Innlent

HR fær 230 milljóna styrk frá ESB

Rannsóknarmiðstöð Háskólans Í Reykjavík í nýsköpun og frumkvöðlafræðum hefur hlotið 230 milljóna króna styrk frá Evrópusambandinu. Þetta kemur fram á heimasíðu HR.

Styrkurinn kemur úr sjöundu rammaáætlun Evrópusambandsins og er hluti áætlunar sem styður sérstaklega við samstarf háskóla og atvinnulífs. Dr. Marina Candi, dósent við viðskiptadeild HR, leiðir verkefnið sem er til fjögurra ára.

Styrkurinn er veittur til rannsókna á því hvernig lítil og meðalstór fyrirtæki í skapandi atvinnugreinum geta endurbætt viðskiptalíkön sín til að auka árangur sinn í breyttu umhverfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×