Innlent

Davíð Þór vill embætti prests í Hafnarfirði

Ellefu sóttu um embætti prests í Hafnarfjarðarprestakalli, Kjalarnessprófastsdæmi. Frestur til að sækja um rann út þann 18. febrúar s.l. Embættið veitist frá 1. apríl 2013. Meðal þeirra sem sóttu um var guðfræðingurinn, grínistinn og rithöfundurinn Davíð Þór Jónsson. Þá vekur einnig athygli að sjö konur sækja um starfið á móti fjórum karlmönnum.

Umsækjendur eru:

Cand. theol. Arndís G. Bernharðsdóttir Linn

Sr. Bryndís Valbjarnardóttir

Cand. theol. Davíð Þór Jónsson

Cand. theol. Eva Björk Valdimarsdóttir

Sr. Gunnar Jóhannesson

Cand. theol. Jóhanna Erla Birgisdóttir

Sr. Jón Helgi Þórarinsson

Sr. Jóna Lovísa Jónsdóttir

Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir

Cand. theol. Sveinn Alfreðsson

Sr. Þórhildur Ólafs

Biskup Íslands skipar í embættið að fenginni umsögn valnefndar. Valnefnd skipa níu manns úr prestakallinu auk prófasts í Kjalarnessprófastsdæmi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×