Flestir treysta Sigmundi Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 1. mars 2013 18:59 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins er sá stjórnmálaleiðtogi sem menn treysta best til að leiða næstu ríkisstjórn. Í könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins sem gerð var í gær og í fyrradag spurðum við hverjum fólk treysti best til þess að leiða ríkisstjórn að loknum kosningum sem fram fara þann tuttugasta og sjöunda apríl. Árni Páll Árnason nýkjörinn formaður Samfylkingarinnar fær þrettán prósenta fylgi, Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðismanna mælist með nítján prósent, Guðmundur Steingrímsson Bjartri framtíð fær sjö prósent og Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstrihreyfingarinnar græns Framboðs nýtur trausts fimmtán prósenta aðspurða. Það er hinsvegar formaður Framsóknarflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sem nýtur mests stuðnings, en tuttugu og átta prósent þeirra sem afstöðu tóku. Hann er enn sterkari á landsbyggðini þar sem 40 prósent aðspurðra treysta honum best. Nokkrir aðrir stjórnmálamenn fengu síðan samtals átján prósent en flestir eru þó óákveðnir í þessum efnum, eða rúmur helmingur. Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur bendir á að ferill Sigmundar á formannsstóli sé athyglisverður. Hann hafi tekið við erfiðu búi og verið reynslulítill í pólitík.Sp. blm. En svo verða einskonar vatnaskil með Icesave, fyrir Sigmund og flokkinn? „Já, nákvæmlega. Sigmundur hefur verið kröftugur í umræðunni um efnahagsmál, fólk er örvæntingarfullt og er að leita að þeim sem virðist hafa lausnirnar." Og það er ekki bara að Sigmundur sé á flugi, flokkurinn hans hefur einnig sjaldan mælst hærri í könnunum. Könnun náði einnig til fylgi flokka eins og greint var frá í Fréttablaðinu í morgun. Bjartri framtíð fatast eilítið flugið í henni miðað við síðustu kannanir og mælist með 8,7 prósent. Framsóknarmenn undir forystu Sigmundar fengju hinsvegar 26,1 prósent ef þetta yrðu niðurstöður næstu kosninga. Sjálstæðisflokkurinn er enn sem fyrr stærsti flokkurinn en fylgið dalar þó þrátt fyrir nýafstaðinn landsfund og mælist hann með 29 prósent. Samfylkingin fengi 12,8 prósent og VG hækkar sig frá síðustu könnun og mælist með 11,8 prósent. Sigmundur Davíð segir að könnunum eigi ávallt að taka með fyrirvara. „En þetta er góð hvatning vegna þess að þetta gefur að minnsta kosti vísbendingu um að hægt sé að ná tölverðum árangri í næstu kosningum, nægum árangri til þess að það sé hægt að hafa áhrif eftir kosningarnar," segir Sigmundur. Sigmundur er sammála Stefaníu um að Icesavedómurinn hafi breytt miklu fyrir flokkinn. Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Fleiri fréttir Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins er sá stjórnmálaleiðtogi sem menn treysta best til að leiða næstu ríkisstjórn. Í könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins sem gerð var í gær og í fyrradag spurðum við hverjum fólk treysti best til þess að leiða ríkisstjórn að loknum kosningum sem fram fara þann tuttugasta og sjöunda apríl. Árni Páll Árnason nýkjörinn formaður Samfylkingarinnar fær þrettán prósenta fylgi, Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðismanna mælist með nítján prósent, Guðmundur Steingrímsson Bjartri framtíð fær sjö prósent og Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstrihreyfingarinnar græns Framboðs nýtur trausts fimmtán prósenta aðspurða. Það er hinsvegar formaður Framsóknarflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sem nýtur mests stuðnings, en tuttugu og átta prósent þeirra sem afstöðu tóku. Hann er enn sterkari á landsbyggðini þar sem 40 prósent aðspurðra treysta honum best. Nokkrir aðrir stjórnmálamenn fengu síðan samtals átján prósent en flestir eru þó óákveðnir í þessum efnum, eða rúmur helmingur. Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur bendir á að ferill Sigmundar á formannsstóli sé athyglisverður. Hann hafi tekið við erfiðu búi og verið reynslulítill í pólitík.Sp. blm. En svo verða einskonar vatnaskil með Icesave, fyrir Sigmund og flokkinn? „Já, nákvæmlega. Sigmundur hefur verið kröftugur í umræðunni um efnahagsmál, fólk er örvæntingarfullt og er að leita að þeim sem virðist hafa lausnirnar." Og það er ekki bara að Sigmundur sé á flugi, flokkurinn hans hefur einnig sjaldan mælst hærri í könnunum. Könnun náði einnig til fylgi flokka eins og greint var frá í Fréttablaðinu í morgun. Bjartri framtíð fatast eilítið flugið í henni miðað við síðustu kannanir og mælist með 8,7 prósent. Framsóknarmenn undir forystu Sigmundar fengju hinsvegar 26,1 prósent ef þetta yrðu niðurstöður næstu kosninga. Sjálstæðisflokkurinn er enn sem fyrr stærsti flokkurinn en fylgið dalar þó þrátt fyrir nýafstaðinn landsfund og mælist hann með 29 prósent. Samfylkingin fengi 12,8 prósent og VG hækkar sig frá síðustu könnun og mælist með 11,8 prósent. Sigmundur Davíð segir að könnunum eigi ávallt að taka með fyrirvara. „En þetta er góð hvatning vegna þess að þetta gefur að minnsta kosti vísbendingu um að hægt sé að ná tölverðum árangri í næstu kosningum, nægum árangri til þess að það sé hægt að hafa áhrif eftir kosningarnar," segir Sigmundur. Sigmundur er sammála Stefaníu um að Icesavedómurinn hafi breytt miklu fyrir flokkinn.
Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Fleiri fréttir Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Sjá meira