Ómetanlegt að finna fyrir stuðningnum Tinna Rós Steinsdóttir skrifar 18. maí 2013 07:00 Flottur fulltrúi Eyþór Ingi klæddist fatnaði frá NTC á sviðinu á fimmtudaginn og tók sig frábærlega vel út. Hann verður í sömu fötum í keppninni í kvöld. Nordicphotos/AFP „Fiðrildin gerðu vart við sig rétt áður en ég steig á svið en þegar ég heyrði fagnaðarlætin og fann fyrir stuðningnum fannst mér ég svo velkominn að það var ekki annað hægt en að vera afslappaður,“ sagði Eurovision-stjarnan Eyþór Ingi þegar Fréttablaðið náði af honum tali í gær. Eyþór heillaði Evrópu upp úr skónum í undankeppninni á fimmtudaginn og fleytti íslenska framlaginu, Ég á líf, áfram í úrslitin sem fara fram í kvöld. Hann átti greinilega stóran aðdáendahóp í Malmö á fimmtudagskvöldið því þakið ætlaði að rifna af höllinni þegar hann steig á sviðið og að flutningnum loknum tók ekkert minna við. „Fyrir okkur er mestur sigur að við höfum komist áfram á íslenskunni. Ég er svo búinn að setjast yfir upptöku af atriðinu og fannst þetta bara koma ágætlega út. Maður er samt alltaf mest gagnrýninn á sjálfan sig og skoðar öll smáatriði,“ sagði Eyþór sem tók sigurkvöldinu rólega. „Nokkrir strákana fóru í partý en ég fór beint á blaðamannafund og í alls konar viðtöl og það saug bara upp það sem eftir var af orkunni. Ég fór því beint heim á hótel eftir það. Þar beið fjölskyldan eftir mér svo það var aðeins knúsast og svo henti ég mér bara beint í bólið,“ sagði hann. Það vakti mikla athygli hér heima fyrir hversu duglegur Eurovision-hópurinn var á Facebook á meðan á keppni stóð og spurður sagðist Eyþór nokkuð viss um að þeir yrðu í beinni úr Græna herberginu í kvöld líka. „Hvenær er Pétur ekki duglegur á Facebook,“ sagði hann og hló. „Við Pétur tókum mynd af okkur á meðan kosningarnar stóðu yfir og skelltum henni á Facebook. Á örfáum mínútum fékk hún einhver 8.000 læk. Það var ómetanlegt að finna fyrir stuðningnum svona beint í æð. Við hvetjum fólk bara til að halda áfram að fylgjast með okkur inni á like-síðunni á Facebook,“ bætti hann við. Eyþór verður 19. á svið í kvöld en sagðist hvorki velta sér mikið upp úr röðuninni né úrslitunum. „Fyrst og fremst er bara ógeðslega gaman að fá þrjár mínútur í viðbót á sviðinu. Það er ólýsanleg tilfinning að koma fram fyrir svona stórum sal. Ég ætla bara að setja allan fókus á að skila laginu vel, eins og ég hef gert hingað til,“ sagði hann og skilaði góðri kveðju heim til Íslands. Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Tónlist Reyndi við þrjár milljónir Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Sjá meira
„Fiðrildin gerðu vart við sig rétt áður en ég steig á svið en þegar ég heyrði fagnaðarlætin og fann fyrir stuðningnum fannst mér ég svo velkominn að það var ekki annað hægt en að vera afslappaður,“ sagði Eurovision-stjarnan Eyþór Ingi þegar Fréttablaðið náði af honum tali í gær. Eyþór heillaði Evrópu upp úr skónum í undankeppninni á fimmtudaginn og fleytti íslenska framlaginu, Ég á líf, áfram í úrslitin sem fara fram í kvöld. Hann átti greinilega stóran aðdáendahóp í Malmö á fimmtudagskvöldið því þakið ætlaði að rifna af höllinni þegar hann steig á sviðið og að flutningnum loknum tók ekkert minna við. „Fyrir okkur er mestur sigur að við höfum komist áfram á íslenskunni. Ég er svo búinn að setjast yfir upptöku af atriðinu og fannst þetta bara koma ágætlega út. Maður er samt alltaf mest gagnrýninn á sjálfan sig og skoðar öll smáatriði,“ sagði Eyþór sem tók sigurkvöldinu rólega. „Nokkrir strákana fóru í partý en ég fór beint á blaðamannafund og í alls konar viðtöl og það saug bara upp það sem eftir var af orkunni. Ég fór því beint heim á hótel eftir það. Þar beið fjölskyldan eftir mér svo það var aðeins knúsast og svo henti ég mér bara beint í bólið,“ sagði hann. Það vakti mikla athygli hér heima fyrir hversu duglegur Eurovision-hópurinn var á Facebook á meðan á keppni stóð og spurður sagðist Eyþór nokkuð viss um að þeir yrðu í beinni úr Græna herberginu í kvöld líka. „Hvenær er Pétur ekki duglegur á Facebook,“ sagði hann og hló. „Við Pétur tókum mynd af okkur á meðan kosningarnar stóðu yfir og skelltum henni á Facebook. Á örfáum mínútum fékk hún einhver 8.000 læk. Það var ómetanlegt að finna fyrir stuðningnum svona beint í æð. Við hvetjum fólk bara til að halda áfram að fylgjast með okkur inni á like-síðunni á Facebook,“ bætti hann við. Eyþór verður 19. á svið í kvöld en sagðist hvorki velta sér mikið upp úr röðuninni né úrslitunum. „Fyrst og fremst er bara ógeðslega gaman að fá þrjár mínútur í viðbót á sviðinu. Það er ólýsanleg tilfinning að koma fram fyrir svona stórum sal. Ég ætla bara að setja allan fókus á að skila laginu vel, eins og ég hef gert hingað til,“ sagði hann og skilaði góðri kveðju heim til Íslands.
Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Tónlist Reyndi við þrjár milljónir Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Sjá meira