Lífið

Brúðkaup og nýtt hús

Leikarinn Christian Slater ætlar að ganga að eiga unnustu sína Brittany Lopez í júlí. Hann gerði sér því lítið fyrir á dögunum og keypti nýtt hús þar sem brúðkaupið mun fara fram.

Húsið er í Coconut Grove á Flórída og kostaði 2,2 milljónir dollara, tæplega þrjú hundruð milljónir króna.

Alltaf sami sjarmörinn.

Húsið er byggt í ítölskum stíl og er afar glæsilegt í alla staði. Því fylgir að sjálfsögðu sundlaug og myndarlegur garður þar sem turtildúfurnar munu játast hvor annarri.

Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.