Fimm ára fékk lögreglufylgd í óveðrinu Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 7. mars 2013 11:40 Birgir Orri naut sín vel í lögreglubílnum. Ragnheiður Lára Guðrúnardóttir er lögreglunni þakklát eftir gærdaginn, en „yndislegir lögreglumenn" komu henni og syni hennar til hjálpar í snjóþyngslunum. „Ég var að keyra úr vinnunni minni í Mosfellsbæ í Grafarvog til að sækja strákinn minn á leikskólann, en þegar ég kom niður á Korpúlfsstaðaveg varð bíllinn pikkfastur," segir Ragnheiður, og bætir því við að velviljaðir menn hafi ýtt bílnum hennar upp á gangstétt. „Ég fór að reyna að fá far áleiðis í Grafarvog þar sem klukkan var orðin hálf fjögur og ég vildi ekkert vera að leggja það á leikskólastarfsmanninn að sitja með hann mikið lengur. Það gat enginn leyft mér að sitja í þar til þessir yndislegu lögreglumenn keyrðu framhjá." Lögreglumennirnir buðust til þess að skutla Ragnheiði á leikskólann en hún afþakkaði í fyrstu boð þeirra um að skutla mæðginunum heim. „Við búum niðri í Laugardal og það er svolítil vegalengd og færðin eins og hún var og þeir eflaust hlaðnir verkefnum. En þeir voru meira en tilbúnir til þess að keyra okkur heim." Ragnheiður þáði því boðið og ætlaði að stökkva örsnöggt inn á leikskólann eftir syninum, Birgi Orra, en hann er fimm ára. „Lögreglumennirnir ákváðu þá bara að fara með mér inn og drengurinn var frekar smeykur að sjá þegar lögreglumennirnir komu inn á deildina hans að spyrja eftir honum. En svo varð hann ánægður og fannst þetta mjög flott. Það voru náttúrulega allir krakkar úti í glugga að vinka og þetta vakti mikla lukku."Ragnheiður festi bíl sinn á Korpúlfsstaðavegi í snjóþyngslunum í gær.Björguðu vondum degi Mæðginin fengu að því loknu far með lögreglunni niður í Laugardal, en stoppað var á leiðinni og bílum ýtt úr snjósköflum. Það fannst Birgi Orra gríðarlega spennandi. „Hann hefur verið svolítið hræddur við lögregluna. Til dæmis ef hann er óþekkur hefur hann verið hræddur við að löggan komi og taki hann, þó ég hafi nú aldrei sagt þetta við hann. En þeir voru svo indælir á leiðinni, og spjölluðu heilmikið við hann. Og svo fékk hann límmiða í viðurkenningarskyni fyrir að hafa verið duglegur í bílnum." Birgir Orri er því ekki lengur hræddur við lögregluna og var himinlifandi eftir ævintýrið. „Hann spurði mig hvort löggur væru góðar," segir Ragnheiður, en hún segir lögregluna svo sannarlega hafa bjargað vondum degi. Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Sjá meira
Ragnheiður Lára Guðrúnardóttir er lögreglunni þakklát eftir gærdaginn, en „yndislegir lögreglumenn" komu henni og syni hennar til hjálpar í snjóþyngslunum. „Ég var að keyra úr vinnunni minni í Mosfellsbæ í Grafarvog til að sækja strákinn minn á leikskólann, en þegar ég kom niður á Korpúlfsstaðaveg varð bíllinn pikkfastur," segir Ragnheiður, og bætir því við að velviljaðir menn hafi ýtt bílnum hennar upp á gangstétt. „Ég fór að reyna að fá far áleiðis í Grafarvog þar sem klukkan var orðin hálf fjögur og ég vildi ekkert vera að leggja það á leikskólastarfsmanninn að sitja með hann mikið lengur. Það gat enginn leyft mér að sitja í þar til þessir yndislegu lögreglumenn keyrðu framhjá." Lögreglumennirnir buðust til þess að skutla Ragnheiði á leikskólann en hún afþakkaði í fyrstu boð þeirra um að skutla mæðginunum heim. „Við búum niðri í Laugardal og það er svolítil vegalengd og færðin eins og hún var og þeir eflaust hlaðnir verkefnum. En þeir voru meira en tilbúnir til þess að keyra okkur heim." Ragnheiður þáði því boðið og ætlaði að stökkva örsnöggt inn á leikskólann eftir syninum, Birgi Orra, en hann er fimm ára. „Lögreglumennirnir ákváðu þá bara að fara með mér inn og drengurinn var frekar smeykur að sjá þegar lögreglumennirnir komu inn á deildina hans að spyrja eftir honum. En svo varð hann ánægður og fannst þetta mjög flott. Það voru náttúrulega allir krakkar úti í glugga að vinka og þetta vakti mikla lukku."Ragnheiður festi bíl sinn á Korpúlfsstaðavegi í snjóþyngslunum í gær.Björguðu vondum degi Mæðginin fengu að því loknu far með lögreglunni niður í Laugardal, en stoppað var á leiðinni og bílum ýtt úr snjósköflum. Það fannst Birgi Orra gríðarlega spennandi. „Hann hefur verið svolítið hræddur við lögregluna. Til dæmis ef hann er óþekkur hefur hann verið hræddur við að löggan komi og taki hann, þó ég hafi nú aldrei sagt þetta við hann. En þeir voru svo indælir á leiðinni, og spjölluðu heilmikið við hann. Og svo fékk hann límmiða í viðurkenningarskyni fyrir að hafa verið duglegur í bílnum." Birgir Orri er því ekki lengur hræddur við lögregluna og var himinlifandi eftir ævintýrið. „Hann spurði mig hvort löggur væru góðar," segir Ragnheiður, en hún segir lögregluna svo sannarlega hafa bjargað vondum degi.
Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir