Lífið

Áramótaheit fræga fólksins: Rifjar upp sigra og ósigra

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
"Gamlárskvöld eru tímamót þar sem maður gjarnan rifjar upp með fjölskyldunni viðburði ársins, samverustundirnar og verkefnin, sigra og ósigra. Ég hef nú ekki opinberað mín markmið í gegnum tíðina umfram það að í þjálfuninni ætlaði maður oftast að vinna "titilinn" á komandi leiktíð. Það er frekar að maður hafi leitt hugann að einhverju í tengslum við liðið ár, eins og að fara í fríið með fjölskylduna sem ekki náðist það árið og eitthvað í þeim dúr," segir Willum Þór Þórsson. Á nýja árinu ætlar hann að bæta sig á öllum vígstöðum.

"Nú hef ég skipt um vettvang úr þjálfun og kennslu og yfir í stjórnmál. Það hefur gerbreytt öllu mynstri vinnutíma og frítíma og þeim möguleikum að fara í frí með fjölskylduna. Þegar ég leiði hugann að næsta ári þá er ég staðráðinn í því að halda áfram að leggja mig fram á nýjum vettvangi og fylgja eftir þeim málefnum sem við í flokknum og ríkisstjórnin lögðum upp með. Eiga fleiri gæðastundir með fjölskyldunni, fara saman í gott frí og fylgja krökkunum eftir í því sem þau eru að sýsla.

Láta gott af mér leiða í samfélagsþágu og vinna vel þau trúnaðarstörf sem mér eru falin. Hjálpa og miðla 3 flokki karla í KR og komast oftar út á æfingavöll með þeim. Rækta sál og líkama til að geta sinnt öllu þessu af kostgæfni."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.