Segir vinnu eftir hrun skýra minnsta fylgi Samfylkingar frá stofnun Þorbjörn Þórðarson skrifar 4. mars 2013 07:45 Samfylkingin hefur ekki mælst með jafn lágt fylgi og hún mælist með núna í rúm 13 ár, eða nánast frá stofnun flokksins. Í desember 1999 mældist flokkurinn með 14 prósenta fylgi, en hefur í tveimur skoðanakönnunum fyrir helgi mælst með 12,8 prósent. Varaformaður flokksins telur að þetta megi rekja til erfiðra verkefna sem flokkurinn hafi þurft að fylgja úr hlaði í ríkisstjórn eftir bankahrunið. Samfylkingin mældist með 12,8 prósenta fylgi, bæði í könnun MMR í síðustu viku og könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins sem greint var frá á föstudag.Eins og sést hér hefur fylgi Samfylkingarinnar ekki mælst jafn lágt og það er núna frá stofnun flokksins. Katrín Júlíusdóttir, fjármála- og efnahagsráðherra og varaformaður Samfylkingarinnar, er gestur okkar í nýjasta þætti Klinksins.Kanntu einhverjar skýringar á þessu? „Við vorum ekki boðberar góðra tíðinda framan af. Við höfum kannski verið með hausinn á bólakafi í þeim verkefnum og lítið komið upp til þess að teikna upp framtíðarsýn og mynd af samfélagi framtíðarinnar eins og við viljum sjá það. Það er verkefni okkar núna, inn í kosningabaráttuna. Við höfum sýnt árangur í þessu ríkisstjórnarsamstarfi. Gríðarlegan árangur, ekki síst í ríkisfjármálunum þar sem okkur hefur tekist að loka stærsta fjárlagagati sem við höfum séð hér á landi. Það hefur gengið vel. Núna er verkefnið að teikna upp þessa framtíð sem við jafnaðarmenn viljum sjá í íslensku samfélagi og draga betur upp á yfirborðið hvað við höfum verið að gera í öðrum málum. Ég held að um leið og það er gert að þá hljóti þessar tölur að fara að rísa. Ég hef engar áhyggjur og ég læt skoðanakannanir ekki hreyfa mikið við mér," segir Katrín Júlíusdóttir. Nýjasta þáttinn af Klinkinu má nálgast hér. Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Sjá meira
Samfylkingin hefur ekki mælst með jafn lágt fylgi og hún mælist með núna í rúm 13 ár, eða nánast frá stofnun flokksins. Í desember 1999 mældist flokkurinn með 14 prósenta fylgi, en hefur í tveimur skoðanakönnunum fyrir helgi mælst með 12,8 prósent. Varaformaður flokksins telur að þetta megi rekja til erfiðra verkefna sem flokkurinn hafi þurft að fylgja úr hlaði í ríkisstjórn eftir bankahrunið. Samfylkingin mældist með 12,8 prósenta fylgi, bæði í könnun MMR í síðustu viku og könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins sem greint var frá á föstudag.Eins og sést hér hefur fylgi Samfylkingarinnar ekki mælst jafn lágt og það er núna frá stofnun flokksins. Katrín Júlíusdóttir, fjármála- og efnahagsráðherra og varaformaður Samfylkingarinnar, er gestur okkar í nýjasta þætti Klinksins.Kanntu einhverjar skýringar á þessu? „Við vorum ekki boðberar góðra tíðinda framan af. Við höfum kannski verið með hausinn á bólakafi í þeim verkefnum og lítið komið upp til þess að teikna upp framtíðarsýn og mynd af samfélagi framtíðarinnar eins og við viljum sjá það. Það er verkefni okkar núna, inn í kosningabaráttuna. Við höfum sýnt árangur í þessu ríkisstjórnarsamstarfi. Gríðarlegan árangur, ekki síst í ríkisfjármálunum þar sem okkur hefur tekist að loka stærsta fjárlagagati sem við höfum séð hér á landi. Það hefur gengið vel. Núna er verkefnið að teikna upp þessa framtíð sem við jafnaðarmenn viljum sjá í íslensku samfélagi og draga betur upp á yfirborðið hvað við höfum verið að gera í öðrum málum. Ég held að um leið og það er gert að þá hljóti þessar tölur að fara að rísa. Ég hef engar áhyggjur og ég læt skoðanakannanir ekki hreyfa mikið við mér," segir Katrín Júlíusdóttir. Nýjasta þáttinn af Klinkinu má nálgast hér.
Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Sjá meira