfnun. Fannst mottan "lúkka" helvíti vel„Ég vildi styðja við gott og mikilvægt málefni fyrst og fremst. Báðir foreldrar mínir voru greindir með krabbamein á þessum tíma," segir Magnús og hlær aðspurður hvernig mottann fari honum. „Já, mér fannst mottan lúkka helvíti vel," segir Magnús sem ætlar að skarta mottu áður en mánuðurinn er úti. Jafnvel strax eftir helgi. „Ég þarf að safna aðeins meira til þess að hún verði góð," segir Magnús sem verður 26 ára á árinu. Hann segist vera með ágætan skeggvöxt. „Hann leynir á sér. Með aldrinum hefur komið meira í andlitið á manni. Vöxturinn er orðinn talsvert betri." Verðlaunin algjört aukaatriðiLíkt og í ár eru vegleg verðlaun fyrir sigurvegara í Mottumars. Magnús fékk flugferð í verðlaun í fyrra en segir verðlaunin algjört aukaatriði. „Algjörlega. Ég vissi ekki einu sinni hvað ég átti að segja þegar einhverri flugferð var hent í mann. Það er algjört aukaatriði sem maður á ekkert að vera að hugsa um," segir Magnús. Honum finnst Mottumars tilvalið tækifæri til þess að sýna í verki stuðning við vini og ættingja sem glíma við krabbamein. „Mér finnst það að mörgu leyti. Að maður styðji við bakið á því fólki og öllum Íslendingum sem glíma við krabbamein. Það er eitt sem maður leit á í þessu ferli öllu," segir Magnús og hvetur karlmenn til dáða. „Ég segi við karlmenn í landinu að það sé um að gera að raka á sig mottu í einn mánuð, sýna smá lit og styðja við gott og mikilvægt málefni. " Rætt var við Magnús í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrir tæpu ári þegar ljóst var að hann hefði staðið uppi sem sigurvegari í keppninni. Viðtalið má sjá í spilaranum fyrir ofan. Fjölmargir hafa skráð sig til leiks í Mottumars á heimasíðu keppninnar, www.mottumars.is.
Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Fleiri fréttir Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Sjá meira