Endurreisnarstjórnin er komin á slysstað Helgi Magnússon skrifar 8. júní 2013 06:00 Það var ekki mikil reisn yfir Jóhönnu Sigurðardóttur þegar hún kvaddi forsætisráðuneytið á dögunum og hafði það helst að segja á lokastundinni að ný ríkisstjórn „tæki við góðu búi.“ Það er ekki einu sinni hægt að reiðast yfir tilraunum hennar til blekkinga enda eru landsmenn nýbúnir að kveða upp sinn dóm. Þeir sáu í gegnum skipulegan áróður fráfarandi ríkisstjórnar sem reyndi að halda því fram að hér væri allt í býsna góðu standi og að vel hefði tekist til um landsstjórnina síðustu fjögur árin. Landsmenn vita betur og þeir svöruðu með sínum hætti í kosningunum þann 27. apríl sl. og veittu fyrrverandi ríkisstjórn mestu ráðningu sem nokkur ríkisstjórn hefur hlotið á Vesturlöndum frá stríðslokum – eða í nær 70 ár. Þetta „góða bú“ sem Jóhanna talaði um var hálfgert þrotabú sem varð til af mannavöldum vegna rangrar efnahagsstefnu stjórnvalda. Steingrímur Sigfússon heldur því enn þá fram að í útlöndum fái efnahagsstefna hans og Jóhönnu háa einkunn, þó svo landsmenn hafi gefið þeim falleinkunn í síðustu kosningum.Við erum þolendurnir Þeir útlendingar sem kunna að hafa gefið þeim góðan vitnisburð hafa að sönnu ekki verið þolendur rangra ákvarðana fyrri stjórnar eins og við sem búum hér á landi og höfum mátt láta mistökin yfir okkur ganga. Enda var það í okkar verkahring en ekki þeirra að gefa þá einu einkunn sem gildir nú. Hún var birt á kjördag og reyndist vera falleinkunn. Sagan mun dæma verk síðustu ríkisstjórnar. Ljóst er að fyrrverandi ráðherrar kvíða þeim dómi og er það að vonum. Þeir og ýmsir fallnir og fyrrverandi þingmenn hafa hamast við að reyna að fegra myndina. En það mun engu breyta. Staðreyndir tala sínu máli. Engu að síður er full ástæða fyrir núverandi stjórnarflokka að láta áróðurinn ekki trufla þau mikilvægu verk sem nú eru fram undan. Leyfið Samfylkingu og Vinstri grænum að sleikja sár sín í friði enda er það mikið verk. Leyfið þeim þó ekki að falsa söguna. Horfið fram á veginn og takið til óspilltra mála. Það þarf að vinna hratt og markvisst að því að hrinda hér í framkvæmd efnahagsstefnu sem gagnast atvinnulífinu og öllum landsmönnum. Við megum engan tíma missa, við misstum svo mikinn tíma á síðasta kjörtímabili. Vinstri stjórnin var slys Ferill síðustu ríkisstjórnar var slys. Nú er björgunarliðið komið á slysstað og þá verður að láta hendur standa fram úr ermum. Fyrir liggur að hagvöxtur í landinu er alltof lágur og minni en haldið hefur verið fram. Fjárfestingar eru í sögulegu lágmarki þegar litið er yfir 70 ára tímabil. Atvinnuleysi er enn þá þannig að Íslendingar eiga ekki að venjast slíku og sætta sig ekki við það þó svo aðrar þjóðir hafi mátt búa við mikið atvinnuleysi í gegnum tíðina. Það leysir ekki neinn vanda fyrir okkur. Skattpíningarstefna vinstri stjórnarinnar hefur dregið mátt úr fólki og fyrirtækjum. Af þeirri leið verður að snúa eins hratt og kostur er. Við höfum misst þúsundir Íslendinga úr landi vegna þess að fólk fékk ekki viðfangsefni við hæfi og skorti trú á framhaldið. Það verður að skapa þau skilyrði að fólkið snúi til baka. Fyrri stjórn stóð í illdeilum við heilar atvinnugreinar og hamlaði uppbyggingu í sjávarútvegi og orkufrekum iðnaði. Þeirri þróun verður að snúa við þegar í stað.Verk að vinna Endurreisn er helsta viðfangsefni nýrrar stjórnar. Hún þarf að endurreisa traust gagnvart aðilum vinnumarkaðarins sem gáfust upp á samstarfi við fyrri ríkisstjórn eftir ítrekuð svik við þá. Það gilti jafnt um launþegahreyfinguna og vinnuveitendur. Það þarf að endurreisa tiltrú á okkur sem þjóð erlendis. Það þarf að endurreisa trú fólks á framtíð þjóðarinnar enda eru tækifærin næg. Það þarf að endurreisa framkvæmdavilja fólks og fyrirtækja. Erfiðasta verkefnið verður þó að endurreisa virðingu Alþingis og trú á getu stjórnmálamanna til að leiða þjóðina fram á veginn. Það er verkefni sem snýr að öllum þingflokkum. Vonandi sýna þeir því allir skilning og vilja í verki. Forystumenn flokkanna töluðu allir um það fyrir kosningar að nauðsyn væri að breyta vinnubrögðum og andrúmslofti í þinginu og almennt á vettvangi stjórnmála hér á landi. Það þarf að komast út úr sjálfheldu haturs- og hefndarstjórnmála enda eru margir þeirra sem mest lögðu af mörkum til þeirra í síðasta kjörtímabili horfnir af þingi. Nú er lag að breyta um stefnu. Nú er lag að hefja allsherjarendurreisn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Það var ekki mikil reisn yfir Jóhönnu Sigurðardóttur þegar hún kvaddi forsætisráðuneytið á dögunum og hafði það helst að segja á lokastundinni að ný ríkisstjórn „tæki við góðu búi.“ Það er ekki einu sinni hægt að reiðast yfir tilraunum hennar til blekkinga enda eru landsmenn nýbúnir að kveða upp sinn dóm. Þeir sáu í gegnum skipulegan áróður fráfarandi ríkisstjórnar sem reyndi að halda því fram að hér væri allt í býsna góðu standi og að vel hefði tekist til um landsstjórnina síðustu fjögur árin. Landsmenn vita betur og þeir svöruðu með sínum hætti í kosningunum þann 27. apríl sl. og veittu fyrrverandi ríkisstjórn mestu ráðningu sem nokkur ríkisstjórn hefur hlotið á Vesturlöndum frá stríðslokum – eða í nær 70 ár. Þetta „góða bú“ sem Jóhanna talaði um var hálfgert þrotabú sem varð til af mannavöldum vegna rangrar efnahagsstefnu stjórnvalda. Steingrímur Sigfússon heldur því enn þá fram að í útlöndum fái efnahagsstefna hans og Jóhönnu háa einkunn, þó svo landsmenn hafi gefið þeim falleinkunn í síðustu kosningum.Við erum þolendurnir Þeir útlendingar sem kunna að hafa gefið þeim góðan vitnisburð hafa að sönnu ekki verið þolendur rangra ákvarðana fyrri stjórnar eins og við sem búum hér á landi og höfum mátt láta mistökin yfir okkur ganga. Enda var það í okkar verkahring en ekki þeirra að gefa þá einu einkunn sem gildir nú. Hún var birt á kjördag og reyndist vera falleinkunn. Sagan mun dæma verk síðustu ríkisstjórnar. Ljóst er að fyrrverandi ráðherrar kvíða þeim dómi og er það að vonum. Þeir og ýmsir fallnir og fyrrverandi þingmenn hafa hamast við að reyna að fegra myndina. En það mun engu breyta. Staðreyndir tala sínu máli. Engu að síður er full ástæða fyrir núverandi stjórnarflokka að láta áróðurinn ekki trufla þau mikilvægu verk sem nú eru fram undan. Leyfið Samfylkingu og Vinstri grænum að sleikja sár sín í friði enda er það mikið verk. Leyfið þeim þó ekki að falsa söguna. Horfið fram á veginn og takið til óspilltra mála. Það þarf að vinna hratt og markvisst að því að hrinda hér í framkvæmd efnahagsstefnu sem gagnast atvinnulífinu og öllum landsmönnum. Við megum engan tíma missa, við misstum svo mikinn tíma á síðasta kjörtímabili. Vinstri stjórnin var slys Ferill síðustu ríkisstjórnar var slys. Nú er björgunarliðið komið á slysstað og þá verður að láta hendur standa fram úr ermum. Fyrir liggur að hagvöxtur í landinu er alltof lágur og minni en haldið hefur verið fram. Fjárfestingar eru í sögulegu lágmarki þegar litið er yfir 70 ára tímabil. Atvinnuleysi er enn þá þannig að Íslendingar eiga ekki að venjast slíku og sætta sig ekki við það þó svo aðrar þjóðir hafi mátt búa við mikið atvinnuleysi í gegnum tíðina. Það leysir ekki neinn vanda fyrir okkur. Skattpíningarstefna vinstri stjórnarinnar hefur dregið mátt úr fólki og fyrirtækjum. Af þeirri leið verður að snúa eins hratt og kostur er. Við höfum misst þúsundir Íslendinga úr landi vegna þess að fólk fékk ekki viðfangsefni við hæfi og skorti trú á framhaldið. Það verður að skapa þau skilyrði að fólkið snúi til baka. Fyrri stjórn stóð í illdeilum við heilar atvinnugreinar og hamlaði uppbyggingu í sjávarútvegi og orkufrekum iðnaði. Þeirri þróun verður að snúa við þegar í stað.Verk að vinna Endurreisn er helsta viðfangsefni nýrrar stjórnar. Hún þarf að endurreisa traust gagnvart aðilum vinnumarkaðarins sem gáfust upp á samstarfi við fyrri ríkisstjórn eftir ítrekuð svik við þá. Það gilti jafnt um launþegahreyfinguna og vinnuveitendur. Það þarf að endurreisa tiltrú á okkur sem þjóð erlendis. Það þarf að endurreisa trú fólks á framtíð þjóðarinnar enda eru tækifærin næg. Það þarf að endurreisa framkvæmdavilja fólks og fyrirtækja. Erfiðasta verkefnið verður þó að endurreisa virðingu Alþingis og trú á getu stjórnmálamanna til að leiða þjóðina fram á veginn. Það er verkefni sem snýr að öllum þingflokkum. Vonandi sýna þeir því allir skilning og vilja í verki. Forystumenn flokkanna töluðu allir um það fyrir kosningar að nauðsyn væri að breyta vinnubrögðum og andrúmslofti í þinginu og almennt á vettvangi stjórnmála hér á landi. Það þarf að komast út úr sjálfheldu haturs- og hefndarstjórnmála enda eru margir þeirra sem mest lögðu af mörkum til þeirra í síðasta kjörtímabili horfnir af þingi. Nú er lag að breyta um stefnu. Nú er lag að hefja allsherjarendurreisn.
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun