Austurríska leiðin veldur Kvennaathvarfinu vonbrigðum 5. mars 2013 10:24 Talið er að 1700 konur búi við líkamlegt ofbeldi á heimilum sínum. Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Samtaka um kvennaathvarf, segir austurrísku leiðina svokölluðu ekki virka. Það er lagaúrræði sem gerir lögreglu kleyft að fjarlægja einstaklinga, sem beita maka sína ofbeldi, af heimilinu, og eru þeir settir í nálgunarbann í kjölfarið. „Þetta úrræði hefur valdið okkur vonbrigðum," segir Sigþrúður en í ársskýrslu Stígamóta kemur fram að alls dvöldu 200 gestir í athvarfinu á síðasta ári, 113 konur og 87 börn. Þetta er nokkuð hærra en hefur verið undanfarin ár, „en þó ekki það mesta sem við höfum séð," áréttar Sigþrúður. Helsta áhyggjuefnið hjá aðstandendum kvennaathvarfsins er hátt hlutfall kvenna sem snýr aftur í óbreyttar aðstæður. Þannig snéru 34 prósent kvenna aftur heim til ofbeldismannsins á meðan 25 prósent snéru aftur árið 2011. „Við höfum engar skýringar á því hversvegna þær snúa aftur heim í óbreytt ástandið," segir Sigþrúður. Hún segist hafa séð hærri tölur árið 2009, „en þá töldum við það vegna efnahagshrunsins," segir Sigþrúður um þetta margslungna vandamál. Hún segir margar ástæður fyrir því að konur snúi aftur í sömu aðstæður. „Það er erfitt að slíta ofbeldissambandi," segir Sigþrúður. Spurð hversvegna austurríska leiðin svokallaða sé ekki nýtt meira svarar Sigþrúður því að það sé óljóst. Ein af ástæðunum sé sú að að mikil byrði sé sett á brotaþolann. Þannig er leitast eftir samþykki hans þegar það á að fjarlægja ofbeldismanninn af heimilinu, það sé samþykki sem brotaþolinn sé oft ekki tilbúinn að veita. Sigþrúður segist ekki hafa nein skýr svör á takteinunum hversvegna þetta virkar ekki betur eða hvað mætti betur fara, „við vitum hreinlega ekki af hverju þetta virkar ekki betur," svarar hún. Spurð hvort starfsmennirnir merki einhverjar breytingar á milli ára varðandi heimilisofbeldi, svara Sigþrúður því að hópurinn fari stækkandi. Það sé áberandi. Hún segist vona að ástæðan sé sú fleiri konur leiti sér hjálpar. Þó telur hún ekki nema örlítið brot af konum beittar heimilisofbeldi leiti sér aðstoðar vegna ofbeldis. Hún telur að 1700 konur búi við líkamlegt ofbeldi á heimilum sínum í dag. „Það sem slær okkur líka er að 6 prósent eru kærastar og 10 prósent eru fyrrverandi kærasta og barnsfeður," segir Sigþrúður og útskýrir að það þýðir að ofbeldið eigi sér mun styttri aðdraganda. Þessar tölur endurspegla einnig yngri konur sem leiti til Kvennaathvarfsins. Yngsta konan var 15 ára gömul. Hinsvegar var elsta konan 77 ára. Elsti ofbeldismaðurinn var 89 ára gamall. Að sögn Sigþrúðar hafa bæði fleiri eldri konur og yngri konur leitað til athvarfsins síðustu ár. Hún segir hópinn yfir 67 ára mun stærri en fyrir nokkrum árum, og það séu til dæmi um að konurnar hafi brotist út úr ofbeldisfullum hjónaböndum og hafið nýtt líf. Flestar konur sem búa í Kvennaathvarfinu eru konur af erlendum uppruna, en talið er að þær hafi í færri hús að venda, því dvelji þær frekar í athvarfinu. Meirihluti kvenna sem leita til athvarfsins, eða 66 prósent eru íslenskar. 80 prósent ofbeldismannanna eru íslenskir. Á árinu komst á sú nýbreytni að nú fá börnin í athvarfinu þjónustu sérfræðings á vegum tilraunaverkefnis í samvinnu Barnaverndarstofu, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og barnaverndar sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Er þetta liður í að bæta þjónustu við börn í athvarfinu og draga úr áhrifum ofbeldisins í lífi þeirra. Sigþrúður segist trúa því að þetta úrræði hafi komið að gagni fyrir börnin. Sérfræðingur fer með lögreglu í útköll vegna heimilisofbeldis og sinnir börnunum á meðan lögreglan tekst á við hina fullorðnu. Þetta er úrræði sem hjálpar í hryllilegum aðstæðum að mati Sigþrúðar, „þetta dregur úr áfallinu og þau fá skilaboð um að þetta sé ekki þeim að kenna," segir hún og bætir við, „og þau fá aðstoð við að vinna úr flóknum tilfinningum." Sami sérfræðingur kemur svo í Kvennaathvarfið reglulega til þess að aðstoða börnin. Einungis 16 prósent kvennanna sem leituðu til athvarfsins höfðu lagt fram kæru á hendur ofbeldismanninum. Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Samtaka um kvennaathvarf, segir austurrísku leiðina svokölluðu ekki virka. Það er lagaúrræði sem gerir lögreglu kleyft að fjarlægja einstaklinga, sem beita maka sína ofbeldi, af heimilinu, og eru þeir settir í nálgunarbann í kjölfarið. „Þetta úrræði hefur valdið okkur vonbrigðum," segir Sigþrúður en í ársskýrslu Stígamóta kemur fram að alls dvöldu 200 gestir í athvarfinu á síðasta ári, 113 konur og 87 börn. Þetta er nokkuð hærra en hefur verið undanfarin ár, „en þó ekki það mesta sem við höfum séð," áréttar Sigþrúður. Helsta áhyggjuefnið hjá aðstandendum kvennaathvarfsins er hátt hlutfall kvenna sem snýr aftur í óbreyttar aðstæður. Þannig snéru 34 prósent kvenna aftur heim til ofbeldismannsins á meðan 25 prósent snéru aftur árið 2011. „Við höfum engar skýringar á því hversvegna þær snúa aftur heim í óbreytt ástandið," segir Sigþrúður. Hún segist hafa séð hærri tölur árið 2009, „en þá töldum við það vegna efnahagshrunsins," segir Sigþrúður um þetta margslungna vandamál. Hún segir margar ástæður fyrir því að konur snúi aftur í sömu aðstæður. „Það er erfitt að slíta ofbeldissambandi," segir Sigþrúður. Spurð hversvegna austurríska leiðin svokallaða sé ekki nýtt meira svarar Sigþrúður því að það sé óljóst. Ein af ástæðunum sé sú að að mikil byrði sé sett á brotaþolann. Þannig er leitast eftir samþykki hans þegar það á að fjarlægja ofbeldismanninn af heimilinu, það sé samþykki sem brotaþolinn sé oft ekki tilbúinn að veita. Sigþrúður segist ekki hafa nein skýr svör á takteinunum hversvegna þetta virkar ekki betur eða hvað mætti betur fara, „við vitum hreinlega ekki af hverju þetta virkar ekki betur," svarar hún. Spurð hvort starfsmennirnir merki einhverjar breytingar á milli ára varðandi heimilisofbeldi, svara Sigþrúður því að hópurinn fari stækkandi. Það sé áberandi. Hún segist vona að ástæðan sé sú fleiri konur leiti sér hjálpar. Þó telur hún ekki nema örlítið brot af konum beittar heimilisofbeldi leiti sér aðstoðar vegna ofbeldis. Hún telur að 1700 konur búi við líkamlegt ofbeldi á heimilum sínum í dag. „Það sem slær okkur líka er að 6 prósent eru kærastar og 10 prósent eru fyrrverandi kærasta og barnsfeður," segir Sigþrúður og útskýrir að það þýðir að ofbeldið eigi sér mun styttri aðdraganda. Þessar tölur endurspegla einnig yngri konur sem leiti til Kvennaathvarfsins. Yngsta konan var 15 ára gömul. Hinsvegar var elsta konan 77 ára. Elsti ofbeldismaðurinn var 89 ára gamall. Að sögn Sigþrúðar hafa bæði fleiri eldri konur og yngri konur leitað til athvarfsins síðustu ár. Hún segir hópinn yfir 67 ára mun stærri en fyrir nokkrum árum, og það séu til dæmi um að konurnar hafi brotist út úr ofbeldisfullum hjónaböndum og hafið nýtt líf. Flestar konur sem búa í Kvennaathvarfinu eru konur af erlendum uppruna, en talið er að þær hafi í færri hús að venda, því dvelji þær frekar í athvarfinu. Meirihluti kvenna sem leita til athvarfsins, eða 66 prósent eru íslenskar. 80 prósent ofbeldismannanna eru íslenskir. Á árinu komst á sú nýbreytni að nú fá börnin í athvarfinu þjónustu sérfræðings á vegum tilraunaverkefnis í samvinnu Barnaverndarstofu, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og barnaverndar sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Er þetta liður í að bæta þjónustu við börn í athvarfinu og draga úr áhrifum ofbeldisins í lífi þeirra. Sigþrúður segist trúa því að þetta úrræði hafi komið að gagni fyrir börnin. Sérfræðingur fer með lögreglu í útköll vegna heimilisofbeldis og sinnir börnunum á meðan lögreglan tekst á við hina fullorðnu. Þetta er úrræði sem hjálpar í hryllilegum aðstæðum að mati Sigþrúðar, „þetta dregur úr áfallinu og þau fá skilaboð um að þetta sé ekki þeim að kenna," segir hún og bætir við, „og þau fá aðstoð við að vinna úr flóknum tilfinningum." Sami sérfræðingur kemur svo í Kvennaathvarfið reglulega til þess að aðstoða börnin. Einungis 16 prósent kvennanna sem leituðu til athvarfsins höfðu lagt fram kæru á hendur ofbeldismanninum.
Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira