Lífið

Cowell hættur að reykja

simon cowell
Dómarinn hreinskilni er hættur að reykja, í bili að minnsta kosti.
simon cowell Dómarinn hreinskilni er hættur að reykja, í bili að minnsta kosti.
Hreinskilni sjónvarpsdómarinn Simon Cowell er hættur að reykja. Þetta sagði Amanda Holden, sem er dómari með honum í þáttunum Britain"s Got Talent, í viðtali við The Daily Mirror.

„Simon er hættur að reykja. Hann notar rafmagnssígarettu í staðinn. Hann reykir loft, eða vatn öllu heldur. Það er ótrúlegt að sjá þetta,“ sagði hin 42 ára Holden. Cowell, sem er 53 ára, reyndi síðast að hætta að reykja í fyrra með aðstoð dáleiðslu en sú tilraun virðist ekki hafa virkað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.