„Selfies“ eru komnar til að vera Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 13. desember 2013 21:45 Sjálfsmyndir, eða „selfies“, eins og þær eru kallaðar á ensku, njóta gríðarlegra vinsælda um þessar mundir. Þjóðarleiðtogar og geimfarar hafa tekið ástfóstri við fyrirbærið og segir Goddur, prófessor við Listaháskóla Íslands, þessar myndir vera tímana tákn. „Þetta fyrirbæri sem gengur eins og fár núna á örugglega rætur sínar að rekja til snjallsímana. Það ganga allir með myndavélar á sér. Fólk er drifið áfram af félagshvötinni, hvötinni til að vera merkilegra en það í raun og veru er. Þetta er ekki tískubóla heldur tíðarandaeinkenni. Selfies eru komnar til að vera,“ segir Goddur. Sérfræðingar háskólans í Oxford völdu orðið selfie sem orð ársins 2013 í enskri tungu. Notkun orðsins í allri umræðu á netinu, í fjölmiðlum og prentmáli hefur aukist um 17 þúsund prósent á tæpu ári. Fjölmargar vefsíður tileinkaðar sjálfsmyndum hafa skotið upp kollinum síðustu ár og mánuði. Þó má segja að fyrirbærið hafi náð nýjum hæðum þegar þjóðarleiðtogarnir David Cameron, Helle Thorning-Schmidt og Barack Obama tóku sjálfsmynd af sér í miðri minningarhöfn Nelsons Mandela fyrr í vikunni. Goddur segir þetta gott dæmi um að sjálfsmyndir af þessum toga hafi fest sig í sessi. „Þarna gat Helle ekki setið á sér. Hvötin til að sýna að þarna sæti hún með helstu foringjum heimsins varð sterkari en skynsemin. Þarna gengu þau í barndóm öll þrjú.“ Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Fleiri fréttir Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Sjá meira
Sjálfsmyndir, eða „selfies“, eins og þær eru kallaðar á ensku, njóta gríðarlegra vinsælda um þessar mundir. Þjóðarleiðtogar og geimfarar hafa tekið ástfóstri við fyrirbærið og segir Goddur, prófessor við Listaháskóla Íslands, þessar myndir vera tímana tákn. „Þetta fyrirbæri sem gengur eins og fár núna á örugglega rætur sínar að rekja til snjallsímana. Það ganga allir með myndavélar á sér. Fólk er drifið áfram af félagshvötinni, hvötinni til að vera merkilegra en það í raun og veru er. Þetta er ekki tískubóla heldur tíðarandaeinkenni. Selfies eru komnar til að vera,“ segir Goddur. Sérfræðingar háskólans í Oxford völdu orðið selfie sem orð ársins 2013 í enskri tungu. Notkun orðsins í allri umræðu á netinu, í fjölmiðlum og prentmáli hefur aukist um 17 þúsund prósent á tæpu ári. Fjölmargar vefsíður tileinkaðar sjálfsmyndum hafa skotið upp kollinum síðustu ár og mánuði. Þó má segja að fyrirbærið hafi náð nýjum hæðum þegar þjóðarleiðtogarnir David Cameron, Helle Thorning-Schmidt og Barack Obama tóku sjálfsmynd af sér í miðri minningarhöfn Nelsons Mandela fyrr í vikunni. Goddur segir þetta gott dæmi um að sjálfsmyndir af þessum toga hafi fest sig í sessi. „Þarna gat Helle ekki setið á sér. Hvötin til að sýna að þarna sæti hún með helstu foringjum heimsins varð sterkari en skynsemin. Þarna gengu þau í barndóm öll þrjú.“
Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Fleiri fréttir Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Sjá meira