Í samtali við Fréttablaðið lýsti kona, sem vildi ekki láta nafns síns getið, áhyggjum sínum yfir málinu, en hún og maðurinn hennar urðu fyrir því að brotist var inn í verkfærageymslu þeirra og ýmsu stolið. Þar voru dýr verkfæri og fáir eiga eins. Þannig fór ekki á milli mála þegar konan sá hluta verkfæranna til sölu á söluvefnum bland.is að um þeirra eigur væri að ræða.
Þegar þau leituðu til lögreglu með málið var þeim sagt að bland.is gæfi ekkert upp um notandann og að þau þyrftu dómsúrskurð til þess að nálgast slíkar upplýsingar. Slíkt getur tekið langan tíma.
Notandinn hafði stofnað reikning á bland.is stuttu áður en auglýsingin með þýfinu hafði verið sett inn. Þannig þurftu hjónin sem um ræðir að taka málin í sínar hendur.
Þau settu sig í samband við þann sem seldi þýfið í gegnum bland.is og gerðu sér upp áhuga á þvi að kaupa umrædd verkfæri. Þau mældu sér við mót við hann, en það var svo lögreglan sem mætti á svæðið í stað þeirra.

„Upp til hópa held ég að það sé heiðarlegt fólk sem stendur að baki slíkum síðum og að jafnaði eru menn samvinnuþýðir, en það getur ekki komist undan þessari ábyrgð. Við höfum áður þurft að leita til dómstóla til fá úrskurð um eitt og annað vegna söluvefja. Slíkir úrskurðir kosta mikla vinnu af hálfu hins opinbera,“ bætir Jón við.

„Við deilum ekki upplýsingum um notendur okkar nema í skjóli laga, nánar tiltekið laga um persónuvernd, dómsúrskurðar og neyðarréttar,“ bætir Skorri við. „Við innleiddum auðkenningarskyldu til þess að sporna við því að ólöglegt athæfi þrifist á vefnum. Það hefur skilað töluverðum árangri,“ segir Skorri