Lífið

Brjálað stuð á Boston

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Sigga á Boston og Andrea Jónsdóttir.
Sigga á Boston og Andrea Jónsdóttir.

Boston Reykjavík bókin er komin út og í tilefni að því var haldið útgáfupartý á skemmtistaðnum Boston.

Brynjar Snær Þrastarson, ljósmyndari gefur ljósmyndabókina út en þar er að finna hundruð ljósmynda af gestum á skemmtistaðnum Boston undanfarin ár.

Bókin er 360 síður, þrjú kíló á þyngd og hægt er að panta eintak á bostonreykjavikbook@gmail.com.

Brynjar Snær, ljósmyndari - maðurinn á bak við bókina.Fréttablaðið/Daníel

Bókin er tileinkuð föðurbróður Brynjars, Guðmundi Páli Ólafssyni heitnum.

„Það er gert af virðingu við góðan dreng. Guðmundur var mjög hrifinn af þessari bók þegar hann sá hana hjá mér fyrst og tók hana með sér upp í Odda og á fleiri staði til að hjálpa mér að koma þessu af stað. Síðan höfum við verið í smá kapphlaupi um hvor okkar nær að prenta á undan, en hann er að gefa út bókina Vatnið. Þannig að við erum búnir að vera á sitt hvorri prentvélinni, hlið við hlið. Svo þegar ég var búinn að prenta á undan honum, fyrir um það bil þremur vikum, kom upp einhver galli í prentuninni sem hefur ekki gerst í áratug. Svo það þurfti að prenta bókina aftur – ég hef frænda minn grunaðan um græsku, þar hefur Guðmundur eitthvað verið að fikta – en nú erum við settir á sama dag,“ sagði Brynjar í samtali við Fréttablaðið fyrir stuttu.

Kiddi og Bjarni.
Lisa, Robben og Charlie frá London.
Blaðað í bókinni.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.