Lífið

Hefur staðið í blóðugu stríði

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Í viðtali við Séð og Heyrt sem kemur út í dag ræðir Sigrún Lilja í Gyðju um að hún hafi þurft að hafa fyrir öllu sínu með blóði, svita og tárum í bókstaflegri merkingu og hafi aldrei fengið neitt uppí hendurnar eins og virðist vera algengur misskilningur.

Þá segir hún frá persónulegum árásum sem hún hefur lent í á árinu sem hefur tekið svo mikið á hana að Sigrún hefur verið drifin inná sjúkrahús í yfirliði, með ofþornun og verið í stöðugum læknaheimsóknum útaf alvarlegum magabólgum og ástæðuna fyrir ofsóknunum eru henni hulin ráðgáta.

 „Það virðist vera þeirra eina markmið að reyna að fella mig og það sem ég hef byggt upp og nota til þess stórar hótanir.  Aðferðirnar sem þeir hafa beitt eru mjög langt undir beltisstað. Ástæðuna veit ég ekki, en allir sem koma að þessu máli finnst það gruggugt og sérstakt hvað þetta virðist vera persónulegt. Maður trúir því og veit að réttlætið sigri að lokum og þrátt fyrir að hafa staðið í svona blóðugu stríði þá get ég verið stolt að standa upprétt eftir það.“

Sigrún hefur gengið í gegnum ýmislegt.
Í viðtalinu talar Sigrún einnig um það þegar hún fór af stað með hönnunarfyrirtækið sitt Gyðju Collection aðeins 24 ára að aldri auk þess sem hún ræðir um stór framtíðarplön, brúðkaup og barneignir. Hún segir frá hvað er á bak við námskeiðin sín Konur til Athafna og framtíðarplönum varðandi þau

„Eitt af mínum markmiðum og í raun mín hugsjón með uppbyggingunni á Gyðju er að hvetja konur til athafna. Mér finnst gaman að geta nýtt mína reynslu sem ég hef lært á leiðinni við að aðstoða konur með drauma og þrár í að láta til sín taka, og ég hef það að leiðarljósi í flestu sem ég geri. Í raun þá stendur Gyðju-merkið svolítið fyrir það. Við eigum allar innra með okkur þessa sterku gyðju og eigum að leyfa henni að láta ljós sitt skína og af því er Konur til Athafna sprottið.

Athafnakonan lætur ekkert stöðva sig.
Ég sé samtökin þróast út erlendis og ég vil sjá þetta fara til þriðjuheimslandanna, þá í góðgerðarskyni, en aðstoðin þar við konur er mjög brýn að mínu mati. Ég hef á ferðalögum til til dæmis Egyptalands og Tyrklands séð konur sem eru nákvæmlega jafn duglegar og við ef ekki duglegri, jafn vel gefnar og með sömu draumana, þrár og markmið en hafa ekki sömu tækifæri og aðbúnað eins og við í vestrænum löndum."

Sigrún var í London á dögunum að mynda stóra auglýsingaherferð fyrir Gyðju úr ársins.
Myndartakan fyrir viðtalið fór fram í London á dögunum en það var Kári Sverriss ljósmyndari sem tók myndirnar. Kjól Sigrúnar gerði Ólafur Helgi fyrir myndartökuna. Sigrún var stödd í London ásamt fríðu föruneyti að mynda stóra auglýsingaherferð fyrir Gyðju úr ársins.

Viðtalið í heild sinni má lesa í Séð og Heyrt sem kom í verslanir í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.