Missti sjón í flugeldaslysi: "Yfirlæknir TR hefur af mér hálfs árs laun" Hrund Þórsdóttir skrifar 15. nóvember 2013 20:00 Baldur Sigurðarson segir starfsmenn Tryggingastofnunar ekki sinna upplýsingaskyldu sinni. Baldur Sigurðarson er lögblindur eftir flugeldaslys sem hann varð fyrir um síðustu áramót og hefur verið óvinnufær síðan. Fyrstu beiðni hans um örorkumat var hafnað þar sem mistök voru gerð við umsóknina og segir Baldur að þar hafi verið um að kenna skorti á leiðbeiningum frá starfsmönnum Tryggingastofnunar, enda hafi hann verið illa farinn eftir slysið og þurft á aðstoð að halda. Hann sótti um að nýju og fékk nýlega þau svör að hann væri metinn sem öryrki frá fyrsta júlí, en ekki fyrsta janúar, þegar slysið átti sér stað, þrátt fyrir að læknisvottorð segi til um annað. „Þannig að þarna hefur yfirlæknir Tryggingastofnunar með sinni ákvörðun af mér hálfs árs laun og ég spyr mig hversu algengt er það og hvort það er ekki hreinlega brot í starfi,“ segir Baldur. Samkvæmt stjórnsýslulögum skal stjórnvald veita þeim sem til þess leitar nauðsynlega aðstoð og leiðbeiningar varðandi þau mál sem snerta starfssvið þess og í lögum um almannatryggingar kemur fram að starfsfólk Tryggingastofnunar og umboðsmenn hennar skuli kynna sér til hlítar aðstæður umsækjenda og bótaþega og gera þeim grein fyrir ýtrasta rétti þeirra. Baldur segir þetta ekki vera raunina. „Sem dæmi, þá komst ég að því að fatlaði eiga rétt á bílastyrk. Tryggingastofnun á auðvitað að upplýsa fólk um þetta en ég hef komist að því að margir sem ég þekki og eru mikið fatlaðir hafa ekki hugmynd um að þeir eigi þennan rétt, þeim er ekki sagt frá því ef þeir spyrja ekki .“ Hjá Tryggingastofnun fengust þau svör að ekki væru gefnar upplýsingar um einstök mál. Almenna reglan væri sú að starfsmenn fylgdu lögum og túlkuðu þau; ef óánægja ríkti með niðurstöður stofnunarinnar væri hægt að kæra þær til úrskurðarnefndar almannatrygginga. Ætlarðu að kæra þessa niðurstöðu? „Ég er búinn að biðja um endurútreikning og auðvitað kem ég til með að kæra. Ég þarf bara að ráðfæra mig við lögmann reikna ég með en það kostar tíma og peninga, sem ekki eru til staðar,“ segir Baldur að lokum. Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Erlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Baldur Sigurðarson er lögblindur eftir flugeldaslys sem hann varð fyrir um síðustu áramót og hefur verið óvinnufær síðan. Fyrstu beiðni hans um örorkumat var hafnað þar sem mistök voru gerð við umsóknina og segir Baldur að þar hafi verið um að kenna skorti á leiðbeiningum frá starfsmönnum Tryggingastofnunar, enda hafi hann verið illa farinn eftir slysið og þurft á aðstoð að halda. Hann sótti um að nýju og fékk nýlega þau svör að hann væri metinn sem öryrki frá fyrsta júlí, en ekki fyrsta janúar, þegar slysið átti sér stað, þrátt fyrir að læknisvottorð segi til um annað. „Þannig að þarna hefur yfirlæknir Tryggingastofnunar með sinni ákvörðun af mér hálfs árs laun og ég spyr mig hversu algengt er það og hvort það er ekki hreinlega brot í starfi,“ segir Baldur. Samkvæmt stjórnsýslulögum skal stjórnvald veita þeim sem til þess leitar nauðsynlega aðstoð og leiðbeiningar varðandi þau mál sem snerta starfssvið þess og í lögum um almannatryggingar kemur fram að starfsfólk Tryggingastofnunar og umboðsmenn hennar skuli kynna sér til hlítar aðstæður umsækjenda og bótaþega og gera þeim grein fyrir ýtrasta rétti þeirra. Baldur segir þetta ekki vera raunina. „Sem dæmi, þá komst ég að því að fatlaði eiga rétt á bílastyrk. Tryggingastofnun á auðvitað að upplýsa fólk um þetta en ég hef komist að því að margir sem ég þekki og eru mikið fatlaðir hafa ekki hugmynd um að þeir eigi þennan rétt, þeim er ekki sagt frá því ef þeir spyrja ekki .“ Hjá Tryggingastofnun fengust þau svör að ekki væru gefnar upplýsingar um einstök mál. Almenna reglan væri sú að starfsmenn fylgdu lögum og túlkuðu þau; ef óánægja ríkti með niðurstöður stofnunarinnar væri hægt að kæra þær til úrskurðarnefndar almannatrygginga. Ætlarðu að kæra þessa niðurstöðu? „Ég er búinn að biðja um endurútreikning og auðvitað kem ég til með að kæra. Ég þarf bara að ráðfæra mig við lögmann reikna ég með en það kostar tíma og peninga, sem ekki eru til staðar,“ segir Baldur að lokum.
Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Erlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira