Lífið

Hefði glaður orðið áttundi maðurinn

Colin Farrell.
Colin Farrell.
Colin Farrel segist hafa átt í rómantísku vináttusambandi við Elizabeth Taylor. Colin kynntist Elizabeth árið 2009 þegar þau áttu bæði erindi á spítala í Los Angeles.

Annar sonur Colins var að koma í heiminn, en Elizabeth var þar í hjartaþræðingu. Þegar Colin komst að því að Elizabeth væri þarna á spítalanum bað hann umboðsmann hennar fyrir kveðju til hennar.

Fáeinum dögum síðar fékk hann orðsendingu og blóm frá leikkonunni. Þaðan í frá urðu þau vinir og töluðu reglulega saman í síma fram á rauða nótt.

Elizabeth er eina konan sem hann hefur átt í rómantísku sambandi við síðustu ár, en þau sváfu þó aldrei saman. Hann sagðist hafa dáð leikkonuna og grínaðist með að hann hefði alveg viljað verða áttundi eiginmaður hennar.

Elizabeth dó árið 2011 og Colin var eini gesturinn við útförina sem var ekki tengdur henni fjölskylduböndum. Hann las upp ljóð við jarðarförina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.