Lífið

Ekkert til sem heitir fullkomið kynlíf

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
„Ég ætlaði alltaf að gefa út bók því mér finnst ég hafa lent í svo mikið af misheppnuðum stefnumótum. Ég sagði alltaf vinkonum mínum frá þessum lífsreynslum og þeim fannst þetta mjög fyndið og skemmtilegt. Því hugsaði ég að skella þessu saman í bók og hafa hana eins svæsna og hægt væri. Ég las nefnilega 50 Shades of Grey og fannst hún of „boring“ og bjóst við miklu meiru. Ég ætlaði að gera röff kynlífsbók en svo fékk ég ritstíflu og setti það á bið. Ég ákvað að búa til þetta blogg í staðinn því þá get ég skrifað eitthvað þegar mér dettur það í hug og svo skellt í bók í framtíðinni,“ segir 23ja ára Reykjavíkurmær.

Hún bloggar nafnlaust á síðunni Beðmál. Á bloggsíðuna er að finna ítarlegar lýsingar á samskiptum stúlkunnar við hitt kynið. Hún vill ekki láta nafn síns getið til að vernda þá í kringum sig.

„Ég vil ekki fá einhvern reiðilestur í gegnum síma frá strákum sem ég er búin að sofa hjá. Ég vil heldur ekki að fjölskyldan mín viti hversu aktív ég get verið. Ísland er bara of lítið. En allir vinir mínir vita af þessu og hafa verið duglegir að deila færslunum mínum á Facebook. Ég hef fengið fáránlega góð viðbrögð við blogginu og ég bíð bara eftir erfiðum skilaboðum frá einhverjum foreldrasamtökum um að ég sé að særa blygðunarkennd þeirra.

Ég fékk skilaboð á Facebook um daginn þar sem strákur þakkaði mér fyrir að veita honum innsýn inn í þennan heim og fá að sjá þessi mál frá hlið kvenna. Af þeim sem líkar við færslurnar mínar eru meirihlutinn strákar. Svo lengi sem maður dissar ekki á þeim kjötstykkið og talar semí fallega þá held ég að þeim sé alveg sama. Ég reyni líka að láta bloggið snúast að mestu um mig.“

"Maður á ekki að segja já við einhverju sem maður treystir sér ekki til að gera.“
Tilgangurinn með blogginu er mjög einfaldur.

„Mér finnst að stelpur þurfi að vita að það er ekkert sem heitir fullkomið fyrsta stefnumót, fullkomið kynlíf eða fullkomin leið til að missa meydóminn. Ég vil að þær fái innsýn inn í að þessi heimur er skemmtilegur en mjög furðulegur á sama tíma,“ segir stúlkan og er ekki í vafa um hvaða atvik er henni eftirminnilegast.

„Ég lenti í því í sumar að gaur tróð rassinum í andlitið á mér og vildi að ég sleikti hann. Ég fékk pínu áfall. Þetta er í fyrsta og eina skiptið sem við riðum. Allir eru með einhvers konar „fetish“ en flestir láta það í ljós skína aðeins seinna í sambandinu og hinkra við að biðja einhvern um að putta sig í rassinn eða sleikja á sér rassagatið. Hann bara tosaði upp lappirnar og otaði þessu framan í mig ég lét mig hafa það. Ég hafði ekkert á móti þessu þannig séð og hefði sagt nei við hann ef ég hefði ekki fílað þetta. Ég kúgaðist ekkert en ef þetta hefði verið einhver skítugur rass sem ég hefði ekki viljað fá uppí mig hefði ég ýtt honum frá mér,“ segir stúlkan og hlær en brýnir jafnframt fyrir fólki að gera ekki neitt í kynlífi sem það er ekki hundrað prósent sátt við.

„Maður verður náttúrulega ekki að segja já við hverju sem er. Maður á ekki að segja já við einhverju sem maður treystir sér ekki til að gera.“

„Ég lenti í því í sumar að gaur tróð rassinum í andlitið á mér og vildi að ég sleikti hann."
Stúlkan er að hitta strák sem er búinn að lofa að lesa ekki bloggið, þó hann svindli stundum.

„Ég er að hitta strák sem ég kynntist í sumar og hann veit af blogginu út af því að við vinnum saman og erum rosalega góðir vinir. Við erum búin að semja um það að hann lesi ekki bloggið og hann er til í það. Hann er samt búinn að vera að lesa í laumi og viðurkennir það þegar hann er í glasi.“ 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.