Lífið

Gefur brjóst í förðunarstólnum

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Ofurfyrirsætan Gisele Bundchen deildi skemmtilegri mynd af sjálfri sér á Instagram. Á myndinni sést hún gefa ársgamalli dóttur sinni Vivian brjóst á meðan hún tekur sig til fyrir viðburð.

Gisele slakar á í þægilegum stól á meðan hárgreiðslumaður, meiköpp artisti og naglasérfræðingur stjana við hana og pússa hana til.

"Hvað myndi ég gera án þessa fegurðarliðs eftir fimmtán ára flugferð og þriggja tíma svefn?" skrifaði Gisele við myndina en hún á einnig fjögurra ára soninn Benjamin með eiginmanni sínum Tom Brady.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.