Botnfrosin staða á Alþingi Höskuldur Kári Schram skrifar 25. mars 2013 18:51 Ekkert samkomulag er í sjónmáli í viðræðum formanna stjórnmálaflokkanna á Alþingi. Formaður Samfylkingarinnar segir að allt sé botnfrosið. Þingfundi var ítrekað frestað í dag á meðan þingmenn ræddu stöðu mála. Formenn flokkanna funduðu einnig formlega í morgun en viðræður skiluðu ekki árangri. „Þetta er bara botnfrosin staða, íslensk stjórnmál eru bara í þessari botnfrosnu stöðu og það er erfitt að komast út úr henni," segir Árni Páll Árnason. Árni segir að stjórnarandstaðan sýni engan samningsvilja. „Við höfum verið að setja fram tilboð, aftur og aftur og aftur, undanfarnar tvær vikur til að fá lausn í þessi mál, og við erum ekki að fá mikil viðbrögð frá stjórnarandstöðu flokkunum tveimur. Það er nú bara þannig. Nú er það þannig að Framsóknarflokkurinn er sýnu verri viðskiptis og virðist ekki hafa mikinn áhuga á því að efna fyrirheit um stjórnarskrárumbætur sem flokkurinn hefur gefið þannig að við erum í mjög skrýtinni stöðu," bætir Árni Páll við. Bjarni Benediktsson, formaður sjálfstæðisflokks, segir að málið strandi á stjórnarskrárfrumvarpinu. „Við höfum á þessum formannafundum lagt til leiðir út úr þessari stöðu, en mér sýnist að stjórnarflokkarnir vilji halda fast við sinn keip og opna fyrir auðveldari breytingar á stjórnarskránni, og við höfum ekki verið hlynnt því," segir Bjarni. Ekki sé hægt að kenna stjórnarandstöðunni um stöðu mála. „Það hefur verið heilmikið og margt rætt á þessum fundum undanfarna daga en það hefur afskapalega lítið miðað. Svo er auðvitað fullt af öðrum málum sem er verið að ræða, og af því sem ég er að heyra utanfrá mér, þá finnst mér í sumum þeirra skorta á samstöðu hjá stjórnarflokkunum sjálfum," segir Bjarni að lokum. Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira
Ekkert samkomulag er í sjónmáli í viðræðum formanna stjórnmálaflokkanna á Alþingi. Formaður Samfylkingarinnar segir að allt sé botnfrosið. Þingfundi var ítrekað frestað í dag á meðan þingmenn ræddu stöðu mála. Formenn flokkanna funduðu einnig formlega í morgun en viðræður skiluðu ekki árangri. „Þetta er bara botnfrosin staða, íslensk stjórnmál eru bara í þessari botnfrosnu stöðu og það er erfitt að komast út úr henni," segir Árni Páll Árnason. Árni segir að stjórnarandstaðan sýni engan samningsvilja. „Við höfum verið að setja fram tilboð, aftur og aftur og aftur, undanfarnar tvær vikur til að fá lausn í þessi mál, og við erum ekki að fá mikil viðbrögð frá stjórnarandstöðu flokkunum tveimur. Það er nú bara þannig. Nú er það þannig að Framsóknarflokkurinn er sýnu verri viðskiptis og virðist ekki hafa mikinn áhuga á því að efna fyrirheit um stjórnarskrárumbætur sem flokkurinn hefur gefið þannig að við erum í mjög skrýtinni stöðu," bætir Árni Páll við. Bjarni Benediktsson, formaður sjálfstæðisflokks, segir að málið strandi á stjórnarskrárfrumvarpinu. „Við höfum á þessum formannafundum lagt til leiðir út úr þessari stöðu, en mér sýnist að stjórnarflokkarnir vilji halda fast við sinn keip og opna fyrir auðveldari breytingar á stjórnarskránni, og við höfum ekki verið hlynnt því," segir Bjarni. Ekki sé hægt að kenna stjórnarandstöðunni um stöðu mála. „Það hefur verið heilmikið og margt rætt á þessum fundum undanfarna daga en það hefur afskapalega lítið miðað. Svo er auðvitað fullt af öðrum málum sem er verið að ræða, og af því sem ég er að heyra utanfrá mér, þá finnst mér í sumum þeirra skorta á samstöðu hjá stjórnarflokkunum sjálfum," segir Bjarni að lokum.
Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira