Lífið

Barnavörubasar fer vel af stað.

Af barnavörubasarnum í dag
Af barnavörubasarnum í dag AÐSENDMYND
Mikil stemning myndaðist á barnavörubasar Lífs styrktarfélags kvennadeildarinnar sem opnaði klukkan 11 í morgun.

Basarinn er í Skeifunni 19 við hliðina á Hreysti og verður opið til klukkan 15, eða meðan einhverjar vörur eru til.

Allur ágóði basarsins rennur í áframhaldandi uppbyggingarstarf Lífs á kvennadeild Landspítalans.

Líf styrktarfélag kvennadeildar Landspítalans hefur þann tilgang að bæta aðbúnað og þjónustu við konur og fjölskyldur þeirra á meðgöngu, í fæðingu og sængurlegu sem og kvenna sem þurfa umönnun vegna kvensjúkdóma. Félagið vinnur að líknar- og mannúðarmálum í þágu fjölskyldna.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.