Lífið

Jólaandinn allsráðandi

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Starfsfólk TM Software hélt jólapeysudag síðasta föstudag í tilefni af jólasöfnunarátaki Barnaheilla - Save the Children á Íslandi en fyrirtækið sá um að setja upp vef átaksins í WebMaster-áheitakerfinu.

Hæfileikaríkasta starfsfólkið tók fram prjónana og prjónaði peysur eða vesti á meðan aðrir beittu listarinnar kúnstum og föndruðu sinn jólafatnað. Jólaandinn var allsráðandi þegar starfsfólkið skreytti vinnustaðinn sinn í takt við sígild og ekki svo sígild jólalög.

Heiða Dögg Jónsdóttir.
Helga Kolbrún Magnúsdóttir, Óskar Guðjón Karlsson og Gunnar Geir Jóhannsson.
Lúðvík Snær Hermannsson.
Fjóla Jónsdóttir og Oddur Helgi Guðmundsson.
Arnþór Snær Sævarsson.
Pétur Ágústsson.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.