„Það er kjaftshögg að fá krabbamein“ 8. mars 2013 06:00 Gunnar S. Ragnarsson fann kýli í hálsinum og greindist með krabbamein í kjölfarið. Tveggja barna faðir sem greindist með krabbamein í hálsi í desember fyrir rúmum tveimur árum segir veikindin hafa haft áhrif á allt og alla í kringum hann. Hann segir enga uppskrift vera til að því hvernig tilkynna eigi fjölskyldunni slík veikindi. „Það er kjaftshögg að lenda í svona, kjaftshögg sem þú verður ekki var við fyrr en allt er yfirstaðið. Þegar maður greinist veit maður í rauninni ekkert hvað maður er að fara að ganga í gegnum,“ segir Gunnar Sigurgeir Ragnarsson sem greindist með krabbamein í hálsi í desember 2011. „Ég fór að finna fyrir köggli í hálsinum og lét heimilislækni skoða mig. Heimilislæknirinn vildi láta taka sýni strax og senda í ræktun. Nokkrum dögum síðar er hringt í mig og mér tilkynnt að ég þurfi að fara í uppskurð og láta fjarlægja kýlið. Ferlið tók sem sagt um tvær vikur, frá því að ég fer til læknis og þangað til ég er búinn í aðgerðinni, þannig að það er óhætt að segja að heimilislæknirinn hafi brugðist rétt við.“ Gunnar fór í sína fyrstu geislameðferð í janúar 2012 en biðtímann frá aðgerð og að geislameðferð segir hann hafa verið erfiðan. „Það var ákveðið að byrja ekki geislameðferðina rétt fyrir jólin og í dag skil ég þá ákvörðun,“ segir Gunnar sem fór í 33 skipti í geisla frá janúar til mars. Gunnar segir geislameðferðina hafa tekið bæði andlegt og líkamlegt þrek af honum og hann hefur ekki enn náð fullum styrk aftur. „Þetta hefur áhrif á allt og alla í kringum mann og það er ekki til nein uppskrift að því hvernig maður tilkynnir börnunum sínum svona fréttir, að maður sé kominn með krabbamein.“ Gunnari var boðið að taka dætur sínar tvær með í geislameðferð til að leyfa þeim að sjá hvernig hlutirnir færu fram. „Eldri stelpan mín treysti sér ekki til að koma með en yngri dóttirin kom og það var gott fyrir okkur.“ Gunnar telur að fólk verði að vera óhrætt við að ræða þennan sjúkdóm og segir að það sé einmitt það sem Mottumars geri, að skapa umræður. „Móðir mín greindist með brjóstakrabbamein fyrir um tuttugu árum og þá var þetta helst ekki rætt. Nú til dags reynum við að tala opinskátt um þetta í fjölskyldunni og ég finn að manni líður betur.“ Gunnar minnist þess að það hafi verið erfitt að hafa áhyggjur af fjármálum ofan á veikindin. „Maður hefði þurft að setja fjárhagsörðugleika og annað áreiti á bið,“ segir Gunnar að lokum og minnir á að jákvætt hugarfar skipti öllu máli í svona aðstæðum. Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fleiri fréttir „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Sjá meira
Tveggja barna faðir sem greindist með krabbamein í hálsi í desember fyrir rúmum tveimur árum segir veikindin hafa haft áhrif á allt og alla í kringum hann. Hann segir enga uppskrift vera til að því hvernig tilkynna eigi fjölskyldunni slík veikindi. „Það er kjaftshögg að lenda í svona, kjaftshögg sem þú verður ekki var við fyrr en allt er yfirstaðið. Þegar maður greinist veit maður í rauninni ekkert hvað maður er að fara að ganga í gegnum,“ segir Gunnar Sigurgeir Ragnarsson sem greindist með krabbamein í hálsi í desember 2011. „Ég fór að finna fyrir köggli í hálsinum og lét heimilislækni skoða mig. Heimilislæknirinn vildi láta taka sýni strax og senda í ræktun. Nokkrum dögum síðar er hringt í mig og mér tilkynnt að ég þurfi að fara í uppskurð og láta fjarlægja kýlið. Ferlið tók sem sagt um tvær vikur, frá því að ég fer til læknis og þangað til ég er búinn í aðgerðinni, þannig að það er óhætt að segja að heimilislæknirinn hafi brugðist rétt við.“ Gunnar fór í sína fyrstu geislameðferð í janúar 2012 en biðtímann frá aðgerð og að geislameðferð segir hann hafa verið erfiðan. „Það var ákveðið að byrja ekki geislameðferðina rétt fyrir jólin og í dag skil ég þá ákvörðun,“ segir Gunnar sem fór í 33 skipti í geisla frá janúar til mars. Gunnar segir geislameðferðina hafa tekið bæði andlegt og líkamlegt þrek af honum og hann hefur ekki enn náð fullum styrk aftur. „Þetta hefur áhrif á allt og alla í kringum mann og það er ekki til nein uppskrift að því hvernig maður tilkynnir börnunum sínum svona fréttir, að maður sé kominn með krabbamein.“ Gunnari var boðið að taka dætur sínar tvær með í geislameðferð til að leyfa þeim að sjá hvernig hlutirnir færu fram. „Eldri stelpan mín treysti sér ekki til að koma með en yngri dóttirin kom og það var gott fyrir okkur.“ Gunnar telur að fólk verði að vera óhrætt við að ræða þennan sjúkdóm og segir að það sé einmitt það sem Mottumars geri, að skapa umræður. „Móðir mín greindist með brjóstakrabbamein fyrir um tuttugu árum og þá var þetta helst ekki rætt. Nú til dags reynum við að tala opinskátt um þetta í fjölskyldunni og ég finn að manni líður betur.“ Gunnar minnist þess að það hafi verið erfitt að hafa áhyggjur af fjármálum ofan á veikindin. „Maður hefði þurft að setja fjárhagsörðugleika og annað áreiti á bið,“ segir Gunnar að lokum og minnir á að jákvætt hugarfar skipti öllu máli í svona aðstæðum.
Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fleiri fréttir „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent