Lífið

Hanna Rún ólétt - veik fyrstu vikur meðgöngunnar

Nikita og Hanna.
Nikita og Hanna.
Dansarinn Hanna Rún Óladóttir á von á sínu fyrsta barni með unnusta sínum og dansfélaga Nikita Bazev. 

„Þetta var afar erfitt en Nikita hugsaði vel um mig. Ég var mjög veik fyrstu vikurnar á meðgöngunni síðan fékk ég líka nýrnasteina þannig að við náðum ekkert að æfa af neinu viti átta vikur fyrir mót. Við vonuðum bara það besta fyrir mótið, þannig að árangurinn kom skemmtilega á óvart. Okkar hugsun var sú að við værum þrjú í liði á móti tveimur og það fyllti okkur eldmóði,“ segir Hanna Rún í samtali við Séð og Heyrt sem kemur út í dag en hún tók þátt í Heimsmeistaramótinu í latindönsum í lok nóvember, þá nýorðin ólétt. Parið hampaði 16. sæti keppninnar.

Forsíða Séð og Heyrt sem kemur út í dag.


Hanna Rún hefur landað fjölmörgum titlum í dansinum síðustu ár og er ein þeirra bestu í faginu. Þá tók hún tvívegis þátt í raunveruleikaþáttunum Dans Dans Dans sem sýndir voru á RÚV og vakti gríðarlega athygli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.