„Það er kjaftshögg að fá krabbamein“ 8. mars 2013 06:00 Gunnar S. Ragnarsson fann kýli í hálsinum og greindist með krabbamein í kjölfarið. Tveggja barna faðir sem greindist með krabbamein í hálsi í desember fyrir rúmum tveimur árum segir veikindin hafa haft áhrif á allt og alla í kringum hann. Hann segir enga uppskrift vera til að því hvernig tilkynna eigi fjölskyldunni slík veikindi. „Það er kjaftshögg að lenda í svona, kjaftshögg sem þú verður ekki var við fyrr en allt er yfirstaðið. Þegar maður greinist veit maður í rauninni ekkert hvað maður er að fara að ganga í gegnum,“ segir Gunnar Sigurgeir Ragnarsson sem greindist með krabbamein í hálsi í desember 2011. „Ég fór að finna fyrir köggli í hálsinum og lét heimilislækni skoða mig. Heimilislæknirinn vildi láta taka sýni strax og senda í ræktun. Nokkrum dögum síðar er hringt í mig og mér tilkynnt að ég þurfi að fara í uppskurð og láta fjarlægja kýlið. Ferlið tók sem sagt um tvær vikur, frá því að ég fer til læknis og þangað til ég er búinn í aðgerðinni, þannig að það er óhætt að segja að heimilislæknirinn hafi brugðist rétt við.“ Gunnar fór í sína fyrstu geislameðferð í janúar 2012 en biðtímann frá aðgerð og að geislameðferð segir hann hafa verið erfiðan. „Það var ákveðið að byrja ekki geislameðferðina rétt fyrir jólin og í dag skil ég þá ákvörðun,“ segir Gunnar sem fór í 33 skipti í geisla frá janúar til mars. Gunnar segir geislameðferðina hafa tekið bæði andlegt og líkamlegt þrek af honum og hann hefur ekki enn náð fullum styrk aftur. „Þetta hefur áhrif á allt og alla í kringum mann og það er ekki til nein uppskrift að því hvernig maður tilkynnir börnunum sínum svona fréttir, að maður sé kominn með krabbamein.“ Gunnari var boðið að taka dætur sínar tvær með í geislameðferð til að leyfa þeim að sjá hvernig hlutirnir færu fram. „Eldri stelpan mín treysti sér ekki til að koma með en yngri dóttirin kom og það var gott fyrir okkur.“ Gunnar telur að fólk verði að vera óhrætt við að ræða þennan sjúkdóm og segir að það sé einmitt það sem Mottumars geri, að skapa umræður. „Móðir mín greindist með brjóstakrabbamein fyrir um tuttugu árum og þá var þetta helst ekki rætt. Nú til dags reynum við að tala opinskátt um þetta í fjölskyldunni og ég finn að manni líður betur.“ Gunnar minnist þess að það hafi verið erfitt að hafa áhyggjur af fjármálum ofan á veikindin. „Maður hefði þurft að setja fjárhagsörðugleika og annað áreiti á bið,“ segir Gunnar að lokum og minnir á að jákvætt hugarfar skipti öllu máli í svona aðstæðum. Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Sjá meira
Tveggja barna faðir sem greindist með krabbamein í hálsi í desember fyrir rúmum tveimur árum segir veikindin hafa haft áhrif á allt og alla í kringum hann. Hann segir enga uppskrift vera til að því hvernig tilkynna eigi fjölskyldunni slík veikindi. „Það er kjaftshögg að lenda í svona, kjaftshögg sem þú verður ekki var við fyrr en allt er yfirstaðið. Þegar maður greinist veit maður í rauninni ekkert hvað maður er að fara að ganga í gegnum,“ segir Gunnar Sigurgeir Ragnarsson sem greindist með krabbamein í hálsi í desember 2011. „Ég fór að finna fyrir köggli í hálsinum og lét heimilislækni skoða mig. Heimilislæknirinn vildi láta taka sýni strax og senda í ræktun. Nokkrum dögum síðar er hringt í mig og mér tilkynnt að ég þurfi að fara í uppskurð og láta fjarlægja kýlið. Ferlið tók sem sagt um tvær vikur, frá því að ég fer til læknis og þangað til ég er búinn í aðgerðinni, þannig að það er óhætt að segja að heimilislæknirinn hafi brugðist rétt við.“ Gunnar fór í sína fyrstu geislameðferð í janúar 2012 en biðtímann frá aðgerð og að geislameðferð segir hann hafa verið erfiðan. „Það var ákveðið að byrja ekki geislameðferðina rétt fyrir jólin og í dag skil ég þá ákvörðun,“ segir Gunnar sem fór í 33 skipti í geisla frá janúar til mars. Gunnar segir geislameðferðina hafa tekið bæði andlegt og líkamlegt þrek af honum og hann hefur ekki enn náð fullum styrk aftur. „Þetta hefur áhrif á allt og alla í kringum mann og það er ekki til nein uppskrift að því hvernig maður tilkynnir börnunum sínum svona fréttir, að maður sé kominn með krabbamein.“ Gunnari var boðið að taka dætur sínar tvær með í geislameðferð til að leyfa þeim að sjá hvernig hlutirnir færu fram. „Eldri stelpan mín treysti sér ekki til að koma með en yngri dóttirin kom og það var gott fyrir okkur.“ Gunnar telur að fólk verði að vera óhrætt við að ræða þennan sjúkdóm og segir að það sé einmitt það sem Mottumars geri, að skapa umræður. „Móðir mín greindist með brjóstakrabbamein fyrir um tuttugu árum og þá var þetta helst ekki rætt. Nú til dags reynum við að tala opinskátt um þetta í fjölskyldunni og ég finn að manni líður betur.“ Gunnar minnist þess að það hafi verið erfitt að hafa áhyggjur af fjármálum ofan á veikindin. „Maður hefði þurft að setja fjárhagsörðugleika og annað áreiti á bið,“ segir Gunnar að lokum og minnir á að jákvætt hugarfar skipti öllu máli í svona aðstæðum.
Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir