Segir ekkert pláss fyrir kvenfélagið innan SÁÁ 5. mars 2013 13:14 Ilmur Kristjánsdóttir. Mynd / Valgarður Gíslason Það er dálítið djúpt á þessu, við erum ekki alveg búnar að átta okkur á andstöðunni," segir Ilmur Kristjánsdóttir leikkona, sem ásamt sjö öðrum konum vinna að stofnun nýs félags, sem hefur fengið nafnið Rótin – félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda. Þarna vísar Ilmur í átök kvennanna við formann SÁÁ. Félagið, sem til stendur að stofna fyrir utan SÁÁ, hét áður kvenfélag SÁÁ. Í tilkynningu sem félagið sendi frá sér í gærkvöldi sagði að þær konur, sem standa að stofnun Rótarinnar, stofnuðu í september 2012 Kvenfélag SÁÁ. Svo sagði í tilkynningunni: „Þar sem því félagi var ekki lengur vært innan SÁÁ ákvað ráð þess að boða til slitafundar." Útskýringar sem gefnar eru í tilkynningunni eru samstarfserfiðleikar við formann samtakanna, Gunnar Smára Egilsson, og síendurteknar ásakanir um að Kvenfélagið hafi unnið gegn SÁÁ og starfað í andstöðu við fagfólk og veikt þannig starfsemi samtakanna eins og segir í tilkynningunni. Ilmur segir konurnar ekki hafa fengið neinar útskýringar á þessari andstöðu formannsins og segir deiluna meðal annars kristallast í tölvupóstsamskiptum. „Það er greinilega ekkert pláss fyrir okkur," segir Ilmur um stöðu félagsins innan SÁÁ, en konurnar hafa það að markmiði að stofna sérstakt meðferðarúrræði fyrir konur. „Meðferðir eru mjög karlamiðaðar," segir Ilmur og tekur sem dæmi hart umhverfi meðferðastöðva. Hún segir félagið leitast við að spyrja spurninga eins og hvort meðferðarúrræðin, eins og þau eru í dag, henti konum. Hún bendir á að það sé til sérstök kvennameðferð, en félagið vill ganga lengra. Ilmur tekur sem dæmi að ungar konur sem koma í afeitrun á Vogi lendi gríðarlega oft í ástarsamböndum þar inni sem reynast þeim skaðleg. Það sé til að mynda eitthvað sem þurfi að breyta. Kvenfélag SÁÁ var stofnað síðasta haust en í tilkynningunni segir að þó að starfstími Kvenfélags SÁÁ hafi ekki verið langur, starfaði félagið nógu lengi til að sannfæra upphafskonur þess um nauðsyn þess að halda úti félagi sem beitir sér í málefnum kvenna með áfengis- og vímuefnavanda. Svo segir: „Þar sem enginn áhugi virðist vera á að skoða málefni þessa hóps með opnum huga innan SÁÁ var ekki annar kostur í stöðunni en að stofna til nýs félags." Í undirbúningshópnum sitja: Árdís Þórðardóttir, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Guðrún Kristjánsdóttir, Gunnhildur Bragadóttir, Ilmur Kristjánsdóttir, Katrín Björk Eyjólfsdóttir, Kristín I. Pálsdóttir og Þórlaug Sveinsdóttir. Stofnfundurinn verður haldinn 8. mars á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Félagið hefur fengið nafnið Rótin – félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda. Fundurinn verður haldinn í Kvennaheimilinu að Hallveigarstöðum, Túngötu 14 í Reykjavík, kl. 17.30.Hér fyrir neðan má lesa tilkynningu félagsins í heild sinni:Hinn 8. mars á alþjóðlegum baráttudegi kvenna er boðað til stofnfundar nýs félags, sem hefur fengið nafnið Rótin – félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda.Fundurinn verður haldinn í Kvennaheimilinu að Hallveigarstöðum, Túngötu 14 í Reykjavík, kl. 17.30.Markmið hins nýja félags eru, samkvæmt tillögu undirbúningshóps:Markmið Rótarinnar eru að stofna til umræðu um konur, fíkn, áföll og ofbeldi og huga að sérstökum meðferðarúrræðum fyrir konur. Félagið vill að komið sé á samstarfi á milli stofnana, samtaka og annarra fagaðila sem fást við vímuefnameðferð, ofbeldi og úrvinnslu áfalla. Félagið vill beita sér fyrir öflun upplýsinga og úrvinnslu fyrirliggjandi gagna um þessi málefni konum til góða, og stuðla að rannsóknum á þessu sviði. Ennfremur að afla þekkingar, halda fyrirlestra, standa að ráðstefnum og námskeiðum, eitt eða í samstarfið við önnur félög, og efla umræður um fíknitengd málefni sem snerta konur sérstaklega.Þær konur sem standa að stofnun félagsins stofnuðu í september 2012 Kvenfélag SÁÁ, sem hafði sömu markmið. Þar sem því félagi var ekki lengur vært innan SÁÁ ákvað ráð þess að boða til slitafundar og verður sá fundur haldinn á sama stað kl. 17.00, föstudaginn 8. mars 2013.Ástæður fyrir slitum Kvenfélags SÁÁ eru einkum samstarfserfiðleikar við formann SÁÁ og síendurteknar ásakanir um að Kvenfélagið hafi unnið gegn SÁÁ og starfað í andstöðu við fagfólk og veikt þannig starfsemi samtakanna. Þessar ásakanir eru rakalausar og hefur ráð Kvenfélagsins engin svör fengið við beiðni um rökstuðning, þrátt fyrir að ítrekað hafi verið óskað eftir honum.Þó að starfstími Kvenfélag SÁÁ hafi ekki verið langur, starfaði félagið nógu lengi til að sannfæra okkur upphafskonur þess um nauðsyn þess að halda úti félagi sem beitir sér í málefnum kvenna með áfengis- og vímuefnavanda. Þar sem enginn áhugi virðist vera á að skoða málefni þessa hóps með opnum huga innan SÁÁ var ekki annar kostur í stöðunni en að stofna til nýs félags.Félagið er komið með síðu á Facebook (https://www.facebook.com/rotin.felag) og netfang okkar, í bili að minnsta kosti, er rotin.felag@gmail.com.Í undirbúningshópnum sitja: Árdís Þórðardóttir, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Guðrún Kristjánsdóttir, Gunnhildur Bragadóttir, Ilmur Kristjánsdóttir, Katrín Björk Eyjólfsdóttir, Kristín I. Pálsdóttir og Þórlaug Sveinsdóttir. Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Sjá meira
Það er dálítið djúpt á þessu, við erum ekki alveg búnar að átta okkur á andstöðunni," segir Ilmur Kristjánsdóttir leikkona, sem ásamt sjö öðrum konum vinna að stofnun nýs félags, sem hefur fengið nafnið Rótin – félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda. Þarna vísar Ilmur í átök kvennanna við formann SÁÁ. Félagið, sem til stendur að stofna fyrir utan SÁÁ, hét áður kvenfélag SÁÁ. Í tilkynningu sem félagið sendi frá sér í gærkvöldi sagði að þær konur, sem standa að stofnun Rótarinnar, stofnuðu í september 2012 Kvenfélag SÁÁ. Svo sagði í tilkynningunni: „Þar sem því félagi var ekki lengur vært innan SÁÁ ákvað ráð þess að boða til slitafundar." Útskýringar sem gefnar eru í tilkynningunni eru samstarfserfiðleikar við formann samtakanna, Gunnar Smára Egilsson, og síendurteknar ásakanir um að Kvenfélagið hafi unnið gegn SÁÁ og starfað í andstöðu við fagfólk og veikt þannig starfsemi samtakanna eins og segir í tilkynningunni. Ilmur segir konurnar ekki hafa fengið neinar útskýringar á þessari andstöðu formannsins og segir deiluna meðal annars kristallast í tölvupóstsamskiptum. „Það er greinilega ekkert pláss fyrir okkur," segir Ilmur um stöðu félagsins innan SÁÁ, en konurnar hafa það að markmiði að stofna sérstakt meðferðarúrræði fyrir konur. „Meðferðir eru mjög karlamiðaðar," segir Ilmur og tekur sem dæmi hart umhverfi meðferðastöðva. Hún segir félagið leitast við að spyrja spurninga eins og hvort meðferðarúrræðin, eins og þau eru í dag, henti konum. Hún bendir á að það sé til sérstök kvennameðferð, en félagið vill ganga lengra. Ilmur tekur sem dæmi að ungar konur sem koma í afeitrun á Vogi lendi gríðarlega oft í ástarsamböndum þar inni sem reynast þeim skaðleg. Það sé til að mynda eitthvað sem þurfi að breyta. Kvenfélag SÁÁ var stofnað síðasta haust en í tilkynningunni segir að þó að starfstími Kvenfélags SÁÁ hafi ekki verið langur, starfaði félagið nógu lengi til að sannfæra upphafskonur þess um nauðsyn þess að halda úti félagi sem beitir sér í málefnum kvenna með áfengis- og vímuefnavanda. Svo segir: „Þar sem enginn áhugi virðist vera á að skoða málefni þessa hóps með opnum huga innan SÁÁ var ekki annar kostur í stöðunni en að stofna til nýs félags." Í undirbúningshópnum sitja: Árdís Þórðardóttir, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Guðrún Kristjánsdóttir, Gunnhildur Bragadóttir, Ilmur Kristjánsdóttir, Katrín Björk Eyjólfsdóttir, Kristín I. Pálsdóttir og Þórlaug Sveinsdóttir. Stofnfundurinn verður haldinn 8. mars á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Félagið hefur fengið nafnið Rótin – félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda. Fundurinn verður haldinn í Kvennaheimilinu að Hallveigarstöðum, Túngötu 14 í Reykjavík, kl. 17.30.Hér fyrir neðan má lesa tilkynningu félagsins í heild sinni:Hinn 8. mars á alþjóðlegum baráttudegi kvenna er boðað til stofnfundar nýs félags, sem hefur fengið nafnið Rótin – félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda.Fundurinn verður haldinn í Kvennaheimilinu að Hallveigarstöðum, Túngötu 14 í Reykjavík, kl. 17.30.Markmið hins nýja félags eru, samkvæmt tillögu undirbúningshóps:Markmið Rótarinnar eru að stofna til umræðu um konur, fíkn, áföll og ofbeldi og huga að sérstökum meðferðarúrræðum fyrir konur. Félagið vill að komið sé á samstarfi á milli stofnana, samtaka og annarra fagaðila sem fást við vímuefnameðferð, ofbeldi og úrvinnslu áfalla. Félagið vill beita sér fyrir öflun upplýsinga og úrvinnslu fyrirliggjandi gagna um þessi málefni konum til góða, og stuðla að rannsóknum á þessu sviði. Ennfremur að afla þekkingar, halda fyrirlestra, standa að ráðstefnum og námskeiðum, eitt eða í samstarfið við önnur félög, og efla umræður um fíknitengd málefni sem snerta konur sérstaklega.Þær konur sem standa að stofnun félagsins stofnuðu í september 2012 Kvenfélag SÁÁ, sem hafði sömu markmið. Þar sem því félagi var ekki lengur vært innan SÁÁ ákvað ráð þess að boða til slitafundar og verður sá fundur haldinn á sama stað kl. 17.00, föstudaginn 8. mars 2013.Ástæður fyrir slitum Kvenfélags SÁÁ eru einkum samstarfserfiðleikar við formann SÁÁ og síendurteknar ásakanir um að Kvenfélagið hafi unnið gegn SÁÁ og starfað í andstöðu við fagfólk og veikt þannig starfsemi samtakanna. Þessar ásakanir eru rakalausar og hefur ráð Kvenfélagsins engin svör fengið við beiðni um rökstuðning, þrátt fyrir að ítrekað hafi verið óskað eftir honum.Þó að starfstími Kvenfélag SÁÁ hafi ekki verið langur, starfaði félagið nógu lengi til að sannfæra okkur upphafskonur þess um nauðsyn þess að halda úti félagi sem beitir sér í málefnum kvenna með áfengis- og vímuefnavanda. Þar sem enginn áhugi virðist vera á að skoða málefni þessa hóps með opnum huga innan SÁÁ var ekki annar kostur í stöðunni en að stofna til nýs félags.Félagið er komið með síðu á Facebook (https://www.facebook.com/rotin.felag) og netfang okkar, í bili að minnsta kosti, er rotin.felag@gmail.com.Í undirbúningshópnum sitja: Árdís Þórðardóttir, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Guðrún Kristjánsdóttir, Gunnhildur Bragadóttir, Ilmur Kristjánsdóttir, Katrín Björk Eyjólfsdóttir, Kristín I. Pálsdóttir og Þórlaug Sveinsdóttir.
Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Sjá meira