Prost: 2014 verður meira krefjandi fyrir ökumenn Birgir Þór Harðarson skrifar 24. maí 2013 21:30 Prost hyggir að Formúla 1 muni breytast helling á næsta ári. Reglubreytingar næsta árs munu skapa erfiðar og flóknar aðstæður fyrir Formúlu 1-ökumenn að mati Alain Prost, fjórfalds heimsmeistara í formúlunni. Prost var á sínum tíma kallaður „Prófessorinn“ vegna einstakrar hugsunar sinnar í bílnum. Á næsta ári verða vélarnar minnkaðar í 1,6 lítra V6 slagrými með forþjöppu. Vélarnar munu skila breyttri virkni bílsins og gera ökumönnum erfitt fyrir þegar kemur að dekkjum, eldsneyti og notkunn rafknúinna hjálpartækja. „Þetta verður ofboðsleg tæknileg áskorun – og eins og þetta verður gert þá mun þetta verða áskorun fyrir vélvirkjana sem þurfa að skila árangri, afli og áreiðanleika. Þá verður þetta áskorun fyrir þá sem stilla upp keppnisáætlunum og enn stærri áskorun fyrir ökumenn,“ sagði Prost í viðtali við Autospot. „Þetta verður ekki eins og í gamla daga þegar við þurftum að passa upp á eldsneytismagnið og hægja á okkur. Þetta verður aðeins öðruvísi.“ „Við vitum í raun ekki hvernig þetta verður allt saman notað núna en ég held að það verði áhugavert að sjá nálganir liðanna og að þær verði allt öðruvísi,“ sagði Prost. Alain Prost starfar nú sem ráðgjafi hjá franska bílaframleiðandanum Renault í mótorsportmálum. Renault sér nokkrum keppnisliðum í Formúlu 1 fyrir vélum í ár og mun gera á næsta ári. Ayrton Senna og Alain Prost voru erkifjendur á meðan þeir óku saman hjá McLaren í lok níundaáratugsins og byrjun tíunda áratugsins. Formúla Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Reglubreytingar næsta árs munu skapa erfiðar og flóknar aðstæður fyrir Formúlu 1-ökumenn að mati Alain Prost, fjórfalds heimsmeistara í formúlunni. Prost var á sínum tíma kallaður „Prófessorinn“ vegna einstakrar hugsunar sinnar í bílnum. Á næsta ári verða vélarnar minnkaðar í 1,6 lítra V6 slagrými með forþjöppu. Vélarnar munu skila breyttri virkni bílsins og gera ökumönnum erfitt fyrir þegar kemur að dekkjum, eldsneyti og notkunn rafknúinna hjálpartækja. „Þetta verður ofboðsleg tæknileg áskorun – og eins og þetta verður gert þá mun þetta verða áskorun fyrir vélvirkjana sem þurfa að skila árangri, afli og áreiðanleika. Þá verður þetta áskorun fyrir þá sem stilla upp keppnisáætlunum og enn stærri áskorun fyrir ökumenn,“ sagði Prost í viðtali við Autospot. „Þetta verður ekki eins og í gamla daga þegar við þurftum að passa upp á eldsneytismagnið og hægja á okkur. Þetta verður aðeins öðruvísi.“ „Við vitum í raun ekki hvernig þetta verður allt saman notað núna en ég held að það verði áhugavert að sjá nálganir liðanna og að þær verði allt öðruvísi,“ sagði Prost. Alain Prost starfar nú sem ráðgjafi hjá franska bílaframleiðandanum Renault í mótorsportmálum. Renault sér nokkrum keppnisliðum í Formúlu 1 fyrir vélum í ár og mun gera á næsta ári. Ayrton Senna og Alain Prost voru erkifjendur á meðan þeir óku saman hjá McLaren í lok níundaáratugsins og byrjun tíunda áratugsins.
Formúla Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira