Tossarnir okkar Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 14. júní 2013 09:20 „Æ, maður verður nú að geta sýnt fram á að maður geti klárað fleira en morgunmatinn sinn,“ sagði við mig náungi sem ég hitti í gær. Nýtur þjóðfélagsþegn í dag, en getur ekki fengið formleg starfsréttindi – af því að hann kláraði ekki grunnskóla. „Ég er einn af þeim,“ sagði hann við mig og brosti kankvís, „tossunum“. Þau hjónin ætla að eyða sumarfríinu við þá rómantísku iðju að læra stærðfræði. Freista þess að ná áfanga í algebru svo hann fái einhvern tímann réttindi í sínu fagi. Hann er einn af mörgum sem voru „sviknir“ af skólakerfinu. Magnús Þorkelsson, aðstoðarskólameistari við Flensborg, er einn af mörgum góðum viðmælendum mínum í þáttaröðinni Tossarnir á Stöð 2. Í DV í fyrradag segir hann það einkennandi fyrir þættina að fullyrðingum sé slengt fram og ýjar að því að farið sé óvarlega með tölur. Þessu verð ég að mótmæla. Magnús skrifar: „Dæmi: Strákum gengur verr í skóla en stelpum. Rangt.“ Ótal tölur benda til þess að fleiri strákar en stelpur fúnkeri illa í skóla. Rannsóknir og greining, sem hefur rannsakað hagi ungmenna á Íslandi í um tuttugu ár, var svo elskuleg að vinna úr sínum gögnum fyrir þættina. Tölfræði frá þeim sýnir m.a.: Árið 2012 leiddist nærri tvöfalt fleiri strákum (29%) en stelpum (16%) námið í 9. og 10. bekk. Kynjamunur hefur verið viðvarandi í þessu um árabil. Auk þess:Samkvæmt Hagstofunni (fólk innritað í framhaldsskóla 2003) höfðu 36% strákanna útskrifast eftir fjögur ár en 52% stelpna.Kynjamunur hefur verið viðvarandi í PISA-rannsóknum á Íslandi allt frá árinu 2000.Enginn hefur samúð með Excel-tölumÖll tölfræði í Tossunum er byggð á traustum gögnum. Hins vegar er skoðunum slengt fram, eðli máls samkvæmt. Ekki veit ég hvort það er „femínismi“ eða „andfemínismi“ sem er að skaða drengi í skólum. Held það sé ekki hægt að mæla það. Þá segir Magnús þættina öfluga „en svolítið ruglingslega“. Það hefur enginn samúð með Excel-tölum. Við getum hins vegar skilið og skynjað vandann í gegnum ruglingslegt líf fólks sem flosnaði upp úr skóla – og vonandi gert eitthvað í þessu! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Sjá meira
„Æ, maður verður nú að geta sýnt fram á að maður geti klárað fleira en morgunmatinn sinn,“ sagði við mig náungi sem ég hitti í gær. Nýtur þjóðfélagsþegn í dag, en getur ekki fengið formleg starfsréttindi – af því að hann kláraði ekki grunnskóla. „Ég er einn af þeim,“ sagði hann við mig og brosti kankvís, „tossunum“. Þau hjónin ætla að eyða sumarfríinu við þá rómantísku iðju að læra stærðfræði. Freista þess að ná áfanga í algebru svo hann fái einhvern tímann réttindi í sínu fagi. Hann er einn af mörgum sem voru „sviknir“ af skólakerfinu. Magnús Þorkelsson, aðstoðarskólameistari við Flensborg, er einn af mörgum góðum viðmælendum mínum í þáttaröðinni Tossarnir á Stöð 2. Í DV í fyrradag segir hann það einkennandi fyrir þættina að fullyrðingum sé slengt fram og ýjar að því að farið sé óvarlega með tölur. Þessu verð ég að mótmæla. Magnús skrifar: „Dæmi: Strákum gengur verr í skóla en stelpum. Rangt.“ Ótal tölur benda til þess að fleiri strákar en stelpur fúnkeri illa í skóla. Rannsóknir og greining, sem hefur rannsakað hagi ungmenna á Íslandi í um tuttugu ár, var svo elskuleg að vinna úr sínum gögnum fyrir þættina. Tölfræði frá þeim sýnir m.a.: Árið 2012 leiddist nærri tvöfalt fleiri strákum (29%) en stelpum (16%) námið í 9. og 10. bekk. Kynjamunur hefur verið viðvarandi í þessu um árabil. Auk þess:Samkvæmt Hagstofunni (fólk innritað í framhaldsskóla 2003) höfðu 36% strákanna útskrifast eftir fjögur ár en 52% stelpna.Kynjamunur hefur verið viðvarandi í PISA-rannsóknum á Íslandi allt frá árinu 2000.Enginn hefur samúð með Excel-tölumÖll tölfræði í Tossunum er byggð á traustum gögnum. Hins vegar er skoðunum slengt fram, eðli máls samkvæmt. Ekki veit ég hvort það er „femínismi“ eða „andfemínismi“ sem er að skaða drengi í skólum. Held það sé ekki hægt að mæla það. Þá segir Magnús þættina öfluga „en svolítið ruglingslega“. Það hefur enginn samúð með Excel-tölum. Við getum hins vegar skilið og skynjað vandann í gegnum ruglingslegt líf fólks sem flosnaði upp úr skóla – og vonandi gert eitthvað í þessu!
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun