Lífið

Hljómsveitin Hljómsveitt með kynþokkafullt myndband

Ugla Egilsdóttir skrifar
Katrín Helga og Anna Tara Andrésdætur.
Katrín Helga og Anna Tara Andrésdætur.
Anna Tara Andrésdóttir, Katrín Helga Andrésdóttir, Ingvi Rafn Björgvinsson og Kristján Freyr Einarsson skipa hljómsveitina Hljómsveitt. Þau hafa tekið upp nýtt myndband við lag sem heitir Kynþokkafull. Lagið er frumsýnt hér á Vísi.

Katrín Helga og Anna Tara eru systur. „Við systurnar semjum alla textana og flest lögin,“ segir Anna Tara. „Hafsteinn Helgi Halldsórsson samdi þó gítarriffið við lagið Kynþokkafull. Við viljum segja það sem okkur liggur á hjarta í kómískum stíl. 11 ára sonur trommuleikarans sagði að þetta væri svona kynferðistónlist. Ætli það lýsi okkur ekki nokkuð vel.“


Systurnar eru líka meðlimir í hljómsveitinni Reykjavíkurdætrum og koma fram á rappkvöldi Reykjavíkurdætra sem er fyrirhugað á Gauk á stöng 27. desember.

Hér að neðan má horfa á myndbandið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.