Lífið

Nýir möguleikar með uppfærðu Instagram

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
mynd/365
Notendur Instagram geta nú sent myndir af sér í einkaskilaboðum með „filterum“ sem lætur það líta betur út. Eins og fram kom á Vísi í morgun kynnti Instagram nýja þjónustu fyrir notendur appsins sem nefnist Instagram Direct.

Nýjungin felst í því að nú er hægt að velja hverjir sjá myndina sem notandinn deilir. Viðtakendur geta verið frá allt að einni manneskju upp í fimmtán.

Vefsíðan Gizmodo bendir á þann möguleika að með appinu verður nú hægt að senda myndir af helgustu stöðum fólks til þeirra sem vilja taka við slíku og með eiginleikum Instagram er hægt að eiga við myndirnar með „filterum“ .

Eins og fram kom í frétt Vísi í morgun geta aðeins vinir sent hvor öðrum myndir þannig að notendur Instagram þurfa ekki að óttast það að fá slíkar myndir frá ókunnugu fólki.

Með tilkomu Snapchat varð svokallað „sexting“ vinsælt en gallinn við Snapchat er, að margra mati, að myndirnar ná ekki alltaf að undirstrika þessa tilteknu líkamshluta eins og fólk vill.

Á Snapchat er líka aðeins hægt að skoða myndirnar sem sendar í nokkrar sekúndur. Þeir sem vilja geta nú sent betur unnar myndir af sér sem lifa lengur til þeirra sem þeir vilja heilla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.