Lífið

Julian Assange í vinsælu rapplagi

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Assange kemur fram í nýju rapplagi.
Assange kemur fram í nýju rapplagi.
Julian Assange kemur fram í lagi rappsveitarinnar Calle 13 frá Puertó Ríkó, sem ber titilinn Multi Viral. Lagið er hlaðið pólitískum yfirlýsingum um upplýsingaflæði og gagnrýni á fjölmiðla. Þáttur Assange í laginu var tekinn upp í Ekvador. Auk Assange kemur gítarleikari sveitarinnar Rage Against the Machine, Tom Morello, fram og palestínska söngkonan Kamilya Jubran syngur viðlagið.

Lagið hefur vakið mikla athygli víðsvegar um heim. Myndbandið við lagið var tekið upp í palestínska þorpinu Beit Sahour og í Betlehem.

Myndbandið má sjá hér að neðan, Assange kemur fram í miðju laginu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.