Lífið

Lína langsokkur handtekin fyrir ölvunarakstur

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Leikkonan Tami Erin var handtekin á laugardaginn eftir að hún keyrði á þrjár bifreiðar og flúði af vettvangi. Þegar lögreglan handtók hana kom í ljós að hún var ölvuð.

Tami er frægust fyrir að leika Línu langsokk í kvikmyndinni The New Adventures of Pippi Longstocking frá árinu 1988.

Hún hefur ekkert leikið síðan þá en komst í fréttirnar í haust þegar hún bjó til kynlífsmyndband. Samkvæmt Fox News græddi Erin tíu þúsund dollar á myndbandinu, rúma milljón króna, en hún sagði Radar að hún hefði grætt mun meira.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.