Lífið

Sköllóttur á skrýtinni jólamynd

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Tónlistarmaðurinn Joe Jonas er greinilega kominn í jólaskap og birti ansi skemmtilega mynd af sér á Instagram í vikunni.

Á myndinni, sem er greinilega vel Photoshop-uð, er Joe sköllóttur, heldur á kisu og klæðist afar jólalegri rúllukragapeysu.

"Það er kalt. Hjúfrið ykkur að kettlingi," skrifar Joe við myndina. 

Joe og bræður hans, Nick og Kevin, tilkynntu það í október að hljómsveit þeirra, The Jonas Brothers, væri hætt. Fyrr í þessum mánuði birti Joe langa grein í New York Magazine um það hvernig Disney hafði neikvæð áhrif á ferilinn hans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.