Innlent

Hjúkrunarfræðingar flýja þrjú svið Landspítalans

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Barnaspítalinn verður illa leikinn ef uppsagnirnar ná fram að ganga.
Barnaspítalinn verður illa leikinn ef uppsagnirnar ná fram að ganga.
Uppsagnir hjúkrunarfræðinga á Landspítalanum einskorðast við þrjú svið spítalans. Þar er um að ræða skurðlækningasvið, lyflækningasvið og kvenna- og barnasvið.

Eins og fram hefur komið hafa 280 hjúkrunarfræðingar sagt upp störfum af þeim 752 sem þar starfa. Það eru um 37% af heildarfjölda hjúkrunarfræðinga á Landspítalanum. Flestar uppsagnirnar eru á skurðlækningasviði en þar hafa 168 af þeim 398 hjúkrunarfræðingum sem þar starfa, sagt upp störfum. Það er um 42% af starfandi hjukrunarfræðingum á sviðinu.

Á lyflækningasviði hafa 83 af 442 hjúkrunarfræðingum sagt upp störfum, eða 19% af starfandi hjúkrunarfræðingum á sviðinu. Á kvenna og barnasviði hafa 29 af 170 hjúkrunarfræðingum sagt upp, eða um 17% af starfandi hjúkrunarfræðingum á sviðinu.

Á bráðasviði og á geðsviði hafa engir hjúkrunarfræðingar sagt upp störfum.

Eins og fram hefur komið taka flestar uppsagnir gildi þann 1. mars næstkomandi.

Svona skiptast uppsagnirnar á svið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×