Tónlistarhátíð varð til á andvökunótt Sara McMahon skrifar 25. apríl 2013 10:00 Sunna Björg Valsdóttir, til hægri, skipuleggur tónlistarhátíðina Ólæti ásamt kærustu sinni, Lilju Björk Jónsdóttur, og þremur öðrum stúlkum. „Hugmyndin fæddist á andvökunótt í nóvember. Ég lá andvaka og fékk skyndilega þá flugu í hausinn að skipuleggja tónlistarhátíð á Ólafsfirði sem ætti að heita Ólæti. Ég vakti Lilju, kærustu mína, sagði henni frá hugmyndinni og fór svo og skrifaði þetta allt niður,“ segir Sunna Björg Valsdóttir, nemandi við Menntaskólann í Tröllaskaga. Hún skipuleggur tónlistar- og menningarhátíðina Ólæti sem fram fer á Ólafsfirði helgina 4. til 7. júlí ásamt Lilju Björk Jónsdóttur, Elísabetu Örnu Valsdóttur, Auði Ingólfsdóttur og Hafdísi Arnardóttur. Sunna Björg, Lilja og Auður sátu námskeið hjá Evrópu unga fólksins í byrjun þessa árs og sóttu í kjölfarið um styrk hjá samtökunum. „Eftir námskeiðið vorum við komnar með fullmótaða hugmynd og styrkurinn gerði okkur svo kleift að fara af stað,“ segir Sunna Björg. Hún viðurkennir að það sé að mörgu að huga þegar skipuleggja á heila tónlistarhátíð. „Ég hélt að þetta yrði ekkert mál þar sem hugmyndin var þegar komin, en það þarf að huga að mörgu og miklu fleira en mig hafði órað fyrir. Það þarf til dæmis að fá leyfi fyrir hinu og þessu, redda gæslu og auðvitað gistingu fyrir gesti og tónlistarfólk.“ Hátt í tuttugu hljómsveitir hafa staðfest komu sína á Ólæti og þeirra á meðal er raftónlistarmaðurinn Skurken og sveitirnar Vigri og Hide Your Kids. Sú síðastnefnda er frá Garðabæ og tók þátt í Músíktilraunum í ár. „Hugmyndin var sú að taka inn hljómsveitir sem eru enn að fóta sig og gefa þeim þannig tækifæri til að koma sér á framfæri. Við reynum svo líka að fá þekktari nöfn til að koma fram til að trekkja að.“ Að sögn Sunnu Bjargar hafa Ólafsfirðingar sýnt stúlkunum mikinn stuðning. „Við erum einmitt á fullu að kynna hátíðina fyrir bæjarbúum og hvetja þá til þátttöku,“ segir Sunna að lokum. Miðasala á hátíðina hefst á Midi.is og á völdum Olísstöðvum þann 1. maí næstkomandi. Mest lesið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Fleiri fréttir Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Sjá meira
„Hugmyndin fæddist á andvökunótt í nóvember. Ég lá andvaka og fékk skyndilega þá flugu í hausinn að skipuleggja tónlistarhátíð á Ólafsfirði sem ætti að heita Ólæti. Ég vakti Lilju, kærustu mína, sagði henni frá hugmyndinni og fór svo og skrifaði þetta allt niður,“ segir Sunna Björg Valsdóttir, nemandi við Menntaskólann í Tröllaskaga. Hún skipuleggur tónlistar- og menningarhátíðina Ólæti sem fram fer á Ólafsfirði helgina 4. til 7. júlí ásamt Lilju Björk Jónsdóttur, Elísabetu Örnu Valsdóttur, Auði Ingólfsdóttur og Hafdísi Arnardóttur. Sunna Björg, Lilja og Auður sátu námskeið hjá Evrópu unga fólksins í byrjun þessa árs og sóttu í kjölfarið um styrk hjá samtökunum. „Eftir námskeiðið vorum við komnar með fullmótaða hugmynd og styrkurinn gerði okkur svo kleift að fara af stað,“ segir Sunna Björg. Hún viðurkennir að það sé að mörgu að huga þegar skipuleggja á heila tónlistarhátíð. „Ég hélt að þetta yrði ekkert mál þar sem hugmyndin var þegar komin, en það þarf að huga að mörgu og miklu fleira en mig hafði órað fyrir. Það þarf til dæmis að fá leyfi fyrir hinu og þessu, redda gæslu og auðvitað gistingu fyrir gesti og tónlistarfólk.“ Hátt í tuttugu hljómsveitir hafa staðfest komu sína á Ólæti og þeirra á meðal er raftónlistarmaðurinn Skurken og sveitirnar Vigri og Hide Your Kids. Sú síðastnefnda er frá Garðabæ og tók þátt í Músíktilraunum í ár. „Hugmyndin var sú að taka inn hljómsveitir sem eru enn að fóta sig og gefa þeim þannig tækifæri til að koma sér á framfæri. Við reynum svo líka að fá þekktari nöfn til að koma fram til að trekkja að.“ Að sögn Sunnu Bjargar hafa Ólafsfirðingar sýnt stúlkunum mikinn stuðning. „Við erum einmitt á fullu að kynna hátíðina fyrir bæjarbúum og hvetja þá til þátttöku,“ segir Sunna að lokum. Miðasala á hátíðina hefst á Midi.is og á völdum Olísstöðvum þann 1. maí næstkomandi.
Mest lesið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Fleiri fréttir Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Sjá meira