Dubai lögreglan fær Bugatti Veyron Finnur Thorlacius skrifar 20. maí 2013 11:11 Nú ætti að vera orðið ljóst að ekki er hægt að stinga af lögregluna í Dubai. Það dugði henni ekki að vera á Aston Martin One-77, Ferrari FF, Lamborghini Aventador, Bentley Continental GT og Mercedes Benz SLS. Auðvitað varð að fá henni hraðskreiðasta fjöldaframleidda bíl í heimi, Bugatti Veyron. Annað væri nú fásinna. Bíllinn hefur fengið viðeigandi útlit lögreglubíla þar, en satt að segja tekur bíllinn sig ekki sérlega vel út þannig. Vel má velta fyrir sér hvort boruð hafa verið göt á koltrefjaþak bílsins til að festa lögregluljósin, eða önnur gáfulegri aðferð notuð til þess. Nú má ætla að lögreglan í Dubai sé orðin fullbúin af hraðskreiðum bílum, en þó er lengi von á einni vitleysunni enn frá þeim bænum. Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent
Nú ætti að vera orðið ljóst að ekki er hægt að stinga af lögregluna í Dubai. Það dugði henni ekki að vera á Aston Martin One-77, Ferrari FF, Lamborghini Aventador, Bentley Continental GT og Mercedes Benz SLS. Auðvitað varð að fá henni hraðskreiðasta fjöldaframleidda bíl í heimi, Bugatti Veyron. Annað væri nú fásinna. Bíllinn hefur fengið viðeigandi útlit lögreglubíla þar, en satt að segja tekur bíllinn sig ekki sérlega vel út þannig. Vel má velta fyrir sér hvort boruð hafa verið göt á koltrefjaþak bílsins til að festa lögregluljósin, eða önnur gáfulegri aðferð notuð til þess. Nú má ætla að lögreglan í Dubai sé orðin fullbúin af hraðskreiðum bílum, en þó er lengi von á einni vitleysunni enn frá þeim bænum.
Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent