Nokkur orð um rannsóknir og samkeppnissjóði Eiríkur Smári Sigurðarson og Ásta Sif Erlingsdóttir skrifar 15. nóvember 2013 06:00 Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2014 blasir við sú stefna stjórnvalda að skera fjárframlög til rannsókna verulega niður. Harðast kemur niðurskurðurinn niður á samkeppnissjóðum eins og Rannsóknasjóði, Tækniþróunarsjóði og Markáætlun. Það hefur komið skýrt fram í umfjöllun síðustu vikna hvað verkefni fjármögnuð af samkeppnissjóðum eru mikilvæg fyrir framgang vísinda og rannsóknanáms á Íslandi og hvað rannsóknir og nýsköpun eru mikilvæg fyrir farsæla þróun íslensks samfélags. Við ætlum ekki að endurtaka þau rök hér heldur benda á nokkrar staðreyndir um fjármögnun samkeppnissjóða með áherslu á Rannsóknasjóð Vísinda- og tækniráðs og hvernig hún hefur þróast undanfarin tíu ár. Rannsóknasjóður hóf starfsemi sína í núverandi mynd árið 2004. Fyrsta árið fékk hann 303 umsóknir upp á 827 milljónir og gat úthlutað 191 milljón (24,4%) til 74 verkefna (23%). Árið 2012 fékk hann 267 umsóknir upp á 1.800 milljónir og gat úthlutað 297 milljónum (17,6%) til 47 verkefna (16,5%). Með framlagi úr fjárfestingaáætlun síðustu ríkisstjórnar var sjóðnum gert kleift að mæta betur þörf fyrir styrki og við úthlutun 2013 gat hann veitt styrki sem jöfnuðust á við það sem var 2004. Þá fékk hann 236 umsóknir upp á 1.700 milljónir og gat úthlutað 416 milljónum (27,5%) til 65 verkefna (24,4%). Þessar tölur verður að skoða í ljósi þess að samanborið við samkeppnissjóði í löndum sem við almennt berum okkur saman við eru og voru styrkir til rannsókna á Íslandi allt of lágir. Það sem við viljum leggja áherslu á hér er að sjóðurinn var á þessu ári rétt að ná því bolmagni sem hann hafði fyrsta árið sem hann starfaði.Tækifæri verulega skert Við þetta þarf að bæta að við síðustu áramót sameinaðist Rannsóknarnámssjóður, sem styrkti doktorsnema, Rannsóknasjóði sem þar með hafði tæplega 100 milljónir aukalega til úthlutunar í ár, peninga sem áttu að fara sérstaklega í að styrkja doktorsnema. Fjölgun og hækkun styrkja árið 2013 verður að skoðast í þessu ljósi. Miðað við fjárlagafrumvarpið virðast örlög Rannsóknarnámssjóðs ráðin, sem mun verulega skaða uppbyggingu og gæði doktorsnáms á Íslandi. Boðaður niðurskurður næstu þrjú árin fer, þegar Rannsóknarnámssjóður er tekinn með, úr 1,4 milljörðum í 850 milljónir. Árin 2012 og 2013 hafði Rannsóknasjóður að auki sérstaka fjármögnun úr rammaáætlun Evrópusambandsins um rannsóknir og þróun til að styrkja nýdoktora, en sú tímabundna fjármögnun er ekki lengur til staðar og mun draga enn frekar úr möguleikum sjóðsins til að styrkja verkefni. Með því að draga fjárfestingaráætlunina til baka eru tækifæri sjóðsins til að styrkja ný verkefni á næstu árum verulega skert. Verst er þó að ekkert í frumvarpinu eða stefnu stjórnvalda gefur von um breytingar á næstu árum. Við sem störfum við uppbyggingu rannsókna og rannsóknanáms við íslenskar rannsóknastofnanir og háskóla vitum vel hversu alvarlegar afleiðingar þetta mun hafa. Það verður erfiðara að koma nýjum rannsóknum af stað þar sem bestu nýju verkefnin eru oftast fjármögnuð af samkeppnissjóðum; það verður erfitt að halda áfram með mikilvægar rannsóknir þar sem verulegur hluti fjármögnunar þeirra kemur úr samkeppnissjóðum; það verður mun erfiðara að sækja rannsóknastyrki til Norðurlanda, Evrópu, Bandaríkjanna og annað ef rannsóknaumhverfið á Íslandi er ekki nógu sterkt; það verður erfiðara að fjármagna doktorsnám á landinu þar sem mjög stór hluti doktorsnema framfleytir sér með styrkjum úr samkeppnissjóðum; það verður erfiðara að fá ungt og efnilegt fólk til að hasla sér völl í rannsóknum og þekkingaröflun á Íslandi af því að framtíðarhorfurnar eru daprar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2014 blasir við sú stefna stjórnvalda að skera fjárframlög til rannsókna verulega niður. Harðast kemur niðurskurðurinn niður á samkeppnissjóðum eins og Rannsóknasjóði, Tækniþróunarsjóði og Markáætlun. Það hefur komið skýrt fram í umfjöllun síðustu vikna hvað verkefni fjármögnuð af samkeppnissjóðum eru mikilvæg fyrir framgang vísinda og rannsóknanáms á Íslandi og hvað rannsóknir og nýsköpun eru mikilvæg fyrir farsæla þróun íslensks samfélags. Við ætlum ekki að endurtaka þau rök hér heldur benda á nokkrar staðreyndir um fjármögnun samkeppnissjóða með áherslu á Rannsóknasjóð Vísinda- og tækniráðs og hvernig hún hefur þróast undanfarin tíu ár. Rannsóknasjóður hóf starfsemi sína í núverandi mynd árið 2004. Fyrsta árið fékk hann 303 umsóknir upp á 827 milljónir og gat úthlutað 191 milljón (24,4%) til 74 verkefna (23%). Árið 2012 fékk hann 267 umsóknir upp á 1.800 milljónir og gat úthlutað 297 milljónum (17,6%) til 47 verkefna (16,5%). Með framlagi úr fjárfestingaáætlun síðustu ríkisstjórnar var sjóðnum gert kleift að mæta betur þörf fyrir styrki og við úthlutun 2013 gat hann veitt styrki sem jöfnuðust á við það sem var 2004. Þá fékk hann 236 umsóknir upp á 1.700 milljónir og gat úthlutað 416 milljónum (27,5%) til 65 verkefna (24,4%). Þessar tölur verður að skoða í ljósi þess að samanborið við samkeppnissjóði í löndum sem við almennt berum okkur saman við eru og voru styrkir til rannsókna á Íslandi allt of lágir. Það sem við viljum leggja áherslu á hér er að sjóðurinn var á þessu ári rétt að ná því bolmagni sem hann hafði fyrsta árið sem hann starfaði.Tækifæri verulega skert Við þetta þarf að bæta að við síðustu áramót sameinaðist Rannsóknarnámssjóður, sem styrkti doktorsnema, Rannsóknasjóði sem þar með hafði tæplega 100 milljónir aukalega til úthlutunar í ár, peninga sem áttu að fara sérstaklega í að styrkja doktorsnema. Fjölgun og hækkun styrkja árið 2013 verður að skoðast í þessu ljósi. Miðað við fjárlagafrumvarpið virðast örlög Rannsóknarnámssjóðs ráðin, sem mun verulega skaða uppbyggingu og gæði doktorsnáms á Íslandi. Boðaður niðurskurður næstu þrjú árin fer, þegar Rannsóknarnámssjóður er tekinn með, úr 1,4 milljörðum í 850 milljónir. Árin 2012 og 2013 hafði Rannsóknasjóður að auki sérstaka fjármögnun úr rammaáætlun Evrópusambandsins um rannsóknir og þróun til að styrkja nýdoktora, en sú tímabundna fjármögnun er ekki lengur til staðar og mun draga enn frekar úr möguleikum sjóðsins til að styrkja verkefni. Með því að draga fjárfestingaráætlunina til baka eru tækifæri sjóðsins til að styrkja ný verkefni á næstu árum verulega skert. Verst er þó að ekkert í frumvarpinu eða stefnu stjórnvalda gefur von um breytingar á næstu árum. Við sem störfum við uppbyggingu rannsókna og rannsóknanáms við íslenskar rannsóknastofnanir og háskóla vitum vel hversu alvarlegar afleiðingar þetta mun hafa. Það verður erfiðara að koma nýjum rannsóknum af stað þar sem bestu nýju verkefnin eru oftast fjármögnuð af samkeppnissjóðum; það verður erfitt að halda áfram með mikilvægar rannsóknir þar sem verulegur hluti fjármögnunar þeirra kemur úr samkeppnissjóðum; það verður mun erfiðara að sækja rannsóknastyrki til Norðurlanda, Evrópu, Bandaríkjanna og annað ef rannsóknaumhverfið á Íslandi er ekki nógu sterkt; það verður erfiðara að fjármagna doktorsnám á landinu þar sem mjög stór hluti doktorsnema framfleytir sér með styrkjum úr samkeppnissjóðum; það verður erfiðara að fá ungt og efnilegt fólk til að hasla sér völl í rannsóknum og þekkingaröflun á Íslandi af því að framtíðarhorfurnar eru daprar.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar