Lifandi tunga, lifandi málfræði Gyða Erlingsdóttir og Hjördís Alda Hreiðarsdóttir og Þorsteinn Surmeli skrifa 28. júní 2013 06:00 Svo virðist sem hugtakið málfræði hafi fengið nokkuð neikvæða merkingu í hugum málnotenda. Margir tengja hana við utanbókarlærdóm, eyðufyllingar og tilgangsleysið sem þeir upplifðu þegar þeir sátu á skólabekk og reyndu með misgóðum árangri að skilja muninn á þáskildagatíð og núskildagatíð, viðurlögum og einkunnum. Efnið sem nemendur læra á grunnskólagöngu sinni er síðan að miklu leyti endurtekið í fyrstu íslenskuáföngum framhaldsskóla. Það er þá ekki úr vegi að spyrja sig: Hvers vegna eyðum við dýrmætum kennslustundum í framhaldsskóla í að kenna þessi hugtök ef nemendur hafa þegar lært þau? Margar raddir hafa einmitt heyrst um að kennarar eyði of miklu púðri í þurra málfræðikennslu þegar hægt væri að verja tímanum í kennslu bókmennta og virðist sú skoðun líka nokkuð útbreidd meðal íslenskukennara. Hugsanleg skýring á skiptum skoðunum um mikilvægi málfræðikennslu er sá ólíki og oft afmarkaði skilningur sem gjarnan er lagður í hugtakið málfræði. En málfræðin er svo miklu meira en bara fallbeyging, viðtengingarháttur, ég hlakka og mig langar. Undir hatt málfræðinnar falla líka viðfangsefni eins og máltaka barna, mál beggja kynja, slangur, nýyrði, orðræðugreining, málbreytingar, staðbundnar mállýskur og félagsleg málbrigði. Í þessum viðfangsefnum birtist einmitt fjölbreytileiki tungumálsins sem gerir það jafnlifandi og raun ber vitni en af einhverjum ástæðum virðast þó hefðbundin málfræðiverkefni frekar rata inn í kennslustofuna. Með því að fjalla um málfræði í stærra samhengi í móðurmálskennslu í framhaldsskólum fengju nemendur tækifæri til að kynnast tungumálinu enn betur og hagnýta hefðbundinn málfræðilærdóm. Það gætu þeir t.d. gert með því að rannsaka og lýsa eigin tungumáli með þeim hugtökum sem þeir hafa tileinkað sér. Því má líkja við að eftir að nemendur hafa lært hvað plús og mínus táknar í stærðfræði æfa þeir sig í að leggja saman og draga frá. Höfundar vilja því nota þennan vettvang til að breiða út fagnaðarerindið: Málfræði er ekki bara stagl og eyðufyllingar og tilbúnar setningar í kennslubókum. Hún fjallar um tungumálið eins og það leggur sig og býr í öllu sem málnotendur mæla og rita á degi hverjum. Mikilvægt er að móðurmálskennarar veki athygli nemenda á því hversu breitt svið málfræðin nær yfir og glæði áhuga þeirra á fjölmörgum möguleikum greinarinnar. Beina þarf sjónum að virkni tungumálsins, en ekki einungis formi þess, með því að nálgast viðfangsefnið á nýjan hátt. Þannig gerum við málfræði að jafnlifandi námsgrein og viðfangsefni hennar, hin lifandi tunga, er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Svo virðist sem hugtakið málfræði hafi fengið nokkuð neikvæða merkingu í hugum málnotenda. Margir tengja hana við utanbókarlærdóm, eyðufyllingar og tilgangsleysið sem þeir upplifðu þegar þeir sátu á skólabekk og reyndu með misgóðum árangri að skilja muninn á þáskildagatíð og núskildagatíð, viðurlögum og einkunnum. Efnið sem nemendur læra á grunnskólagöngu sinni er síðan að miklu leyti endurtekið í fyrstu íslenskuáföngum framhaldsskóla. Það er þá ekki úr vegi að spyrja sig: Hvers vegna eyðum við dýrmætum kennslustundum í framhaldsskóla í að kenna þessi hugtök ef nemendur hafa þegar lært þau? Margar raddir hafa einmitt heyrst um að kennarar eyði of miklu púðri í þurra málfræðikennslu þegar hægt væri að verja tímanum í kennslu bókmennta og virðist sú skoðun líka nokkuð útbreidd meðal íslenskukennara. Hugsanleg skýring á skiptum skoðunum um mikilvægi málfræðikennslu er sá ólíki og oft afmarkaði skilningur sem gjarnan er lagður í hugtakið málfræði. En málfræðin er svo miklu meira en bara fallbeyging, viðtengingarháttur, ég hlakka og mig langar. Undir hatt málfræðinnar falla líka viðfangsefni eins og máltaka barna, mál beggja kynja, slangur, nýyrði, orðræðugreining, málbreytingar, staðbundnar mállýskur og félagsleg málbrigði. Í þessum viðfangsefnum birtist einmitt fjölbreytileiki tungumálsins sem gerir það jafnlifandi og raun ber vitni en af einhverjum ástæðum virðast þó hefðbundin málfræðiverkefni frekar rata inn í kennslustofuna. Með því að fjalla um málfræði í stærra samhengi í móðurmálskennslu í framhaldsskólum fengju nemendur tækifæri til að kynnast tungumálinu enn betur og hagnýta hefðbundinn málfræðilærdóm. Það gætu þeir t.d. gert með því að rannsaka og lýsa eigin tungumáli með þeim hugtökum sem þeir hafa tileinkað sér. Því má líkja við að eftir að nemendur hafa lært hvað plús og mínus táknar í stærðfræði æfa þeir sig í að leggja saman og draga frá. Höfundar vilja því nota þennan vettvang til að breiða út fagnaðarerindið: Málfræði er ekki bara stagl og eyðufyllingar og tilbúnar setningar í kennslubókum. Hún fjallar um tungumálið eins og það leggur sig og býr í öllu sem málnotendur mæla og rita á degi hverjum. Mikilvægt er að móðurmálskennarar veki athygli nemenda á því hversu breitt svið málfræðin nær yfir og glæði áhuga þeirra á fjölmörgum möguleikum greinarinnar. Beina þarf sjónum að virkni tungumálsins, en ekki einungis formi þess, með því að nálgast viðfangsefnið á nýjan hátt. Þannig gerum við málfræði að jafnlifandi námsgrein og viðfangsefni hennar, hin lifandi tunga, er.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun