Samvinna í gegnum Skype og Dropbox Sara McMahon skrifar 16. janúar 2013 07:00 Frumraun Kari Óskar Grétudóttur og Kristínar Eiríksdóttur í leikritun verður sett á svið í Kassanum í vor. fréttablaðið/anton brink „Við höfum verið vinkonur frá fjórtán ára aldri en höfum ekki unnið saman áður, þetta lá því beint við. Samvinnan gekk ljómandi vel og fór að mestu í gegnum Skype og Dropbox því Stína var að ferðast um Asíu en ég var heima. Við unnum þetta bæði saman og hvor í sínu lagi og sendum þá einstaka kafla á milli í pósti," segir Kari Ósk Grétudóttir sem skrifaði leikverkið Karma fyrir fugla ásamt Kristínu Eiríksdóttur. Verkið verður frumsýnt í Kassa Þjóðleikhússins þann 1. mars. Kari og Kristín eru báðar myndlistarmenntaðar og er þetta þeirra fyrsta leikverk. Kristín er þó ekki ókunnug ritlistinni því hún sendi frá sér skáldsöguna Hvítfeld, fjölskyldusaga fyrir jól og hefur áður skrifað smásögur og ljóð. Karma fyrir fugla fjallar um afleiðingar ofbeldis og heljartök fortíðarinnar á sálina. Kari lýsir verkinu sem afleiðinga- og áfallasögu og segir umfjöllunarefnið vera þeim stöllum hugleikið. „Við höfðum skrifað annað leikverk áður sem var nokkurs konar fjölskyldusaga. Kjarninn í því verki var notaður í Karma fyrir fugla. Umfjöllunarefnið hefur brunnið á okkur báðum mjög lengi og okkur fannst ekki annað hægt en að verkið fjallaði einmitt um þetta." Eins og áður hefur komið fram er þetta frumraun vinkvennanna í leikritun en að sögn Kari reyndist verkefnið þeim auðvelt þrátt fyrir reynsluleysið. „Þetta kom nokkuð auðveldlega um leið og við vorum byrjaðar. Kannski vorum við svona djarfar því við vorum ekki með neina pressu á okkur. Við lásum eitthvað af leikverkum áður en við byrjuðum og lögðumst í mikla heimildavinnu en við tókum engan krasskúrs í leikritun." Kari og Kristín hafa unnið náið með leikstjóra verksins, Kristínu Jóhannesdóttur, við uppsetningu þess. „Við funduðum stíft með leikstjóranum og sviðsmynda- og búningahönnuðinum og analíseruðum verkið í þaula með leikurunum. Við fengum þó ekki að koma nálægt leikaravalinu, leikstjórinn sá alfarið um það," segir hún og hlær. Þegar Kari er að lokum innt eftir því hvort þær stöllur ætli sér að vinna áfram saman svarar hún játandi. „Við höfum ekki fengið nóg hvor af annarri enn þá og það er ýmislegt í pípunum hjá okkur þó ekkert sé enn ákveðið," segir hún að lokum. Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Fleiri fréttir „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Sjá meira
„Við höfum verið vinkonur frá fjórtán ára aldri en höfum ekki unnið saman áður, þetta lá því beint við. Samvinnan gekk ljómandi vel og fór að mestu í gegnum Skype og Dropbox því Stína var að ferðast um Asíu en ég var heima. Við unnum þetta bæði saman og hvor í sínu lagi og sendum þá einstaka kafla á milli í pósti," segir Kari Ósk Grétudóttir sem skrifaði leikverkið Karma fyrir fugla ásamt Kristínu Eiríksdóttur. Verkið verður frumsýnt í Kassa Þjóðleikhússins þann 1. mars. Kari og Kristín eru báðar myndlistarmenntaðar og er þetta þeirra fyrsta leikverk. Kristín er þó ekki ókunnug ritlistinni því hún sendi frá sér skáldsöguna Hvítfeld, fjölskyldusaga fyrir jól og hefur áður skrifað smásögur og ljóð. Karma fyrir fugla fjallar um afleiðingar ofbeldis og heljartök fortíðarinnar á sálina. Kari lýsir verkinu sem afleiðinga- og áfallasögu og segir umfjöllunarefnið vera þeim stöllum hugleikið. „Við höfðum skrifað annað leikverk áður sem var nokkurs konar fjölskyldusaga. Kjarninn í því verki var notaður í Karma fyrir fugla. Umfjöllunarefnið hefur brunnið á okkur báðum mjög lengi og okkur fannst ekki annað hægt en að verkið fjallaði einmitt um þetta." Eins og áður hefur komið fram er þetta frumraun vinkvennanna í leikritun en að sögn Kari reyndist verkefnið þeim auðvelt þrátt fyrir reynsluleysið. „Þetta kom nokkuð auðveldlega um leið og við vorum byrjaðar. Kannski vorum við svona djarfar því við vorum ekki með neina pressu á okkur. Við lásum eitthvað af leikverkum áður en við byrjuðum og lögðumst í mikla heimildavinnu en við tókum engan krasskúrs í leikritun." Kari og Kristín hafa unnið náið með leikstjóra verksins, Kristínu Jóhannesdóttur, við uppsetningu þess. „Við funduðum stíft með leikstjóranum og sviðsmynda- og búningahönnuðinum og analíseruðum verkið í þaula með leikurunum. Við fengum þó ekki að koma nálægt leikaravalinu, leikstjórinn sá alfarið um það," segir hún og hlær. Þegar Kari er að lokum innt eftir því hvort þær stöllur ætli sér að vinna áfram saman svarar hún játandi. „Við höfum ekki fengið nóg hvor af annarri enn þá og það er ýmislegt í pípunum hjá okkur þó ekkert sé enn ákveðið," segir hún að lokum.
Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Fleiri fréttir „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Sjá meira