Lífið

Kanye West gáttaður yfir því að fá ekki fleiri tilnefningar

UE skrifar
Kanye West fór einu sinni upp á svið til að mótmæla þegar Beyoncé fékk ekki verðlaun sem honum fannst hún eiga skilið.
Kanye West fór einu sinni upp á svið til að mótmæla þegar Beyoncé fékk ekki verðlaun sem honum fannst hún eiga skilið. AFP/NordicPhotos
Kanye West sagði við aðdáendur á tónleikum í Phoenix, Arizona að hann væri gáttaður á því að hafa einungis fengið tvær tilnefningar til Grammy-verðlaunanna fyrir nýjustu plötuna sína sem heitir Yeezus.

Hann segir að platan sé í fyrsta eða öðru sæti á öllum listum. Samt fái hún ekki nema tvær tilnefningar til Grammy-verðlauna. Spurningar um hvað forsvarsmenn Grammy-verðlaunanna séu eiginlega að reyna að segja með þessu leiti á hann.

Kanye West segist þó ekki vera móðgaður yfir þessu. Grammy-verðlaun skipti hann engu máli. Hann sé hinsvegar uggandi yfir því að tilnefningum sé ekki úthlutað í samræmi við útreikninga þeirra sem skrifa lista í blöð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.