Samvinna í gegnum Skype og Dropbox Sara McMahon skrifar 16. janúar 2013 07:00 Frumraun Kari Óskar Grétudóttur og Kristínar Eiríksdóttur í leikritun verður sett á svið í Kassanum í vor. fréttablaðið/anton brink „Við höfum verið vinkonur frá fjórtán ára aldri en höfum ekki unnið saman áður, þetta lá því beint við. Samvinnan gekk ljómandi vel og fór að mestu í gegnum Skype og Dropbox því Stína var að ferðast um Asíu en ég var heima. Við unnum þetta bæði saman og hvor í sínu lagi og sendum þá einstaka kafla á milli í pósti," segir Kari Ósk Grétudóttir sem skrifaði leikverkið Karma fyrir fugla ásamt Kristínu Eiríksdóttur. Verkið verður frumsýnt í Kassa Þjóðleikhússins þann 1. mars. Kari og Kristín eru báðar myndlistarmenntaðar og er þetta þeirra fyrsta leikverk. Kristín er þó ekki ókunnug ritlistinni því hún sendi frá sér skáldsöguna Hvítfeld, fjölskyldusaga fyrir jól og hefur áður skrifað smásögur og ljóð. Karma fyrir fugla fjallar um afleiðingar ofbeldis og heljartök fortíðarinnar á sálina. Kari lýsir verkinu sem afleiðinga- og áfallasögu og segir umfjöllunarefnið vera þeim stöllum hugleikið. „Við höfðum skrifað annað leikverk áður sem var nokkurs konar fjölskyldusaga. Kjarninn í því verki var notaður í Karma fyrir fugla. Umfjöllunarefnið hefur brunnið á okkur báðum mjög lengi og okkur fannst ekki annað hægt en að verkið fjallaði einmitt um þetta." Eins og áður hefur komið fram er þetta frumraun vinkvennanna í leikritun en að sögn Kari reyndist verkefnið þeim auðvelt þrátt fyrir reynsluleysið. „Þetta kom nokkuð auðveldlega um leið og við vorum byrjaðar. Kannski vorum við svona djarfar því við vorum ekki með neina pressu á okkur. Við lásum eitthvað af leikverkum áður en við byrjuðum og lögðumst í mikla heimildavinnu en við tókum engan krasskúrs í leikritun." Kari og Kristín hafa unnið náið með leikstjóra verksins, Kristínu Jóhannesdóttur, við uppsetningu þess. „Við funduðum stíft með leikstjóranum og sviðsmynda- og búningahönnuðinum og analíseruðum verkið í þaula með leikurunum. Við fengum þó ekki að koma nálægt leikaravalinu, leikstjórinn sá alfarið um það," segir hún og hlær. Þegar Kari er að lokum innt eftir því hvort þær stöllur ætli sér að vinna áfram saman svarar hún játandi. „Við höfum ekki fengið nóg hvor af annarri enn þá og það er ýmislegt í pípunum hjá okkur þó ekkert sé enn ákveðið," segir hún að lokum. Mest lesið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Sjá meira
„Við höfum verið vinkonur frá fjórtán ára aldri en höfum ekki unnið saman áður, þetta lá því beint við. Samvinnan gekk ljómandi vel og fór að mestu í gegnum Skype og Dropbox því Stína var að ferðast um Asíu en ég var heima. Við unnum þetta bæði saman og hvor í sínu lagi og sendum þá einstaka kafla á milli í pósti," segir Kari Ósk Grétudóttir sem skrifaði leikverkið Karma fyrir fugla ásamt Kristínu Eiríksdóttur. Verkið verður frumsýnt í Kassa Þjóðleikhússins þann 1. mars. Kari og Kristín eru báðar myndlistarmenntaðar og er þetta þeirra fyrsta leikverk. Kristín er þó ekki ókunnug ritlistinni því hún sendi frá sér skáldsöguna Hvítfeld, fjölskyldusaga fyrir jól og hefur áður skrifað smásögur og ljóð. Karma fyrir fugla fjallar um afleiðingar ofbeldis og heljartök fortíðarinnar á sálina. Kari lýsir verkinu sem afleiðinga- og áfallasögu og segir umfjöllunarefnið vera þeim stöllum hugleikið. „Við höfðum skrifað annað leikverk áður sem var nokkurs konar fjölskyldusaga. Kjarninn í því verki var notaður í Karma fyrir fugla. Umfjöllunarefnið hefur brunnið á okkur báðum mjög lengi og okkur fannst ekki annað hægt en að verkið fjallaði einmitt um þetta." Eins og áður hefur komið fram er þetta frumraun vinkvennanna í leikritun en að sögn Kari reyndist verkefnið þeim auðvelt þrátt fyrir reynsluleysið. „Þetta kom nokkuð auðveldlega um leið og við vorum byrjaðar. Kannski vorum við svona djarfar því við vorum ekki með neina pressu á okkur. Við lásum eitthvað af leikverkum áður en við byrjuðum og lögðumst í mikla heimildavinnu en við tókum engan krasskúrs í leikritun." Kari og Kristín hafa unnið náið með leikstjóra verksins, Kristínu Jóhannesdóttur, við uppsetningu þess. „Við funduðum stíft með leikstjóranum og sviðsmynda- og búningahönnuðinum og analíseruðum verkið í þaula með leikurunum. Við fengum þó ekki að koma nálægt leikaravalinu, leikstjórinn sá alfarið um það," segir hún og hlær. Þegar Kari er að lokum innt eftir því hvort þær stöllur ætli sér að vinna áfram saman svarar hún játandi. „Við höfum ekki fengið nóg hvor af annarri enn þá og það er ýmislegt í pípunum hjá okkur þó ekkert sé enn ákveðið," segir hún að lokum.
Mest lesið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Sjá meira