Lífeyrissjóðir fái að kaupa í Landsvirkjun og Landsbankanum Haraldur Guðmundsson skrifar 20. nóvember 2013 10:16 Viðskiptaráð Íslands leggur til að ríkið selji lífeyrissjóðunum minnihlutaeign í Landsvirkjun. Fréttablaðið/Vilhelm „Sala á ríkiseignum myndi fjölga fjárfestingarkostum lífeyrissjóðanna og ég held að það séu forsendur fyrir því að þeir komi meðal annars að Landsvirkjun með einhverjum hætti,“ segir Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands. Ráðið vakti nýverið athygli á neikvæðum áhrifum gjaldeyrishaftanna á starfsumhverfi og verkefni íslensku lífeyrissjóðanna. „Gjaldeyrishöftin valda því að fjárfestingarkostir sjóðanna eru takmarkaðir því þeir geta ekki fjárfest í erlendum eignum. Því hafa fjárfestingar þeirra einkennst af stigvaxandi einsleitni sem sést hvað best í auknu umfangi sjóðanna sem eigendur íslenskra fyrirtækja,“ segir Frosti. Hann segir Viðskiptaráð hafa bent á ýmsar leiðir til úrbóta. Á meðal þeirra eru tillögur um sölu á ríkiseignum og aukna aðkomu sjóðanna að einkaframkvæmdum eins og lagningu Suðurlandsvegar. „Landsvirkjun hefur auðvitað áður verið nefnd í þessu samhengi. En ef ríkið tæki þá ákvörðun að breikka eigendagrunn Landsvirkjunar þá myndi það fjölga fjárfestingarkostum og styrkja eiginfjárgrunn fyrirtækisins. Við nefnum einnig Landsbankann en þar erum við ekki að tala um að bankinn verði seldur sjóðunum í heilu lagi heldur skráður í Kauphöll Íslands og þannig geti sjóðirnir jafnt sem aðrir fjárfestar komið að eignarhaldi bankans,“ segir Frosti Ólafsson. Frosti Sigurjónsson, þingmaður og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, tekur undir orð nafna síns um hversu mikilvægt það sé að lífeyrissjóðirnir fái aukin tækifæri til að dreifa fjárfestingum sínum. „Auðvitað þarf að skoða allar hugmyndir en mér finnst að sjóðirnir eigi líka að fjárfesta í nýsköpun og tækniþróun, enda eru greinarnar að skapa ný atvinnutækifæri og aukinn hagvöxt. Ég er ekki viss um að það skapi mikinn hagvöxt ef lífeyrissjóðirnir fara að versla með eignir fyrirtækja eins og Landsbankans sem eru í rekstri. Lífeyrissjóðirnir þurfa að setja niður kartöflur, því ef þeir gera það ekki verður engin uppskera eftir tuttugu ár,“ segir Frosti Sigurjónsson. Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira
„Sala á ríkiseignum myndi fjölga fjárfestingarkostum lífeyrissjóðanna og ég held að það séu forsendur fyrir því að þeir komi meðal annars að Landsvirkjun með einhverjum hætti,“ segir Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands. Ráðið vakti nýverið athygli á neikvæðum áhrifum gjaldeyrishaftanna á starfsumhverfi og verkefni íslensku lífeyrissjóðanna. „Gjaldeyrishöftin valda því að fjárfestingarkostir sjóðanna eru takmarkaðir því þeir geta ekki fjárfest í erlendum eignum. Því hafa fjárfestingar þeirra einkennst af stigvaxandi einsleitni sem sést hvað best í auknu umfangi sjóðanna sem eigendur íslenskra fyrirtækja,“ segir Frosti. Hann segir Viðskiptaráð hafa bent á ýmsar leiðir til úrbóta. Á meðal þeirra eru tillögur um sölu á ríkiseignum og aukna aðkomu sjóðanna að einkaframkvæmdum eins og lagningu Suðurlandsvegar. „Landsvirkjun hefur auðvitað áður verið nefnd í þessu samhengi. En ef ríkið tæki þá ákvörðun að breikka eigendagrunn Landsvirkjunar þá myndi það fjölga fjárfestingarkostum og styrkja eiginfjárgrunn fyrirtækisins. Við nefnum einnig Landsbankann en þar erum við ekki að tala um að bankinn verði seldur sjóðunum í heilu lagi heldur skráður í Kauphöll Íslands og þannig geti sjóðirnir jafnt sem aðrir fjárfestar komið að eignarhaldi bankans,“ segir Frosti Ólafsson. Frosti Sigurjónsson, þingmaður og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, tekur undir orð nafna síns um hversu mikilvægt það sé að lífeyrissjóðirnir fái aukin tækifæri til að dreifa fjárfestingum sínum. „Auðvitað þarf að skoða allar hugmyndir en mér finnst að sjóðirnir eigi líka að fjárfesta í nýsköpun og tækniþróun, enda eru greinarnar að skapa ný atvinnutækifæri og aukinn hagvöxt. Ég er ekki viss um að það skapi mikinn hagvöxt ef lífeyrissjóðirnir fara að versla með eignir fyrirtækja eins og Landsbankans sem eru í rekstri. Lífeyrissjóðirnir þurfa að setja niður kartöflur, því ef þeir gera það ekki verður engin uppskera eftir tuttugu ár,“ segir Frosti Sigurjónsson.
Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira