Lífið

Eleanor Parker dáin

Ugla Egilsdóttir skrifar
Eleanor Parker.
Eleanor Parker.
Leikkonan Eleanor Parker lést síðastliðinn mánudag, 91 árs gömul. Hún er þekktust fyrir að hafa leikið barónessuna í söngleikjamyndinni Sound of Music. Hér að neðan fylgir myndbrot úr Sound of Music þar sem barónessan reynir að ganga í augun á börnum herra Von Trapps, sem stendur til að hún giftist.

Eins og þeir sem hafa séð myndina vita kvænist herra Von Trapp ekki barónessunni, heldur söngelskri barnapíu sem heitir María.

Hlutverk Eleanor í Sound of Music er langfrægasta hlutverk hennar, enda er myndin ein af vinsælustu myndum allra tíma. Hún átti glæstan feril og lék í um fjörutíu myndum og fékk þrjár tilnefningar til Óskarsverðlaunanna. Engin þeirra var fyrir Sound of Music.

Fyrstu tilnefninguna fékk hún fyrir hlutverk sitt í melódramanu Caged, þar sem hún lék seinfæra konu sem breytist í glæpamann eftir fangelsisvist. Aðra tilnefninguna fékk hún fyrir myndina Detective Story, þar sem hún lék eiginkonu lögreglumanns á móti Kirk Douglas. Síðustu tilnefninguna fékk hún fyrir Interrupted Melody þar sem hún lék óperusöngkonu með mænusótt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.