Lífið

Vill hlutverk í Frankenstein

Daniel Radcliffe er í viðræðum um að leika í Frankenstein.
Daniel Radcliffe er í viðræðum um að leika í Frankenstein.
Daniel Radcliffe, þekktastur sem Harry Potter, er í viðræðum um að leika í nýrri mynd um Frankenstein sem er í undirbúningi. Hann myndi þó ekki leika Dr. Frankenstein heldur aðstoðarmann hans, krypplinginn Igor.

Handritshöfundur myndarinnar er Max Landis, sem hefur áður gert handritið að Chronicle. Handritið var ekki unnið beint upp úr sígildri skáldsögu Mary Shelly um Frankenstein. Persónan Igor er til að mynda ekki í bók Shelley, heldur öðlaðist hún líf í kvikmyndunum sem komu á eftir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.