Lífið

Reykjavík ein af jólalegustu borgum heims að mati CNN

Stefán Árni Pálsson skrifar
Reykvík ein af jólalegustu borgum heimsins.
Reykvík ein af jólalegustu borgum heimsins. mynd/GVA
CNN hefur valið tíu jólalegustu staði í heiminum og er Reykjavík einn þeirra. Þar er fjallað um séreinkenni Íslendinga yfir jólahátíðina.

Fram kemur á vef CNN að hér á landi séu 13 jólasveinar sem gefa börnum í skóinn á hverjum degi 13 dögum fyrir jól. Jólamarkaðurinn á Ingólfstorgi ku vera einn sá jólalegasti í heiminum.

Þegar Reykjavík er þakin snjó og norðurljósin lýsa upp borgina mun höfuðborg Íslands vera ein sú jólalegasta í heiminum en CNN lýsir Reykjavíkurborg á þennan máta yfir Jólahátíðina.

Aðrir staðir sem eru taldir vera þeir jólalegustu í heiminum eru:

Barcelona, Spánn

Rovaniemi, Finnland

New York, Bandaríkin

Nuremberg, Þýskaland

Quebec, Kanada

San Miguel de Allende, Mexíkó

Santa Claus, Indiana

Strasbourg, Frakkland

Valkenburg, Holland








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.