„Þetta er svo óeðlilegt“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 25. mars 2013 14:59 Hafrún segir helsta áhyggjuefnið ekki vera líkamlega áverka. Mynd/Ernir "Það má nú dramatísera allt svo sem, en þetta var bæði gert við mig og ég var ekkert að draga úr því að þetta yrði gert við aðra," segir Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur og fyrrverandi handknattleikskona um fréttir af rassskellingum sem hluta af innvígsluhefðum í landslið og meistaraflokka í handbolta. "Ég hef séð mjög ljóta áverka eftir svona, mun ljótari en á þessari mynd." Hafrún segir helsta áhyggjuefnið þó ekki vera líkamlega áverka. Það sem ég fór að hugsa eftir að ég hætti sjálf er það að það er fullt af fólki sem hefur lent í ofbeldi sem börn og unglingar, kynferðisofbeldi og niðurlægingum á einhvern hátt. Þú veist ekkert fyrirfram hvort það sé fólk með þannig bakgrunn í liðinu. Svona getur ekki verið hjálplegt hvað það varðar og það finnst mér áhyggjuefni."Óæskilegt að segja nei Hafrún segir að þó hægt sé að segja nei við rassskellingu sé hópþrýstingurinn slíkur að óæskilegt sé að segja nei. "Ég man bara eftir einni manneskju sem sagði nei og það var ekki vinsælt. Þetta er auðvitað ofbeldi og rannsóknir sýna að börn herma eftir ofbeldi fullorðinna. Það að þetta sé komið fram í dagsljósið gerir það að verkum að þetta getur færst niður í yngri flokkana og það viljum við alls ekki." Flestum ber saman um að rassskellingarhefðin hafi verið í gangi í mörg ár og Hafrún tekur undir það. "Ef eitthvað er þá hefur þetta minnkað frekar en hitt. En nú er þetta komið í fréttir og þykir sniðugt. Þetta er líka svo óeðlilegt. Allir saman allsberir í sturtu að rassskella einhvern, þetta er alveg súrt. Það vita allir þjálfarar af þessu og allir sem eru inni í þessum hreyfingum. Ég man ekki eftir því að nokkur hafi gert eitthvað til að reyna að stoppa þetta. Það hafa þá frekar verið leikmenn innan liðsins, sterkir karakterar, sem hafa fundið að þessu."Mynd af leikmanni meistaraflokks Fjölnis í handbolta eftir rassskellingu.Mynd/FacebookKomið langt yfir öll velsæmismörk Ragnhildur Skúladóttir, sviðsstjóri þróunar- og fræðslusviðs Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) vildi lítið tjá sig um málið og benti á Handknattleikssamband Íslands (HSÍ). Forveri hennar, Viðar Sigurjónsson, sagði á síðasta ári að aðildarfélög ÍSÍ þyrftu að gera ítarlega könnun hjá sér svo hægt væri að stöðva ofbeldi og niðurlægingu, væri slíkt útbreitt. Sagði hann að nauðsynlegt væri að grípa til viðeigandi ráðstafana og að ofbeldi yrði ekki liðið. Ragnhildur gat ekki svarað því hvort einhverjar úrbætur hefðu verið gerðar. „Við munum nú kannski heyra í HSÍ og athuga hvað þeir hyggist gera. Við getum alveg fordæmt svona, og ég held að almannarómur hafi nú þegar gert það. Það er enginn sem líður svona ofbeldi, alveg sama hvort það sé einhver hefð fyrir þessu. Þetta er komið langt yfir öll velsæmismörk, og þarna er ég að tala út frá sjálfri mér. Ég get alveg haft mína persónulegu skoðun en það eru þeir (HSÍ) sem þurfa að skoða eitthvað hjá sér." Tengdar fréttir "Hefðir eru hefðir" Algengt er að ungir handboltaiðkendur séu vígðir inn í meistaraflokka félaga sinna með rassskellingum. Nýr liðsmaður Fjölnis fékk að kynnast meistaraflokknum með flötum lófum liðsfélaga sinna á dögunum. 24. mars 2013 21:02 "Þetta er ólíðandi ofbeldi“ Formaður handknattleiksdeildar Fjölnis segir í athugasemdakerfi á Vísi að rassskellingar sem fjallað var um á vefnum fyrr í kvöld séu ólíðandi ofbeldi. 24. mars 2013 23:39 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Sjá meira
"Það má nú dramatísera allt svo sem, en þetta var bæði gert við mig og ég var ekkert að draga úr því að þetta yrði gert við aðra," segir Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur og fyrrverandi handknattleikskona um fréttir af rassskellingum sem hluta af innvígsluhefðum í landslið og meistaraflokka í handbolta. "Ég hef séð mjög ljóta áverka eftir svona, mun ljótari en á þessari mynd." Hafrún segir helsta áhyggjuefnið þó ekki vera líkamlega áverka. Það sem ég fór að hugsa eftir að ég hætti sjálf er það að það er fullt af fólki sem hefur lent í ofbeldi sem börn og unglingar, kynferðisofbeldi og niðurlægingum á einhvern hátt. Þú veist ekkert fyrirfram hvort það sé fólk með þannig bakgrunn í liðinu. Svona getur ekki verið hjálplegt hvað það varðar og það finnst mér áhyggjuefni."Óæskilegt að segja nei Hafrún segir að þó hægt sé að segja nei við rassskellingu sé hópþrýstingurinn slíkur að óæskilegt sé að segja nei. "Ég man bara eftir einni manneskju sem sagði nei og það var ekki vinsælt. Þetta er auðvitað ofbeldi og rannsóknir sýna að börn herma eftir ofbeldi fullorðinna. Það að þetta sé komið fram í dagsljósið gerir það að verkum að þetta getur færst niður í yngri flokkana og það viljum við alls ekki." Flestum ber saman um að rassskellingarhefðin hafi verið í gangi í mörg ár og Hafrún tekur undir það. "Ef eitthvað er þá hefur þetta minnkað frekar en hitt. En nú er þetta komið í fréttir og þykir sniðugt. Þetta er líka svo óeðlilegt. Allir saman allsberir í sturtu að rassskella einhvern, þetta er alveg súrt. Það vita allir þjálfarar af þessu og allir sem eru inni í þessum hreyfingum. Ég man ekki eftir því að nokkur hafi gert eitthvað til að reyna að stoppa þetta. Það hafa þá frekar verið leikmenn innan liðsins, sterkir karakterar, sem hafa fundið að þessu."Mynd af leikmanni meistaraflokks Fjölnis í handbolta eftir rassskellingu.Mynd/FacebookKomið langt yfir öll velsæmismörk Ragnhildur Skúladóttir, sviðsstjóri þróunar- og fræðslusviðs Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) vildi lítið tjá sig um málið og benti á Handknattleikssamband Íslands (HSÍ). Forveri hennar, Viðar Sigurjónsson, sagði á síðasta ári að aðildarfélög ÍSÍ þyrftu að gera ítarlega könnun hjá sér svo hægt væri að stöðva ofbeldi og niðurlægingu, væri slíkt útbreitt. Sagði hann að nauðsynlegt væri að grípa til viðeigandi ráðstafana og að ofbeldi yrði ekki liðið. Ragnhildur gat ekki svarað því hvort einhverjar úrbætur hefðu verið gerðar. „Við munum nú kannski heyra í HSÍ og athuga hvað þeir hyggist gera. Við getum alveg fordæmt svona, og ég held að almannarómur hafi nú þegar gert það. Það er enginn sem líður svona ofbeldi, alveg sama hvort það sé einhver hefð fyrir þessu. Þetta er komið langt yfir öll velsæmismörk, og þarna er ég að tala út frá sjálfri mér. Ég get alveg haft mína persónulegu skoðun en það eru þeir (HSÍ) sem þurfa að skoða eitthvað hjá sér."
Tengdar fréttir "Hefðir eru hefðir" Algengt er að ungir handboltaiðkendur séu vígðir inn í meistaraflokka félaga sinna með rassskellingum. Nýr liðsmaður Fjölnis fékk að kynnast meistaraflokknum með flötum lófum liðsfélaga sinna á dögunum. 24. mars 2013 21:02 "Þetta er ólíðandi ofbeldi“ Formaður handknattleiksdeildar Fjölnis segir í athugasemdakerfi á Vísi að rassskellingar sem fjallað var um á vefnum fyrr í kvöld séu ólíðandi ofbeldi. 24. mars 2013 23:39 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Sjá meira
"Hefðir eru hefðir" Algengt er að ungir handboltaiðkendur séu vígðir inn í meistaraflokka félaga sinna með rassskellingum. Nýr liðsmaður Fjölnis fékk að kynnast meistaraflokknum með flötum lófum liðsfélaga sinna á dögunum. 24. mars 2013 21:02
"Þetta er ólíðandi ofbeldi“ Formaður handknattleiksdeildar Fjölnis segir í athugasemdakerfi á Vísi að rassskellingar sem fjallað var um á vefnum fyrr í kvöld séu ólíðandi ofbeldi. 24. mars 2013 23:39