Fær átta og hálfa milljón í bætur vegna alvarlegs umferðarslyss 7. mars 2013 16:45 Hæstiréttur Íslands staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að dæma Höldur ehf. og Vátryggingafélag Íslands til þess að greiða bónda átta og hálfa milljón króna í miskabætur vegna tjóns sem hann varð fyrir í október árið 2006. Maðurinn varð fyrir líkamstjóni í umferðarslysi er bifreið ók á hann úti á þjóðvegi þar sem hann hafði stöðvað dráttarvél sína með tengivagni í þeim tilgangi að færa fé af tengivagninum yfir í fjárflutningavagn til að því yrði komið til slátrunar. Krafði hann Höldur ehf. og Vís um skaðabætur vegna tjónsins en Höldur ehf. var skráður eigandi bifreiðarinnar sem var tryggð ábyrgðartryggingu hjá Vís. Fyrir Hæstarétti deildu aðilar annars vegar um það hvort maðurinn ætti sjálfur að bera hluta af tjóni sínu vegna meðábyrgðar á slysinu og hins vegar hvort hann gæti krafist bóta vegna útlagðs kostnaðar við að leigja íbúð meðan gerðar voru breytingar á íbúðarhúsi hans vegna þeirrar fötlunar sem hann varð fyrir, en maðurinn er lamaður fyrir neðan mitti í dag. Hæstiréttur taldi bóndann meðábyrgan að slysinu vegna stórkostlegs gáleysis hans, en hann stöðvaði dráttarvagninn á afleggjara á þjóðveginum. Það þótti hins vegar ekki efni til að láta hann bera sjálfan hluta af tjóni sínu þar sem ökumaður bifreiðarinnar hefði ekið allt of hratt miðað við aðstæður umrætt sinn og ekki í samræmi við reglur umferðarlaga. Þá féllst Hæstiréttur á það með héraðsdómi að bóndinn gæti krafist bóta vegna kostnaðar við leigu íbúðar meðan gerðar voru umfangsmiklar breytingar á heimili hans vegna fötlunar. Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Fleiri fréttir Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Sjá meira
Hæstiréttur Íslands staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að dæma Höldur ehf. og Vátryggingafélag Íslands til þess að greiða bónda átta og hálfa milljón króna í miskabætur vegna tjóns sem hann varð fyrir í október árið 2006. Maðurinn varð fyrir líkamstjóni í umferðarslysi er bifreið ók á hann úti á þjóðvegi þar sem hann hafði stöðvað dráttarvél sína með tengivagni í þeim tilgangi að færa fé af tengivagninum yfir í fjárflutningavagn til að því yrði komið til slátrunar. Krafði hann Höldur ehf. og Vís um skaðabætur vegna tjónsins en Höldur ehf. var skráður eigandi bifreiðarinnar sem var tryggð ábyrgðartryggingu hjá Vís. Fyrir Hæstarétti deildu aðilar annars vegar um það hvort maðurinn ætti sjálfur að bera hluta af tjóni sínu vegna meðábyrgðar á slysinu og hins vegar hvort hann gæti krafist bóta vegna útlagðs kostnaðar við að leigja íbúð meðan gerðar voru breytingar á íbúðarhúsi hans vegna þeirrar fötlunar sem hann varð fyrir, en maðurinn er lamaður fyrir neðan mitti í dag. Hæstiréttur taldi bóndann meðábyrgan að slysinu vegna stórkostlegs gáleysis hans, en hann stöðvaði dráttarvagninn á afleggjara á þjóðveginum. Það þótti hins vegar ekki efni til að láta hann bera sjálfan hluta af tjóni sínu þar sem ökumaður bifreiðarinnar hefði ekið allt of hratt miðað við aðstæður umrætt sinn og ekki í samræmi við reglur umferðarlaga. Þá féllst Hæstiréttur á það með héraðsdómi að bóndinn gæti krafist bóta vegna kostnaðar við leigu íbúðar meðan gerðar voru umfangsmiklar breytingar á heimili hans vegna fötlunar.
Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Fleiri fréttir Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Sjá meira